Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.02.2022, Page 18

Víkurfréttir - 23.02.2022, Page 18
Lýðheilsa og þjónusta við íbúa í Reykjanesbæ Anna Sigríður Jóhannesdóttir, bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 2.–3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ 26. febrúar. Hvers vegna er lýðheilsa og heilsulæsi mikilvæg? Hvers vegna vil ég leggja mitt af mörkum í bæjarstjórn til að berjast fyrir því að áhersla verði lögð á lýðheilsu bæjarbúa? Reykjanesbær hefur skapað sér gott orð af góðum hjóla- og göngu- stígum en bæta þarf upplýsingar um staðsetningu stíganna fyrir bæjar- búa. Þannig má gera ráð fyrir því að almenningur nýti sér þá fyrir daglega hreyfingu og tómstundir. Áherslan í heilsueflandi samfélagi er á dag- lega hreyfingu fyrir alla íbúa. Því er mikilægt að bjóða upp á aðstöðu sem hvetur til útivistar með góðum stígum og grænum svæðum. Þrátt fyrir að hreyfing sé mikilvæg þurfum við einnig góða heilbrigðisþjónustu. Við þurfum á góðum læknum að halda á svæðinu fyrir unga sem aldna. Heilbrigðisþjón- usta er ekki nægilega mikil fyrir íbúa Reykjanesbæjar sem eru orðnir rúm- lega tuttugu þúsund en talið er að ein heilsugæsla þjónusti um ellefu þúsund íbúum. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á að þjónusta öll Suðurnesin sem eru um 28.000 íbúar. Dæmið gengur ekki upp. Búið er að skrifa undir að ný heilsugæsla muni rísa í Reykjanesbæ en áherslan verður að vera á heilsu- gæslu í húsnæði sem er til þannig að starfssemi geti hafist sem fyrst. Bæj- arbúar geta ekki beðið lengur. Ég tel að heilsulæsi sé mjög mikilvægt fyrir alla svo fólk taki ábyrgð á sinni eigin heilsu og sé meðvitað um að sinna eigin heilsueflingu. Hún á að vera hluti af lífsstílnum. Reykjanesbær hefur boðið íbúum 65 ára og eldri upp á heilsueflingu Janusar frá árinu 2017. Því miður hefur verið ákveðið af núverandi meirihluta að styðja ekki frekar við verkefnið þrátt fyrir einstak- lega mikinn ávinning. Það sýna niður- stöður úr mælingum á verkefninu og ekki síður það hól sem þátttakendur hafa gefið verkefninu. Ávinningur af heilsueflingu hefur verið mikill, bæði líkamlega og andlega. Ekki má gleyma félagslega þættinum sem er öllum nauðsynlegur. Hvað vakti fyrir núver- andi meirihluta að draga úr stuðningi við eldri bæjarbúa? Mínar áherslur í bæjarstjórn er á lýðheilsustarfi þar sem stuðlað verður að markvissri heilsueflingu og for- vörnum fyrir alla aldurshópa í Reykja- nesbæ. Ráðgjöf og þátttaka um heil- brigða lifnaðarhætti er lykilatriði. Góð heilsa er forspárgildi á lífsgæði seinni tíma. Því er mikilvægt að bæjarfélagið og heilsugæslan taki virkan þátt í að þessum málum í sameiningu. Fögnum fjölbreytileika Reykjanesbæjar Eyjólfur Gíslason, frambjóðandi í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Það er sannfæring mín að tækifærin liggi víða í Reykjanesbæ en þau þarf að grípa. Bærinn er fjórða stærsta sveit- arfélag landsins og hefur alla burði til að vera framúrskarandi. Við eigum að geta laðað að okkur fólk með iðandi mannlífi, tryggri grunnþjónustu og sterkum innviðum. Heilbrigðismál Hér starfar margt framúrskarandi fólk á sviði heilbrigðismála, sem gerir sitt besta í starfi, hins vegar hefur stjórn- endum ekki tekist að auka þjónustustig á undanförnum árum. Bæjaryfirvöld eiga að krefjast þess að hér geti ríkt fjölbreytt rekstrarform í heilbrigðis- þjónustu og skilaboðin ættu að vera skýr – ekki verður beðið lengur eftir úrbótum. Forvarnarstarf fyrir öll Forvarnir eru mér hjartans mál. Bær- inn býr yfir frábæru fólki með sérþekk- ingu á ýmsum sviðum geðheilbrigðis, íþrótta og annarra tómstunda sem mikilvægt er að taki höndum saman og myndi með bæjaryfirvöldum upp- færða framtíðarstefnu sem nýtir hefð- bundar jafnt sem óhefðbundnar leiðir í átt að enn öflugra forvarnarstarfi fyrir alla aldurshópa. Sérstaklega þarf að skoða úrræði fyrir börn og unglinga sem eiga erfitt uppdráttar í skólakerf- inu. Það hentar sumum að ganga til sál- fræðings en öðrum ekki. Úrræðin þurfa að endurspegla fjölbreytileikann. For- varnarstarf er mikilvægur liður í því að koma í veg fyrir brottfall úr fram- haldsskólum, íþróttum sem og öðru tómstundarstarfi. Ég hef sérstakar áhyggjur af íbúum af erlendum upp- runa, finna þarf leiðir til að hvetja þau til að stunda íþróttir og aðrar tóm- stundir. Aðlaðandi bæjarfélag Hvetja á framsækið fólk til að nýta krafta sína og einkaframtak í atvinnu- lífinu en þá þarf að tryggja þeim ákveð- inn sveigjanleika í ýmsu regluverki og efla samvinnuna. Hvers vegna tekst okkur ekki að byggja upp spennandi miðbæjarkjarna líkt og önnur minni bæjarfélög hafa nú þegar gert? Hug- myndir hafa komið fram en við eigum að hugsa hlutina upp á nýtt og líta til reynslu annarra. Bæjarkjarninn getur orðið miðpunktur iðandi mannlífs sem bæjarbúar geta verið stoltir af og fólk úr öðrum bæjarfélögum sótt þangað þjónustu. Ásbrú er sömuleiðis gott dæmi um svæði þar sem tækifærin eru til staðar, þar bý ég og veit að íbúar svæðisins kalla eftir aðgerðum til að efla hverfið og gera íbúavænna. Þjónusta bæjarins á að miðast út frá þörfum bæjarbúa en ekki öfugt. Kæru bæjarbúar Framboð mitt er til marks um að ég þori að takast á við áskoranir. Ég vil komast í bæjarstjórn og hafa áhrif. Til þess þarf ég ykkar stuðning. Reykjanesbær – við boðum breytingar Margrét Sanders, rekstrarráðgjafi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Ég býð mig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ sem haldið verður 26. febrúar. Ég brenn fyrir því að efla orðspor Reykja- nesbæjar sem er fjórða stærsta sveitar- félag landsins, efla fjölbreytt atvinnulíf, efla innviði og efla mannlífið. Ég boða breytingar. Breytingar í atvinnulífi. Vinnum saman að fjölbreyttara atvinnulífi, bíðum ekki með hendur í skauti eftir að haft er samband, það þarf einnig að sækja fram og fá fyrirtæki hingað og taka vel á móti þeim sem áhuga hafa á að koma til Reykjanesbæjar. Breytingar í skólamálum þannig að fjölbreytileikinn fái að njóta sín með markvissum stuðningi. Komið hefur fram að allir í skólasamfélaginu sjái í menntun án aðgreiningar sem leið til að gefa öllum nemendum kost á gæða- menntun. Við þurfum að finna leiðir með okkar besta fólki í skólakerfinu að því að af þessu geti orðið. Breytingar í leikskólamálum þannig að öll börn frá tólf mánaða aldri verði komin í í leikskóla ef foreldrar vilja fyrir lok næsta kjörtímabils, settur verði upp tímasettur aðgerðarlisti. Foreldrar eiga ekki að þurfa að kvíða því að komast ekki í vinnu að loknu fæðingarorlofi. Breytingar í íþrótta-, tómstunda- og menningarstarfi. Sjálfboðastarf í frjálsum félagasamtökum eru ómetan- leg í öllum samfélögum. Við í Reykja- nesbæ höfum verið mjög lánsöm hversu duglegt fólk er í stjórnum, for- eldrafélögum, aðstoð við sýningar ýmis konar svo eitthvað sé nefnt. Reykja- nesbær þarf að koma inn sem öfl- ugur stuðningsaðili á allan hátt, ekki einungis með fjármagni. Væri hægt að samþætta frístundarstarf meira með þessum félögum þannig að það kæmi fjárhagslega betur út fyrir alla og sé heildstæðara fyrir notendur? Er ekki ástæða til að færa meira íþrótta-, tómstunda- og menningarstarf út í hverfin? Breytingar í skipulagsmálum. Við þurfum að horfa á sveitarfélagið í heild og fá bæjarbúa meira að borðinu. Aðal- skipulag Reykjanesbæjar er metnaðar- fullt plagg en ég sakna meira samráðs og samtals við bæjarbúa. Við þurfum að horfa á stærri þróunarreiti heldur en nú er gert þannig að heildarmyndin verði sem glæsilegust. Þjónusta tengd skipulagsmálum þarf að eflast. Breytingar í þjónustu. Stofnanir og starfsfólk Reykjanesbæjar, ásamt bæjarfulltrúum eru til þjónustu reiðu- búin fyrir bæjarbúa. Við eigum ávallt að gera betur og veita bestu mögulegu þjónustu. Breytingar á nýtingu fjármagns. Það þarf að stýra vel verklegum fram- kvæmdum og leggja áherslu á að und- irbúningurinn sé góður. Ráðstöfun á fjármagni sveitarfélagsins þarf að vera gert af virðingu fyrir því að verið sé að fara með fé annarra þ.e. bæjarbúa. Breytingar í samskiptum við ríkis- valdið. Við eigum ekki að sætta okkur við mismunun á fjármagni til Reykja- nesbæjar miðað við önnur sveitarfélög, þurfum að sækja fram og vera skýr í okkar kröfugerð. Við boðum breytingar. Hér að ofan hefur einungis verið stiklað á stóru. Ef þú vilt breytingar þá er eina leiðin að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Mig langar til þess að leiða breytingar með ykkur og óska því eftir stuðningi þínum í 1. sæti. Fjölskyldan í fyrirrúmi Arnbjörg Elsa Hannesdóttir og Guðbergur Reynisson. Sem foreldrar og sem fjölskylda höfum við miklar skoðanir á því hvernig góður bær á að vera með tilliti til öryggis og velferðar þegar kemur að þessum hornsteini sam- félagsins. Við hjónin eigum fjögur börn og höfum töluverða reynslu á flestum sviðum þegar kemur að kerf- inu í okkar bæ. Við viljum eiga hlýtt og notalegt heimili í góðu hverfi þar sem börn- unum okkar líður vel. Þar sem við teljum okkur vera örugg og getum heilsað nágrönnum okkar með bros á vör. Góðar samgöngur þurfa að vera til fyrirmyndar svo við komumst óhult til og frá vinnu og í helstu þjón- ustur sem fjölskyldur þurfa að nota. Og ekki má gleyma að börnin okkar þurfa að komast heil á húfi í skóla og í íþrótta- og tómstundastarf. Það sem einkennir góðan bæ fyrir fjölskyldur er meðal annars gott skólakerfi. Leikskólinn okkar er fyrsta skólastigið. Þar fer fram mikilvægt nám ungra barna sem bera þarf virð- ingu fyrir. Við þurfum að huga vel að námi þeirra og það gerum við með góðu starfsfólki og kennurum sem hafa menntað sig til að standa vörð um velferð þeirra og nám. Einnig er mikilvægt að leikskólinn okkar sé í stakk búinn til að taka á móti öllum börnum frá tólf mánaða aldri. Grunnskólinn okkar er næsta skólastig og sama gildir þar. Þeir eiga að geta sinnt öllum nemendum, geta gefið hverjum nemanda tíma og hugað að velferð þeirra í samstarfi við foreldra og eflt læsi þeirra í víð- asta skilningi. Huga þarf vel að fjölda innan hvers bekkjar, fjölga bekkjum, stækka og betrumbæta innviði skól- ans og láta þjónustuna vaxa með bæjarfélaginu. Á báðum skólastigum þarf að huga að starfsumhverfi kennara og nemenda svo um munar. Það þarf að samræma umhverfið þannig að bæði skólastigin heilla því í okkar skólaumhverfi höfum við kennara sem brenna fyrir námi barnanna og eru framsækin í sínu starfsumhverfi. Miklu fleiri úrræði þarf fyrir börnin okkar sem eru með sérþarfir. Öspin, Eikin og Björgin eru bjargir innan skólans sem taka á móti þessum börnum en þessar bjargir þurfa að vera fleiri til að anna öllum þeim börnum sem bíða eftir úrræði en við teljum að jafnvel ætti að vera ein slík stofnun í hverjum skóla bæj- arins. Búsetuúrræði fyrir börn og full- orðna með sérþarfir eftir grunnskóla þarf heldur betur að stokka upp og bæta. Við þurfum að hugsa þá aðstoð upp á nýtt sem við höfum verið að veita þeim sem ekki geta bjargað sér sjálf á vinnumarkaðnum. Forvarnir og snemmtæk inngrip eru miklu betri en „eftir á reddingar“. Við verðum að hjálpa fólki til sjálfshjálpar. Margsannað er að hverskonar íþróttir, tómstundir eða menningar- starfsemi eru besta forvörnin. Þar viljum við sjá fjölbreytni. Sum börn finna sig ekki í hópíþróttum en geta svo orðið meistarar í einstaklingsí- þrótt. Það þarf ekki lýðheilsufræð- inga til að segja okkur að hreyfing og þátttaka skapar vellíðan og ham- ingju. En við erum ólík og allir þurfa að finna sinn stað. Við verðum að fara að gera stór plön í uppbyggingu íþróttamann- virkja í þessu fjórða stærsta sveitar- félagi landsins. Vissulega höfum við séð margt til bóta en betur má ef duga skal. Amma og afi, langamma og langafi skipta sköpum eins og gefur að skilja í öllu þessu og við verðum að bera miklu meiri virðingu fyrir okkar heldra fólki. Við þurfum að hugsa heimahjúkrun aftur. Eldra fólk á að geta verið heima hjá sér eins lengi og það vill. Þetta reynslumikla fólk sem hefur lagt grunninn að okkar velferð á fá að vinna eins lengi og það vill og hefur krafta til án þess að því sé refsað fyrir af kerfinu. Svo er það heilbrigðiskerfið. Það er morgunljóst að þar þarf að taka til hendinni. Það gengur ekki að fólk þurfi að flytja viðskipti sín til höf- uðborgarinnar í stórum stíl. Það er óboðlegt! Við viljum búa í öruggu sam- félagi sem virkar og við getum verið hreykin af. Við viljum vera stolt af okkar bæjarfélagi. Við viljum hafa fjölskylduna í fyrirrúmi. Innri-Njarðvík – hverfið mitt Steinþór Jón Gunnarsson Aspelund, frambjóðandi í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ þann 26. febrúar. Ég er búinn að búa í Innri-Njarðvík í tæp fjögur ár. Á þessum tíma hefur hverfið stækkað hratt en á sama tíma hefur þjónustan við hverfið minnkað. Hér býr mikið af ungu fólki sem finnst hverfið sitt vera afskipt. Í hverfinu eru þrír leikskólar og eru umsóknir barna fædd árið 2020 eða fyrr 74. Laus pláss í leikskóladeild Stapaskóla eru sautján og vantar því 57 leikskólapláss í dag. Núverandi meirihluti hefur sofið á verðinum og ekki hlustað á ábendingar frá starfs- fólki Reykjanesbæjar um skort á leik- skólaplássum. Lausn núverandi meiri- hlutans er að setja upp lausa leik- skólaeiningu við leikskólann Holt sem myndi rúma tvær átján barna deildir. Ljóst er að dæmið gengur ekki upp og viðvarandi vandi verður enn til staðar. Strætó gengur hér en fer ekki hring- inn með tilheyrandi óþægindum fyrir ungmenni og íbúa sem þurfa oft að ganga langa vegalengd í gegnum hverfið í leit að næstu stoppustöð. Þrátt fyrir mikil mótmæli íbúa var gott sem engu breytt. Núverandi meirihluti reyndi hljóð- lega að koma inn öryggisvistun á aðal- skipulag án samráðs við íbúa en var síðar tekið út úr endurskoðun á aðal- skipulagi þegar íbúar tóku sig til og stofnuðu íbúasamtök hverfisins. Ég segi nei við öryggisvistun í Innri- Njarðvík. Ég átti samtal við aðila sem vilja opna veitingastað/kaffihús í hverfinu. Vöntun er á þjónustu- og verslunarhús- næði sem kemur í veg fyrir þessar fyr- irætlanir. Von mín er sú að við getum byggt hér upp eins konar kjarna þar sem verslun og þjónusta getur þrifist. Þá vil ég efla nágrannavörslu í hverf- inu. Hugmynd mín er að hér verði myndavélar við aðalgötur inn og út úr hverfinu. Slíkt hefur verið gert t.d. í nýju hverfi Mosfellsbæjar. Ég vil bæta lýsingu við göngu- og hjólastíga og leggja rækt við gróður í hverfinu. Ég sé fyrir mér að eftir fjögur ár verði hverfið okkar gróðursælt með góðar samgöngur ásamt verslun og þjónustu. Heilsugæslan verði komin í gagnið. Sundlaug og íþróttahús verði orðið starfrækt við Stapaskóla og biðlisti eftir leikskólavistun verði ekki lengur vandamál. „Bætum lífsgæði íbúanna og grípum tækifærin.“ Skil á aðSeNdu efNi Greinar og annað aðsent efni sem óskað er að birtist í Víkurfréttum þarf að hafa borist ritstjórn fyrir hádegi mánudags á netfangið vf@vf.is 18 // vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.