Víkurfréttir - 23.02.2022, Qupperneq 19
Vítahringur HSS
Valgerður Björk Pálsdóttir,
frambjóðandi Beinnar leiðar í Reykjanesbæ
og doktorsnemi í lýðræðisfræðum.
Það er virkilega sorglegt að fylgj-
ast með vítahring sem Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja virðist vera föst
í. Vítahringurinn byrjar á fólki sem
fær ekki nógu góða þjónustu á HSS –
kvartar við stofnunina eða opinberlega
– stofnunin bregst sjaldnast við á skiln-
ingsríkan hátt – fólk svekkt og reitt og
vekur athygli á málinu opinberlega –
stofnunin fær á sig lélegt orðspor sem
veldur því að erfitt er að fá hæft fólk til
starfa – sem veldur því að þjónustan er
stundum ekki nógu góð.
Persónulega get ég skilið flestar
hliðar máls, ég get vel skilið að starfs-
fólki HSS sárnar að lesa stöðugt
brjáluð komment í fjöl- og samfélags-
miðlum og ég skil líka vel að notendur
þjónustunnar tjái reiði sína opinber-
lega, því oft eru þetta alvarleg mál
sem varða heilsu þeirra sjálfra eða
fjölskyldumeðlima. Ég og börnin mín
höfum að mestu fengið virkilega góða
þjónustu á HSS (þó það sé stundum
erfitt að komast að hjá sérfræði-
læknum eins og barnalæknum) en
bestu þjónustuna höfum við fengið hjá
barnalækni og heimilislækni sem báðir
eru heimamenn. Ég veit ekki hvort það
hafi eitthvað að segja en hjá þeim fær
maður hluttekningu – tilfinninguna um
að þeim sé alls ekki sama og vilja gera
allt til að hjálpa. Því það er oftast það
sem fólk sem leitar til heilsugæslunnar
vill – skilning og virka hlustun, þó svo
að viðkomandi læknir geti mögulega
ekkert gert í málinu.
Sú hlið máls sem ég á hvað erfiðast
með að skilja eru þessi hrokafullu varn-
arviðbrögð stjórnenda HSS. Það hlýtur
að vera hægt að bregðast við gagnrýni
með virðingu, stjórnendur HSS geta
ekki ætlast til þess að ósáttir íbúar
sýni erfiðu ástandi hjá þeim skilning ef
íbúar upplifa sjaldan skilning hjá starfs-
fólki og stjórnendum HSS.
Hvað er þá til ráða?
Í fyrsta lagi þarf Reykjanesbær auð-
vitað að vera aðlaðandi búsetukostur
fyrir menntað heilbrigðisstarfsfólk.
Margir íbúar kvarta yfir starfsmanna-
veltu, að margir læknanna séu fólk sem
vinni hér í stuttan tíma og búi á höfuð-
borgarsvæðinu.
Annars fyndist mér sniðugt að setja
málefni HSS í alvöru almenningssam-
ráðsferli sem fyrst en Suðurnesjafólk
mun þurfa bíða allavega í þrjú ár eftir
nýrri áætlaðri heilsugæslu í Innri-
Njarðvík. Sú heilsugæsla er þó ekki
að fara leysa akút vanda HSS í Kefla-
vík. Ég sæi fyrir mér að heilbrigðis-
ráðuneytið stæði fyrir rökræðuvett-
vangi þar sem slembivalinn hópur
íbúa myndi ræða þjónustu HSS og að
gagnvirk fræðsla færi þar fram. Íbúar
fá þá tækifæri til að rökræða sín á milli
um hvað betur mætti fara og kynna
sín sjónarmið til stjórnenda og starfs-
fólks HSS, sem og heilbrigðisráðherra
(hvar er hann í þessu öllu saman?) og
embættisfólks. Á móti yrðu íbúar líka
að hlusta á sjónarmið starfsfólks og
stjórnenda HSS. Tillögur frá rökræðu-
vettvangnum yrðu svo teknar alvar-
lega og unnið með þær í stefnumótun
HSS. Svona vettvangar, ef vel er að
þeim staðið, geta hjálpað til við að efla
gagnkvæmt traust, sem er það sem
HSS og íbúar Suðurnesja þurfa virki-
lega á að halda núna.
Löggæslu- og lögreglufræði
Sandra Sif Benediktsdóttir, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum.
Lögreglustarfið getur oft á tíðum verið
mjög krefjandi starf en það er hins
vegar einnig mjög gefandi og fjölbreytt.
Enginn dagur er eins. Eftir að ég byrj-
aði að starfa í lögreglunni fann ég það
fljótt hvað starfið heillaði mig og átti
vel við mig. Mér þótti starfsumhverfið
skemmtilegt, verkefnin spennandi og
mig langaði að læra meira. Ég ákvað
því að sækja um lögreglunámið og
komst inn. Við tók skemmtilegur tími
þar sem ég lærði heilan helling og eign-
aðist einnig fullt af vinum. Námið hent-
aði mér vel þar sem því er skipt upp
þannig að bóklegi hlutinn er kenndur
við Háskólann á Akureyri og er hægt
að taka þann hluta í fjarnámi. Verklegi
hlutinn er síðan kenndur í reglulegum
lotum sem maður sækir í Mennta- og
starfsþróunarsetur lögreglu (MSL) í
Reykjavík.
Eftir útskrift er hægt að sækja fjöl-
breytt námskeið í MSL sem hjálpa
manni að öðlast nýja og dýpri þekk-
ingu á ýmsum viðfangsefnum sem og
að viðhalda fyrri þekkingu. Lögreglu-
starfið er hins vegar þannig að maður
hættir aldrei að læra. Hver dagur er
lærdómsríkur að einhverju leyti og
fjölbreytt verkefni hjálpa manni að
þróa sig áfram í starfi og verða betri
lögreglumaður fyrir vikið. Það er nauð-
synlegt að vera vel í stakk búinn til að
geta tekist á við flókin og viðkvæm mál
og brugðist rétt við nýjum áskorunum.
Í dag starfa ég sem varðstjóri hjá
lögreglustjóranum á Suðurnesjum og
tel mig hafa fundið mína hillu. Starfs-
umhverfi okkar er fjölbreytt en við
sjáum um almenna löggæslu á svæð-
inu, þ.e. í nærliggjandi bæjarfélögum og
í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem
við sinnum einnig löggæslu á landa-
mærum. Einnig erum við með rann-
sóknardeild sem sér um rannsókn
á viðameiri og flóknari málum. Við
leggjum mikla áherslu á að fara inn í
hvern dag með jákvæðu hugarfari og
vinna vel sem teymi. Það er oft gaman
að sjá þegar á reynir hvað allir leggjast
á eitt og við vinnum vel saman sem
ein heild. Við sýnum hvort öðru fé-
lagslegan stuðning og erum til staðar
þegar á þarf að halda sem er nauðsyn-
legt í því krefjandi starfi sem lögreglu-
starfið er.
Skortur er á menntuðum lögreglu-
mönnum hér á landi og erum við sífellt
að leita af metnaðarfullu fólki til þess
að starfa með okkur. Því mæli ég með,
fyrir þá sem hafa áhuga á að ganga til
liðs við okkur, að sækja um nám í lög-
gæslu- og lögreglufræði.
Opið er fyrir umsóknir í lögreglu-
fræði við Háskólann á Akureyri til
31. mars. Kynntu þér málið á www.
menntaseturlogreglu.is.
Er þetta boðlegt?
Sigurður Jónsson.
Í síðustu viku þurfti ég að heim-
sækja Heilbrigðisstofnun Suður-
nesja vegna graftarkýlis sem ég var
með á rasskinn. Læknirinn lét mig
leggjast á bekk og skoðaði. Sagði
mér að bíða aðeins og kallaði á
annan lækni sem kom von bráðar
og leit á kýlið og sagði: „Við getum
ekki gert neitt hérna. Þú verður að
fara á bráðavakt Landspítalans.“
Ég fór að hugsa, ég get ekki verið
að fara í vitlausu veðri á bráðavakt-
ina fyrir svona. Bráðavaktin tekur á
móti slösuðu og veiku fólki. Þar er
yfirfullt að gera alla daga. Beið því
til næsta dags.
Fór á Lækna-
vaktina á Háa-
leitisbrautinni.
Þar tók læknir á móti mér. Sagði
mér að leggjast á sams konar bekk
og á læknastofu HSS. Setti á sig
hanska og kreisti út gröftinn og
skaffaði mér sýklalyf. Þetta tók
innan við tíu mínútur.
Staða Heilbrigðisstofnunar hefur
verið til umræðu. Ég segi því þessa
sögu. Er það boðlegt að senda fólk
til Reykjavíkur fyrir ekki stærra
verk?
Suðurnesjafólk á skilið að hafa
betri þjónustu en þetta.
Áhersla á uppbygg-
ingu innviða
Alexander Ragnarsson.
Íbúum Reykjanesbæjar hefur fjölgað
ört á síðustu árum og hefur uppbygg-
ing innviða engan veginn haldið í
við þá fjölgun á fjölmörgum sviðum.
Ein af stærstu áskorunum sem bíða
nýrrar bæjarstjórnar er að skipu-
leggja og vinna að uppbyggingu inn-
viða bæjarfélagsins svo hægt verði að
mæta þjónustukröfum allra íbúa. Þar
þarf sérstaklega að huga að leikskólum,
skólum, íþróttamannvirkjum, íbúðum
fyrir eldri borgara, hjúkrunarheimilum
og heilsugæslu en þetta þarf svo allt að
tengjast saman við frekari uppbygg-
ingu íbúabyggða með öflugum sam-
göngum.
Ég hef starfað lengi í íþróttahreyf-
ingunni og þekki þar vel til. Íþrótta-
iðkun er máttugt fyrirbæri, þar hafa
margir kynnst sínum bestu vinum
og jafnvel sínum lífsförunaut. Það er
heldur ekki deilt um það hvað íþróttir
hafa góð áhrif á heilsu fólks, jafnt unga
sem aldna. Ég vil áfram sjá Reykja-
nesbæ fremstan í flokki þeirra sem
bjóða öllum að stunda íþróttir við
sitt hæfi. Til þess að svo megi verða
í ört vaxandi bæjarfélagi þarf strax
á næsta kjörtímabili að leggja mikla
áherslu á að móta stefnu í uppbygg-
ingu íþróttamannvirkja hér í Reykja-
nesbæ. Staða okkar í dag er einfald-
lega sú að við höfum ekki mannvirki
til þess að standa undir þjónustu við
þann fjölda íbúa sem nú búa í bæjar-
félaginu. Afleiðingin er sú að það hefur
nánast ekki verið
hægt fyrir íþróttafélögin hér að bjóða
upp á íþróttir fyrir alla þó að allt kapp
hafi verið lagt á að svo megi verða og
hreyfingunni hafi hingað til nánast tek-
ist það ómögulega við það aðstöðuleysi
sem þau búa.
Með fjölgun íbúa fjölgar bæði iðk-
endum og íþróttagreinum sem vilji er
til að stunda og til þess að svara þeirri
eftirspurn verður að bæta íþróttaað-
stöðuna í bænum okkar. Íþróttafólkið
okkar býr margt við það að þurfa að
keppa á völlum sem eru á undanþágu
frá reglum sérsambanda eða eru rétt
innan þeirra marka sem sett eru. Af-
reksíþróttafólkið okkar hefur ekki að-
stöðu til að æfa eins mikið og það þarf
sökum tíma og plássleysis í íþrótta-
mannvirkjunum. Þetta veldur því líka
að ýmis félög hafi ekki haft aðstöðu
til þess að halda keppnismót sem þau
annars myndu gera og verða því fyrir
töluverðu tekjutapi vegna þess.
Það er mikilvægt að farið verði strax
í skipulagsvinnu til að ákveða stað-
setningar og magn bygginga, síðan að
forgangsraða framkvæmdum við upp-
byggingu íþróttamannvirkja í samstarfi
við íþróttahreyfinguna til þess að við
getum áfram verið í fremstu röð sem
íþrótta- og æskulýðsbær. Þetta er mér
mikið hjartans mál og hefur verið lengi.
Því óska ég eftir ykkar stuðningi í 3.–
4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
laugardaginn 26. febrúar.
TILLAGA AÐ BREYTINGU Á DEILISKIPULAGI EFRI HLUTA ÍBÚÐA-
SVÆÐIS OFAN GARÐVANGS – TEIGA- OG KLAPPARHVERFI
Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkti á fundi sínum þann 2. febrúar 2022, að auglýsa
breytingu á efri hluta íbúðasvæðis ofan Garðvangs, Teiga- og Klapparhverfi í samræmi
við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í tillögunni, dags. 14. janúar 2022, felst endurskoðun á efri hluta íbúðasvæðisins með það
markmið að mæta þörf fyrir minni og hagkvæmari íbúðir. Í breyttri deiliskipulagstillögu af
þessum hluta hverfisins er gert ráð fyrir alls 259 íbúð í 86 húsum sem er fjölgun um 118
íbúðir frá sama hluta af áður samþykktu skipulagi. Sjá svæði auðkennt ÍB9 í Aðalskipulagi
Sveitarfélagsins Garðs 2013 – 2030.
Kynningargögn um tillögunar eru aðgengileg á heimasíðu Suðurnesjabæjar og í
Ráðhúsinu Garði, Sunnubraut 4, alla virka daga á opnunartíma skrifstofunnar frá
24. febrúar til og með 8. apríl 2022. Eru þeir sem telja sig eiga
hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum
og athugasemdum skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eða senda
á netfangið jonben@sudurnesjabaer.is, eigi síðar en 8. apríl 2022.
Suðurnesjabæ 22. febrúar 2022.
Jón Ben Einarsson, skipulagsfulltrúi.
vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM // 19