Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.02.2022, Side 24

Víkurfréttir - 23.02.2022, Side 24
Mundi Þá er gríman fallin og þessi fína motta komin í ljós ... Systkinin Már Gunnarsson og Ísold Wilberg, sem skipa dúettinn Amarosis, eru fyrst á svið á fyrra undanúrslitakvöldi Söngvakeppn- innar sem haldið verður næsta laugardagskvöld. Fimm lög keppa og komast tvö í úrslitaþáttinn sem verður 12. mars. Már og Ísold flytja „Don’t you know (íslenska út- gáfan)“. „Það er brjálað að gera en þetta er ógeðslega skemmtilegt,“ segir Már Gunnarsson um þátttöku þeirra í Söngvakeppninni en Víkurfréttir náðu tali af Má og Ísold á milli æf- inga í byrjun vikunnar. „Fyrir okkur er þetta ævintýri að komast inn og það er ákveðinn sigur út af fyrir sig,“ segir Ísold og bætti við: „Að fá að geta þetta saman eru bestu verð- launin.“ „Lagið „Don’t you know“ var samið fyrir rúmlega ári og uppruna- lega planið var að gefa það út síðasta sumar, við vorum tilbúin með mix og master þegar við ákváðum að senda það inn í Söngvakeppnina. Þegar lagið var valið til þátttöku sömdum við íslenskan texta og svo kom að því að finna íslenskan titil sem reyndist vera basl þar sem okkur fannst flestar hugmyndirnar hálf lúðalegar,“ segja þau og því hafa enska og íslenska útgáfan sama nafn. Lagið varð til í ástarsorg og hug- myndin að textanum kom til Más um leið og hann stakk sér til sunds á sundæfingu í fyrra. Lagið var einnig unnið öðruvísi en öll önnur lög sem þau hafi komið að. Fyrst var byrjað á kórusnum og svo var það unnið aftur á bak. „Við erum mjög spennt að fara með þetta á svið á laugardaginn. Það er flott að við séum fyrst á svið og setjum standardinn fyrir showið,“ segir Már Gunnarsson. Lenti í lokasprettinum (vonandi!) á covid halanum ásamt svo mörgum öðrum. Milli þess sem ég reyndi að sinna fjarvinnu, lágmarks heim- ilisstörfum og Covid sýktum betri helmingi þá nýtti ég heilaþokuna í að hámhorfa þættina Dopesick. Algjört meistaraverk og leikurinn stórbrotinn. Í stuttu máli fjalla þætt- irnir um bandaríska lyfjafyrirtækið Purdue Pharma og ógeðfellda mark- aðssetningu þess á lyfinu Oxycontin. Mæli því með áhorfi! Ef ég hefði ekki verið meðvituð um að þættirnir væru byggðir á sönnum atburðum hefði upplifun áhorfsins virkað sem fjarstæðu- kenndur skáldskapur, eða eins og kaninn segir: „You can’t make this shit up!“. Minnimáttarkennd eins fjölskyldmeðlims í forríkri og veru- leikafirrtri fjölskyldu sem vildi slá hinum við skóp gríðarlegan ópíóða- faraldur í Bandaríkjunum. Afleið- ingarnar eru meðal annars þær að frá árinu 1999 hafa um ein milljón Bandaríkjamanna látið lífið af of stórum skammti eiturlyfja og um 70% þeirra vegna ofneyslu ópíóða. Til að setja þetta í samhengi þá er það svipaður fjöldi og látist hefur úr Covid-19 í Bandaríkjunum frá upp- hafi þess faraldurs. Með blekkingum tókst umræddu lyfjafyrirtæki, Purdue Pharma, að sannfæra lyfjastofnun Banda- ríkjanna (FDA), sem almennt þykir ströng, um að ópíóðalyfið Oxycontin væri ekki ávanabindandi vegna hæglosandi eiginleika þess. Það var því háð minni takmörkunum sem galopnaði lyfjamarkaðinn fyrir fyrirtækið árið 1995. Í kjölfarið komu fljótlega í ljós ávanabindandi eiginleikar lyfsins. En í stað þess að bregðast við því þá juku stjórn- endur áherslur á söluna í þeim eina tilgangi að hagnast sem mest á lyfinu áður en það yrði gripið inn í. Mann- legt eðli í sinni hráustu útgáfu. Af- leiðingarnar eru að árið 2019 mis- notuðu yfir tíu milljón Bandaríkja- menn ópíóðalyf, sem er þó lækkun frá þrettán milljónum frá árinu 2015, með tilheyrandi dauðsföllum vegna ofneyslu og afleiðingum fyrir að- standendur. Óheiðarleiki og græðgi eru sannarlega banvæn blanda. Þættirnir eru á aðra röndina kennslubókarefni í markaðssetn- ingu lyfja en á hina röndina skóla- bókardæmi hvað gerist þegar græðgi, veruleikafirring, spilling og sofandi eftirlitsstofnanir fara saman. Hvernig viðbjóðslega rík fjölskylda tortímdi lífi milljóna fjölskyldna til að eignast enn fleiri milljarða. Það tók 24 ár að stöðva Purdue Pharma sem fór loks í gjaldþrot 2019. Fær mann til að hugsa hversu mik- ilvægt það er að vera með gagnrýna og sjálfstæða hugsun. Að hafa virkar og sjálfstæðar eftirlitsstofnanir. Og síðast en ekki síst hversu mikilvægir frjálsir og óháðir fjölmiðlar eru. Hvert erum við komin þegar frétta- mönnum er ógnað af lögreglunni og þeir eru yfirheyrðir með stöðu sak- bornings?! Svo er Donald Trump búinn að hleypa af stokkunum nýrri fréttaveitu, Truth Social. Hlýtur að vera eitthvað grín. Trump og Truth í sömu setningunni. Nú er ég hætt áður en ég missi endanlega trúna á mannkyninu. BANVÆN BLANDA LO KAO RÐ INGU BIRNU RAGNARSDÓTTUR Ævintýri og ákveðinn sigur útaf fyrir sig Már og Ísold fyrst á svið í Söngvakeppninni á laugardaginn LJÓSMYND: ZOFIA DROZYNSKA

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.