Víkurfréttir - 04.05.2022, Síða 8
Sameinaður Lífeyrissjóður Suðurlands, Suðurnesja og Vesturlands Sími: 420 2100 - netfang: festa@festa.is
Ársfundur sjóðsins verður haldinn á Grand
Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, fimmtudaginn
19. maí 2022 og hefst kl. 18:00.
Ársfundur
2022
Dagskrá fundar:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins
3. Önnur mál
Í stjórn sjóðsins eru:
Sigurður Ólafsson, formaður
Anna Halldórsdóttir, varaformaður
Kristín Magnúsdóttir
Eyrún Jana Sigurðardóttir
Örvar Ólafsson
Þór Hreinsson
Framkvæmdastjóri:
Gylfi Jónasson
Ársfundurinn er opinn öllum sjóðfélögum en einnig verður hægt að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu
meðan á honum stendur. Þeir sjóðfélagar sem hyggjast nýta sér það eru beðnir um að skrá sig á festa@festa.is
í síðasta lagi kl. 12:00 á aðalfundardegi og fá þá uppgefna slóð til að tengjast. Fulltrúar með kosningarétt þurfa
þó að mæta á staðinn til að taka þátt í kosningum.
Ávöxtun séreignardeildar 2021
Hrein eign séreignardeildar nam 1.189 milljónum króna í árslok 2021, þ.a. námu eignir sparnaðarleiðar II 1.113
milljónum króna. Hrein nafnávöxtun sparnaðarleiðar I, sem hóf starfsemi á miðju ári 2018, nam 3,38% eða -1,4%
í hreina raunávöxtun. Sparnaðarleið II skilaði 14,39% í hreina nafnávöxtun eða 9,11% í hreina raunávöxtun.
Meðaltal hreinnar raunávöxtunar sparnaðarleiðar II undanfarin tíu ár er 5,52%.
2021 2020
Breytingar á hreinni eign:
Iðgjöld . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 11.890 11.473
Lífeyrir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . -5.293 -4.740
Hreinar fjárfestingatekjur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 34.695 23.606
Rekstrarkostnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . -359 -345
Breyting á hreinni eign til greiðslu lífeyris 40.934 29.994
Hrein eign frá fyrra ári 206.573 176.579
Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris 247.507 206.573
Efnahagsreikningur:
Eignahlutir í félögum og sjóðum 145.275 112.552
Skuldabréf og aðrar fjárfestingar 95.311 89.212
Fjárfestingar 240.586 201.764
Kröfur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.625 1.580
Innlán og aðrar eignir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5.404 3.330
Viðskiptaskuldir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 108 101
Annað 6.921 4.809
Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris 247.507 206.573
Ýmsar kennitölur
Hrein nafnávöxtun samtryggingardeildar . . . . . . . . . . . . . . . . 16,4% 12,9%
Hrein raunávöxtun samtryggingardeildar . . . . . . . . . . . . . . . . 11,0% 9,1%
Hrein raunávöxtun, meðaltal síðustu fimm ára . . . . . . . . . . . 7,6% 5,5%
Hrein raunávöxtun, meðaltal síðustu tíu ára . . . . . . . . . . . . . . 6,5% 5,6%
Tryggingafræðileg staða . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . -2,6% 1,5%
* fjárhæðir í milljónum króna
Barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ hófst þann
28. apríl og stendur til 8. maí. Það má með sanni
segja að BAUNin hafi slegið rækilega í gegn í fyrra
þegar bærinn fylltist af krökkum og foreldrum þeirra
sem flökkuðu á milli staða með BAUNabréf í hönd og
tóku þátt í allskonar verkefnum og söfnuðu um leið
stimplum í BAUNabréfið sitt.
BAUN frjósamur jarðvegur fyrir börnin
BAUN er barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ árið
2022. BAUN er skammstöfun fyrir barn annars vegar
og ungmenni hins vegar. BAUN hefur einnig táknræna
merkingu þar sem baunir eru fræ sem með réttri nær-
ingu og góðu atlæti springa út og breiða úr sér. Þannig
er barna- og ungmennahátíð frjósamur jarðvegur fyrir
börnin okkar og gefur þeim tækifæri til að rækta hæfi-
leika sína og blómstra, segir í kynningu á hátíðinni.
Hátíðin í ár var sett í Duus Safnahúsum með opnun á
listsýningum barna og ungmenna í Reykjanesbæ. Leik-
skólabörn settu BAUN og opnuðu svo sýningu sem leik-
skólabörn hafa unnið að í vetur og sett hefur verið upp
í aðalsal Listasafns Reykjanesbæjar.
Öllum leikskólabörnum og grunnskólabörnum upp í 7.
bekk var afhent glænýtt BAUNabréf. Tilgangur bréfsins
er að hvetja börn og fjölskyldur til að fara á kreik og taka
þátt í ýmsum skemmtilegum verkefnum og svara spurn-
ingum eða safna stimplum í bréfið sitt. Þegar ákveðinn
fjöldi verkefna hefur verið leystur er hægt að skila inn
lausnasíðu úr BAUNabréfinu og þá eiga börnin möguleika
á að vera dregin úr potti og vinna til veglegra verðlauna.
Fjölmargt spennandi er á dagskrá
Fjölmargt spennandi er á dagskrá BAUNar í ár. Má þar
nefna Listahátíð barna í Duus Safnahúsum þar sem gefur
að líta listsköpun barna frá leikskóla og upp í framhalds-
skóla. Hæfileikahátíð grunnskólanna fór fram í Stapa
þar sem úrvalsatriði frá árshátíðum grunnskólanna eru
sýnd og í ár var þeim líka streymt samtímis í alla skóla
bæjarins. Sérstakt Skessuskokk fór fram og nokkrar
spennandi listasmiðjur og lengi mætti telja.
Frekari upplýsingar um tilboð og sérstaka viðburði
verða birtar á vefsíðunni Visit Reykjanesbær undir Við-
burðir en þar má einnig sjá alla dagskránna sem lýkur
síðdegis sunnudaginn 8. maí nk.
Líf og fjör á BAUN
8 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM