Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.05.2022, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 04.05.2022, Blaðsíða 22
Ljónynjurnar fóru alla leið SMELLTU Á MYNDSKEIÐIÐ TIL AÐ HORFA OG HLUSTA MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA G R Æ N A H J Ö R Ð I N L É T S I T T E K K I E F T I R L I G G J A Það er óhætt að segja að Njarðvík sé ríkt af stuðn- ingsfólki. Græna hjörðin styður dyggilega við bakið á sínu liði og stemmningin í Ólafssal var engu lík en met var slegið í fjölda áhorfenda á úrslita- viðureign Hauka og Njarðvíkur – alls 1.378 áhorfendur sáu leikinn og sannarlega létu áhangendur Njarðvíkur heyra vel í sér þótt þeir væru aðeins um fjórðungur salar. Engin spurning að það hafði sitt að segja og hjálpaði liðinu til sigurs. Vilborg Jónsdóttir, fyrirliði Njarðvíkinga, naut þess að spila úrslitaleikinn en þetta var hennar síðasti leikur með Njarðvík í bili þar sem hún heldur vestur um haf og hefur háskólanám í Bandaríkjunum í haust. Mamma fyrirliðans gat ekki haldið aftur af tárunum þegar leiknum lauk. Aliyah Collier var valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar og er vel að þeim titli komin en Collier var Njarðvíkingum gríðarlega mikilvæg og óx henni ásmegin eftir því sem leið á tímabilið. Helena Rafnsdóttir átti sterka innkomu í úrslitaleikinn, gerði mikilvæg stig og stal boltanum þrisvar sinnum. Helena heldur í nám til Bandaríkjanna í haust og eftir leik sagði Helena Víkurfréttum að hún ætlaði að bæta sig sem leikmann og snúa aftur til Njarðvíkur. Kamilla Sól Viktorsdóttir fagnar góðri körfu. Lára Ösp Ásgeirsdóttir bætti leik sinn verulega eftir því sem leið á tímabilið. Hún var með tvo stolna bolta gegn Haukum. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkurliðsins, var ákaflega stoltur af frammistöðu stelpnanna sem voru nýliðar í deildinni. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, afhenti Njarðvíkingum ávísun fyrir afrekið og Kristín Örlygsdóttir, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, gaf leikmönnum blóm sem þakklætisvott fyrir frábært tímabil. 22 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.