Víkurfréttir - 04.05.2022, Side 12
„Mér hefur brugðið fyrir á
skjánum hér og þar undanfarið
og það skrifast að ég held mest
á guð og lukkuna, ljúfa strauma
kosmósins, að ég hafi rambað
á það að vera réttur maður á
réttum stað. Svona er þetta oft,
starf leikarans, maður rembist
eins og rjúpa við staur án ár-
angurs og svo þegar maður á
síst von á því flæðir allt af stað,“
segir Keflvíkingurinn Davíð
Guðbrandsson, leikari, en hann
hefur verið nokkuð reglulega á
sjónvarpsskjánum í vetur. Hann
var t.d. meðal leikara í seríunni
Ófærð og Verbúðinni en báðar
nutu þær mikilla vinsælda.
Ritstjórinn
Hvernig var að vinna að þessum
verkefnum. Þú tókst þig vel út sem
ritstjóri dagblaðs í Verbúðinni.
„Ég var svo heppinn að landa hlut-
verki Jónasar Kristjánssonar heitins,
fyrrverandi frétta- og ritstjóra og
eins áhrifamesta manns í sögu ís-
lenskrar blaðamennsku.
Í bókinni Frjáls og óháður fer
Jónas yfir feril sinn og segir úgefandi
hans í kynningu bókarinnar: „Jónas
Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, er
þekktur fyrir að láta skoðanir sínar
í ljós og hrista upp í fólki. Hefur þrí-
vegis verið rekinn úr starfi fyrir að
segja sannleikann.“
Þótt hlutverk mitt væri lítið vildi
ég gera því skil af virðingu og heil-
indum, án þess að skopskæla hans
persónu eða fara í nokkursskonar
eftirhermuleik. Ég undirbjó mig
vel, las mikið og hlustaði og horfði
á viðtöl við hann. Hann var með
sérstakan talanda og ég leyfði mér
að láta örla á honum í túlkun minni
en þó ekki um of. Ég safnaði saman
þeim myndum sem ég fann af honum
frá þessum árum og það var svo einn
okkar allra fremsti gervahönnuður,
Suðurnesjakonan Kristín Júlla Krist-
jáns, sem rak smiðshöggið á útlit
minnar persónu og á hún mikið lof
skilið fyrir það afrek sem hún vann í
þessi seríu sem gerist á afar litríkum
tímum í okkar menningarsögu. Ver-
búðin virðist hafa snert sameiginlega
þjóðartaug okkar Íslendinga og ég
enn eftir að hitta þá manneskju sem
ekki ber þáttaröðinni vel söguna.“
Sorgleg en sæt
Hvað geturðu sagt okkur um nýj-
asta verkefnið, BERDREYMI?
„Berdreymi er önnur kvikmynd
leikstjórans Guðmundar Arnars
Guðmundssonar, leikstjóra Hjarta-
steins, og er hann einnig handrits-
höfundur. Eftir að hafa fengið símtal
þar sem hann bauð mér hlutverk
föður Adda, einnar aðalpersónu
myndarinnar, fékk ég handritið sent
til aflestrar. Ég settist niður, hóf
lestur og gat ekki lagt það frá mér.
Ég get án efa sagt að kvikmynda-
handritið er það allra besta sem ég
hef lesið hingað til.
Sagan gerist á óræðum tíma rétt
fyrir aldamót og fjallar um ungan
vinahóp sem reynir að gera sitt besta
í þeim aðstæðum sem þeir fæðast
inn í, aðstæður sem við könnumst öll
við úr okkar nærumhverfi, og oft á
tíðum er það fullorðna fólkið sem er
óhæft til þess að koma ungu krökk-
unum til aðstoðar og rétta þeim
hjálparhönd, heldur gerir illt verra.
Guðmundur Arnar er einstakur
leikstjóri, hann er hæglátur og vand-
virkur, umhyggjusamur, kurteis, að-
laðandi í háttum og framkomu og
metnaður hans bráðsmitandi. Öll
undirbúningsvinna og framkvæmd
tökuferlisins var til fyrirmyndar, frá-
bært listafólk sem að henni kemur
útkoman og umfjöllun eftir því. Það
er sannur heiður að fá að tilheyra
þannig hópi. Sagan er erfið en sönn,
grimm en falleg, sorgleg en sæt, ljót
en ljúf. Þetta er sannarlega kvik-
mynd sem lætur engan ósnotinn.“
Ævintýri í heimsfaraldri
Hvernig hefur líf leikarans Davíðs
Guðbrandssonar verið í heims-
faraldri?
Guð og lukkan með Davíð
Keflvíski
leikarinn Davíð
Guðbrandsson hefur
leikið í vinsælum
sjónvarpsseríum
að undanförnu á
milli þess sem hann
notar röddina í
sögum á Storytel
Það segir sig sjálft
að hringla með
tökuplan fram og
til baka vegna óviðráðanlegra
aðstæðna er meira en að
segja það, að flytja heilt
stóð af mótorhjólum milli
landshluta, að fljúga leikurum
og starfsfólki hingað og
þangað ...
Nokkrum augnablikum
áður Davíð skutlaði
sér í sjóinn við höfnina
i Hafnarfirði í Ófærð.
,,Ekki glefsa, bíta!”
Davíð í hlutverki
Jónasar Kr. í Verbúð.
12 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM