Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.05.2022, Page 19

Víkurfréttir - 04.05.2022, Page 19
Erfitt val ... og þó Svanur G. Þorkelsson, leiðsögumaður, skipar þriðja sæti á lista Pírata í Reykjanesbæ. Bæjarstjórnarkosningarnar nálgast í Reykjanesbæ sem annars staðar á landinu og þeir sem ekki eru búnir að lofa sínu atkvæði eða ætla að kjósa flokkinn sinn sem þeir hafa kosið síðan þeir fengu kosningarétt, eiga erfitt verk fyrir höndum. Þegar farið er yfir þær stefnuskrár sem birtar hafa verið og málflutningur þeirra sem ekki hafa birt neina stefnuskrá, er athugaður, kemur í ljós að málefnin eru afar áþekk ef ekki eins hjá öllum sem í framboði eru. Auðvitað er auðvelt að telja þá frá sem fyrirgert hafa sínu tilkalli til að vera í framboði með því einu að kenna sig við ákveðna flokka og fara þar fremstir stjórnarflokkarnir sem eru nýbúnir að ræna þjóðina, og þá einnig íbúa Reykjanesbæjar, miklum fjár- munum með því að selja ættmennum sínum eina af bestu mjólkurkú lands- manna. En þeir sem hvergi komu þar ná- lægt geta staðið uppréttir og talað keikir um fleiri atvinnutækifæri, betri læknisþjónustu, örlátari framlög til íþrótta og grænt líf, eins og þeir gerðu fyrir fjórum árum, án þess að þurfa skammast sín fyrir það eitt að bjóða fram í nafni stjórnarflokks. Af þeim hafa Píratar samt nokkra sérstöðu. Þeir eru eina framboðið sem talar fyrir algjöru gagnsæi stjórnsýsl- unnar og hafa frá upphafi verið fylgj- andi rafrænni kosningu íbúa bæjarins um öll stærri mál. Önnur framboð hafa reyndar nú apað íbúakosninguna eftir Pírötum og er það vel, gott er gott, hvaðan sem það kemur. Þegar að stærsti hluti tíma fólks fer í að hafa í sig á er ekki von að fólk geti sett sig inn í öll mál sem stjórnsýsla bæjarfélagsins verður að eiga við á hverjum tíma. En er ekki betra að hafa í bæjarstjórn einhvern málsvara þess að þau mál sem verulega skipta alla máli, verði borin undir bæjarbúa? Og er ekki betra að hafa einhvern eða jafnvel einhverja í bæjarstjórn sem telja það óskoraðan rétt allra bæjarbúa að geta fengið að vita hvað er í bígerð og hvað er í raun og veru verið að und- irbúa, hvað hlutirnir kosta og hvaðan peningarnir koma, ef og þegar þeir hafa áhuga á að kynna sér málin. Ef þú ert sammála því, þá skora ég á þig að setja X við P þann 14. maí næst- komandi. Skipulag og lóðaframboð Björn Sæbjörnsson, oddviti Sjálfstæðismanna og óháðra í Sveitarfélaginu Vogum. Ég tel mjög mikilvægt að í okkar sveit- arfélagi sé ávallt nægt framboð lóða til úthlutunar og hefur D-listinn alltaf talað fyrir því og lagt á það áherslu. Hugsa þarf vel fram í tímann og haga deiliskipulagi þannig að nóg fram- boð sé og sveitarfélagið geti úthlutað lóðum eins og þörf krefur. Það er ekk- ert launungarmál til að hagur okkar fari að batna verðum við að hafa þetta grundvallaratriði í lagi. Þau svæði sem við horfum til núna er lágreist einbýlis og raðhúsabyggð ofan við dalahverfi (ÍB-5) og hafnarsvæðisins (Íb-6) þar sem við sjáum fyrir okkur blandaða byggð þjónustu og íbúða í fjölbýli. Við viljum sjá endurvinnslustöð Kölku við Jónsvör flutta á iðnaðarsvæðið, gamla vigtarskúrinn víkja og skipuleggja svæðið sem eina heild. Sveitarfélagið eignaðist Kirkjuholtið á síðasta ári og búið er að deiliskipuleggja svæðið fyrir íbúðabyggð og útivistarsvæði að hluta. Þessu var lokið í september og fæ ég ekki skilið af hverju er ekki búið að út- hluta þessum lóðum nú þegar næg er eftirspurnin. Mjög mikilvægt er líka að ná sam- komulagi við meðeigendur okkar á óskiptu heiðarlandi Voga svo hægt sé að úthluta atvinnulóðum og sveitalagið geti skipulagt sína framtíðaruppbygg- ingu til lengri tíma. Við horfum líka til strandarinnar og Hvassahrauns og viljum gera fólki kleift að búa á þessum svæðum og eiga lögheimili í sveitarfélaginu. Við höfum barist fyrir því á liðnu kjörtímabili að taka fyrstu skrefin í þessa átt í vinnu við endurskoðun að- alskipulags. Þar höfum við viljað fá frí- stundabyggðinni í Breiðagerði breytt í íbúðabyggð dreifbýli. Við höfum ekki haft erindi sem erfiði þrátt fyrir að allir þeir sem skiluðu inn athugasemdum og búa á svæðinu hafi viljað sjá þessa breytingu. Einnig voru lögfræðileg álit fengin sem sögðu að ekkert væri þessu til fyrirstöðu. Með því að hafna þessu koma þeir íbúar sem þarna búa áfram til með að borga sína skatta til annara sveitarfélaga þar sem þeir neyðast til að hafa lögheimili og engir nýir bæt- ast í hópinn. Fordæmin eru til staðar í Brunnastaðahverfi. Þegar horft er lengra til framtíðar teljum við að Flekkuvíkin sem nú er skilgreind sem iðnaðarsvæði ætti að fara undir íbúðabyggð og líklega er það svæði eitt af þeim bestu nágrenni höfuðborgarsvæðisins þegar fram líða stundir. Fjölskyldan fyrst! – Vinnum markvisst að því að gera Reykja- nesbæ að fjölskylduvænu sveitarfélagi Birgitta Rún Birgisdóttir, skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Í síðustu grein minni kynnti ég til sög- unnar stefnuáherslu sem hefur það að markmiði að flétta fjölskyldusjónarmið inn í allar meiriháttar ákvarðanir bæj- arstjórnar. Takmarkið er að ráðstafanir og allar meiriháttar ákvarðanir bæjar- stjórnar taki mið af fjölskyldum (í fjöl- breyttum skilningi þess orðs). Í þessum stutta pistli langar mig að nefna til sög- unnar nokkur verkefni sem nauðsyn- legt er að skoða með hagsmuni fjöl- skyldna í huga. Það er ljóst að atvinnulífið og skóla- starf í víðum skilningi þarf að tengja vel saman. Skólarnir okkar og leik- skólar sinna mikilvægustu verk- efnum samfélagsins: að undirbúa börnin okkar fyrir bjarta framtíð. En á sama tíma og skólarnir sinna þessu mikilsverða verkefni þá gera þeir líka foreldrum kleift að leggja stund á vinnu (og eða nám) sér og samfélag- inu til hagsbóta. Þetta þarf að tengja enn betur saman. Þarna þarf að taka ákvarðanir sem hafa jákvæð áhrif á fjölskyldur. Það er algjör forsenda fyrir fjölskylduvænu samfélagi að boðið sé upp á leikskólapláss fyrir börn frá átján mánaða aldri. Það eykur þroska þeirra og á sama tíma gefur það foreldrum tækifæri á að sækja fyrr út á vinnu- markaðinn. Félagsmiðstöðvar gegna mikilvægu hlutverki í að efla félagsþroska barna og ungmenna. Þær þjóna ekki tilgangi sínum nema þær séu aðgengilegar fyrir börn hvar sem þau búa í sveitarfélag- inu. Við leggjum því áherslu á að fé- lagsmiðstöðvar verði opnaðar í sem flestum hverfum sveitarfélagsins, t.d. í samvinnu við grunnskólana. Skipuleggja þarf frístundaakstur og strætisvagnaferðir með þarfir skóla-, íþrótta- og tómstundastarfs í huga. Hér skiptir lykilmáli að rýna í það hvernig verkefnið hefur gengið og ræða við for- eldra, starfsfólk á þessu sviði en ekki síst börnin sjálf. Hvernig hefur til tekist og hvernig er hægt að gera enn betur? Síðast en ekki síst þrífast fjölskyldur ekki nema þær hafi bolmagn til að framfleyta sér. Kröftugt og fjölbreytt atvinnulíf gegnir þar lykilhlutverki. Líka skattaumhverfi sem tekur tillit til hagsmuna fjölskyldna. Í báðum til- fellum leikur sveitarfélagið mikilvægt hlutverk. Allt þetta þarf að skoða út frá sjónarhorni fjölskyldna. Fjölskyldan fyrst! Íþróttamál til framtíðar! Gísli Jónatan Pálsson, skipar 5. sæti á framboðslista Framsóknar í Suðurnesjabæ. Elvar Þór Þorleifsson, skipar 6. sæti á framboðslista Framsóknar í Suðurnesjabæ. Hvernig eigum við að haga stefnu- mótun okkar og framtíðarsýn? Verðum við ekki fyrst og fremst að skapa festu og fagleg vinnubrögð við áætlanagerð sveitarfélagsins. Þannig náum við fram betri nýting á fjármunum og sem skyn- samlegustu uppbyggingu á innviðum og þjónustu. Við í Suðurnesjabæ verðum að ná saman um félags- og umhverfisleg tengsl á milli byggðakjarnanna, hvernig þau eigi að þróast. Við verðum ekki síst að ná saman um fjárhagslegar áherslur í því sambandi. Hvar sjáum við uppbyggingu íþróttamannvirkja fyrir okkur? Við stöndum á tímamótum hvað varðar mótun á okkar ört stækkandi bæjar- félagi. Við í Framsókn viljum að teknar verið ákvarðanir vegna þessa með hag allra bæjarbúa til hliðsjónar. Við teljum að hugsun um fjölnota íþróttahús í Suðurnesjabæ vera afskap- lega rómantíska en jafnframt verðum við sjá fyrir okkur hvort við eigum raunverulegt bolmagn til að reisa og reka slíkt hús. Það er klárt mál að börnin okkar í sameiginlegu liði Reynis/Víðis eru að dragast aftur úr. Við missum unga iðk- endur yfir í önnur bæjarfélög. Gervigrasvöllur í Garði eða Sand- gerði er nú í valkostagreiningu. Það mun fara fram samanburður á þeim kostum, m.a. er varðar útfærslu, áætl- aðan stofnkostnað og annað sem þarf að liggja fyrir við samanburð allra kosta, s.s. greining á rekstrarkostnaði. Við í Framsókn viljum taka samtalið við íbúa og atvinnulíf um samstarf við uppbyggingu eftirsóknarverðar að- stöðu og komast að niðurstöðu með samvinnu. Fjöldi fólks hefur flutt sig frá höfuðborgarsvæðinu í rólegra og fjölskylduvænna sveitarfélag, Suður- nesjabæ og fögnum við nýjum íbúum. Við viljum tryggja þátttöku allra til samtals. Núna er tækifærið til þess! Atkvæðagreiðsla utan kjör- fundar vegna sveitarstjórnar- kosninga 14. maí 2022 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga er hafin. Frá og með fimmtudeginum 28. apríl verður unnt að greiða atkvæði utan kjörfundar á eftirfarandi stöðum og tímum: Reykjanesbær, á skrifstofu sýslumanns að Vatnsnesvegi 33, virka daga frá klukkan 08:30 til 19:00. laugardagana 30. apríl og 7. maí frá klukkan 10:00 til 14:00, laugardaginn 14. maí frá klukkan 10:00 til 17:00 (einungis fyrir kjósendur utan um- dæmis). Grindavíkurbær, á skrifstofu sveitarfélags- ins að Víkurbraut 62 (verslunarmiðstöð), virka daga frá klukkan 9:30 til 15:00. Sveitarfélagið Vogar, á skrifstofu sveitar- félagsins að Iðndal 2, mánudaga til fimmtudaga frá klukkan 8:30 til 15:30, föstudaga frá klukkan 8:30 til 12:30. Suðurnesjabær, á skrifstofu sveitarfélags- ins að Sunnubraut 4, Garði mánudaga til fimmtudaga klukkan 9:30 til 15:00 föstudaga klukkan 9:30 til 12:30. Kjósendur skulu hafa meðferðis gild persónuskilríki (ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini). Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna íbúakosningar í Sveitarfélaginu Hornafirði, sem fram fer samhliða kosningum til sveitastjórna, fer einnig fram á fyrrgreindum stöðum og tímasetningum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 26. apríl 2022 Ásdís Ármannsdóttir víkurFrÉttir á SuðurNESJuM // 19

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.