Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.05.2022, Side 24

Víkurfréttir - 04.05.2022, Side 24
Mundi Njarðvíkingar munu verja Íslandsmeistaratitilinn með varðskipum ... „Það er álitlegur kostur að útvega Landhelgisgæslunni aðstöðu fyrir varðskip á Suðurnesjum. For- sendan fyrir því eru þær úrbætur sem ráðast þarf í á hafnaraðstöð- unni og ég er bjartsýnn á að þær framkvæmdir gangi eftir í góðu samstarfi allra aðila,“ segir Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Landhelgisgæslan hefur í vetur skoðað hugmyndir um hafnarað- stöðu fyrir varðskip Landhelgis- gæslunnar utan Reykjavíkur. Í janúar á þessu ári fékk Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, Vilhjálm Árnason, þingmann til þess kanna möguleika á slíku á Suðurnesjum. Vilhjálmur leiddi viðræður Landhelgisgæslunnar og stjórnar Reykjaneshafnar um þann möguleika að nýta Njarð- víkurhöfn fyrir varðskip Land- helgisgæslunnar. Dómsmálaráð- herra hefur tekið þá ákvörðun að Landhelgisgæslan fari þessa leið að því tilskyldu að samningar náist við sveitarfélagið um nauðsynlegar úrbætur og aðgerðir sem ráðast þarf í á hafnarsvæðinu. Undanfarin ár hefur þrengt að varðskipum Landhelgisgæslunnar í Reykjavík vegna aukinnar um- ferðar skemmtiferðaskipa. Land- helgisgæslan hefur því lengi horft til þess að komast í varanlega aðstöðu með skipakost sinn þar sem hægt er að tryggja öryggi og starfsaðstöðu bæði fyrir áhafnir og þann búnað sem þarf til reksturs varðskipanna. Varðskipin fá heima- höfn í Njarðvík Bylgja ráðin skólastjóri í Sandgerði Opið hús hjá slökkviliðinu Varðskipið Þór kemur til hafar í Keflavík. VF-mynd: Hilmar Bragi Bylgja Baldurs- dóttir, settur skólastjóri og aðstoðarskóla- stjóri Sand- gerðisskóla, hefur verið ráðin skóla- stjóri Sandgerð- isskóla. Alls bárust sex umsóknir um starfið sem var auglýst nýverið. Umsækjendur um stöðu skóla- stjóra Sandgerðisskóla: Anna Björg Ingadóttir, skólastjóri. Bylgja Baldursdóttir, skólastjóri. Gerður Ólína Steinþórsdóttir, kennari. Hannesína Scheving Skarphéðinsdóttir, kennari. Vera Steinsen, tónlistarkennari og Þórdís Sævarsdóttir, fyrrv. skólastjóri. Ný slökkvistöð Brunavarna Suðurnesja við Flugvelli í Reykjanesbæ verður sýnd almenn- ingi um komandi helgi. Opið hús verður hjá Brunavörnum Suðurnesja laugardaginn 7. maí og sunnudaginn 8. maí kl. 13:00 til 16:00 báða dagana. Þar býðst Suðurnesjafólki að koma og skoða húsakostinn og tækjabúnað slökkviliðsins. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartil- lögu þar sem Alþingi ályktar að heilbrigðisráðherra feli Sjúkra- tryggingum Íslands að bjóða út rekstur heilsugæslu á Suður- nesjum. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Guðrún Hafsteins- dóttir. Með því að bjóða út rekstur ann- arrar heilsugæslustöðvarinnar er tryggt að heimilislæknum standi einnig til boða að reka eigin þjón- ustu eins og aðrir sérfræðilæknar hafa kost á. Leiða má líkur að því að auknir valmöguleikar hvað varðar rekstrarform hafi í för með sér að auðveldara verði að fá heim- ilislækna til starfa á Suðurnesjum. Sem kunngut er hefur reynst erfitt að fá sérfræðinga, hvort sem er á sviði læknisfræðinnar eða annarra sérfræðigreina, til starfa á lands- byggðinni og því mikilvægt að gera starfsumhverfi þeirra eins fjölbreytt og aðlaðandi og unnt er. „Nú eru tæplega 30.000 íbúar á þjónustusvæði HSS og um er að ræða fjórða stærsta sveitarfélag landsins. Almennt er miðað við að að baki hverri heilsugæslustöð séu um 12.000 íbúar. Þannig ættu í raun að vera þrjár heilsugæslustöðvar á Suðurnesjum. Nú er þar ein bráða- móttaka og ein heilsugæslustöð á Suðurnesjunum öllum. Það er skortur á heilbrigðisstarfsfólki og gríðarlegt álag. Það er óviðunandi staða og það er mat okkar flutn- ingsmanna að mikilvægt sé að Heil- brigðisstofnun Suðurnesja fái aukið rými til að sinna sinni lögbundnu þjónustu Kostir einkarekinna heilsu- gæslustöðva eru ótvíræðir og því full ástæða til þess að bjóða ekki einungis upp á þann kost á höfuð- borgarsvæðinu heldur einnig tryggja landsbyggðinni möguleika á að nýta sér þjónustu þeirra,” segir Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Í greinargerð með þingsályktunar- tillögunni kemur fram að reynslan af einkareknum heilsugæslustöðvum hafi verið góð og njóta þær almennt meira trausts en aðrar, sbr. þjónustu- könnun Maskínu fyrir allar heilsu- gæslustöðvar höfuðborgarsvæð- isins frá árinu 2019. Heilsugæslu- stöðvarnar eru nítján talsins. Þar kom fram að allar fjórar einkareknu heilsugæslustöðvarnar á höfuð- borgarsvæðinu voru mjög ofarlega á lista yfir þær heilsugæslustöðvar sem nutu mests trausts, eða í efstu sjö sætunum. Í sömu könnun var spurt um ánægju sjúklinga með þá þjónustu sem heilsugæslustöðvarnar buðu upp á og var niðurstaðan af- gerandi. Einkareknu heilsugæslu- stöðvarnar röðuðu sér í fjögur efstu sætin. Vilja útboð um rekstur heilsugæslu á Suðurnesjum Kosningablað Víkurfrétta kemur út í næstu viku. Blaðið verður aðgengi- legt á vef Víkurfrétta í rafrænu formi á þriðjudagskvöld og í prentaðri útgáfu á miðvikudag. Opið er fyrir móttöku aðsendra greina til hádegis á mánudag. Athugið að aðeins er tekið á móti einni grein til birtingar á prenti frá hverju framboði. Allar greinar sem berast umfram verða eingöngu birtar á vef Víkurfrétta, vf.is. Aðsendar greinar á að senda á póstfangið vf@vf.is. Auglýsingar í kosningablaðið berist á póstfangið andrea@vf.is. Framboð eru beðin um að bóka auglýsingapláss tímanlega fyrir næsta blað. Áríðandi vegna næsta blaðs Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ Við boðum breytingar fyrir þig Vertu velkomin(n) í vöfflukaffi eldri íbúa að Hafnargötu 64, laugardaginn 7. maí kl. 12:00 - 14:00

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.