Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.06.2022, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 09.06.2022, Blaðsíða 8
„Mér varð fljótt ljóst að það væri rekstrargrundvöllur fyrir gleraugnaverslun á Suðurnesjum þegar ég kom í nokkur ár fyrir fjörutíu árum síðan með Úlfari Þórðarsyni, augnlækni, vikulega á heilsu- gæsluna í Keflavík með fullar töskur af gleraugum. Þau seldi ég fólki sem hafði fengið gleraugna- „recept,“ segir Kjartan Kristjánsson, eigandi Gleraugnaverslunar Keflavíkur (GVK), nú Optical Studio en fyrirtækið fagnar 40 ára afmæli. Kjartan stofnaði síðan Gleraugna- verslun Keflavíkur með félaga sínum Pétri Christiansen 29. maí 1982 í litlu húsnæði við Hafnargötu. „Viðtökur voru strax góðar og ekki var það verra að íbúar á varnar- svæðinu nýttu sér okkar þjónustu. Það leiddi til þess að aðeins sex mánuðum eftir opnun GVK var samið við Varnarliðið um rekstur gleraugnaverslunar á varnar- svæðinu, nánar tiltekið við verslun Varnarliðsins, Navy ExChange. Að sjálfsögðu voru öll viðskipti með gleraugu til varnarliðsins tollfrjáls (duty free). Versluninni á varnar- svæðinu var gefið nafnið Optical Studio. Það var þá sem ég fór að leiða hugann að því að komast inn í flugstöðina með gleraugnaverslun, ekki bara sólgleraugu, heldur að setja upp alvöru gleraugnaverslun og geta boðið Íslendingum tollfrí gleraugu líkt og Varnarliðinu á Keflvíkurflug- velli. Það liðu þó ein sautján ár áður en sá draumur varð að veruleika.“ Gleraugu í gömlu löggustöðinni Gleraugnaverslun Keflavíkur flutti á Hafnargötu 17, í gömlu lögreglu- stöðina, eftir þrjú ár frá opnun. „Árið 1992 byggðum við húsið við Hafnargötu 45 í samvinnu við Húsa- gerðina. Þar er starfsemin í dag með augnlæknastofu á 2. hæð. Þetta er stakstætt hús teiknað af Valdimar Harðarsyni, arkitekt, með góðu að- gengi og ágætum bílastæðum. Sama ár var farið í útrás inn á Reykja- víkursvæðið, Gleraugnaverslunin í Mjódd var stofnuð og nokkru síðar reksturinn á gleraugnaverslun á Sel- fossi tekinn yfir. Optical Studio hóf rekstur í Leifsstöð í janúar 1998 og í Smáralind um haustið 2001.“ Lánsamur með starfsfólk Leiðir Kjartans og Péturs skilja 2004 og hann varð einn eigandi að fjórum verslunum Optical Studio. „Ég hef verið lánsamur með starfs- fólk í þessi 40 ár en nú eru vatnaskil í mínum rekstri og við keflinu tekur yngra og vel menntað fólk. Dóttir mín, Hulda Guðný, er framkvæmda- stjóri fyrirtækisins. Burkni Birgisson, sjóntækja- fræðingur, er í forsvari fyrir Optical Studio í Keflavík. Hann er einnig með annann fótinn í versluninni í Leifsstöð. Burkni hefur starfað hjá mér í 24 ár og er af góðu kunnur af viðskiptavinum okkar fyrir fágaða vinnu við sjónmælingar og smíði á gleraugum Suðurnesjamanna. Í versluninni í Leifsstöð var Burkni mér við hlið er Optical Studio hóf rekstur og framleiðslu á gleraugum á fríhafnarsvæðinu í Leifsstöð. Ein sinnar tegundar Verslunin í Leifsstöð er ein sinnar tegundar í alþjóðlegri flugstöð, þar eru öll algengestu styrkleika gler- augu framleidd á aðeins fimmtán mínútum. „Ég er ekki hættur störfum, í raun hefur vinnan hjá mér aukist nú þegar Covid er að baki. Ný verslun Optical Studio í miðbænum í Reykjavík rétt við nýtt heimili mitt er sá vinnu- staður sem ég sinni mest í dag. Með haustinu opnar Optical Studio verslun í Kringlunni. Svo það er nóg af verkefnum framundan.“ En hvað segir Kjartan um breyt- ingar í faginu á fjörutíu árum? „Mesta breytingin átti sér stað 2003 þegar sjónmælingar gerðar af sjóntækjafræðingum voru leyfðar í gleraugnaverslunum, fram að þeim tíma voru aðeins augnlæknar sem skrifuðu út recept fyrir gleraugum,“ segir Kjartan sem alla tíð hefur verið þekktur fyrir að vera með þekkt merki í gleraugum. „Viðskiptasambönd og umboð Optical Studio í dag eru við öll þekk- ustu gleraugnamerkin á markað- inum, Gucci, Prada, Dior, Cartier og Ray Ban svo nokkur séu nefnd. Um- gjarðir sem eru aðeins 2.8 grömm frá Lindberg sem Optical Studio kynnti markaðinum fyrir 30 árum síðan eru og hafa verið skrautfjöður fyrir- tækisins. Í tilefni 40 ára afmælisins ætlum við að veita 40% afslátt af öllum vörum verslunarinnar mið- vikudag og fimmtudag 8. og 9. júní,“ sagði Kjartan. Kom með fullar töskur af gleraugum fyrir Suðurnesjamenn Gleraugnaverslun Keflavíkur 40 ára. Gleraugu líka fyrir varnarliðsmenn og ferðalanga í flugstöð. Mesta breytingin átti sér stað 2003 þegar sjónmælingar gerðar af sjóntækjafræðingum voru leyfðar í gleraugnaverslunum, fram að þeim tíma voru aðeins augnlæknar sem skrifuðu út recept fyrir gleraugum ... Kjartan Kristjánsson, eigandi Optical Studio. Burkni Birgisson, sjóntækjafræðingur er í forsvari fyrir Optical Studio í Keflavík. Brot úr viðtali í Víkurfréttum sem tvítugur ritstjóri VF tók við Kjartan og Pétur ári eftir opnun Gleraugnaverslunar Keflavíkur árið 1983. 8 // VíKurFrÉttir á SuÐurnESjum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.