Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.06.2022, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 09.06.2022, Blaðsíða 9
Bæjaryfirvöld í Grindavík funda í vikunni með jarðvísindamönnum, verkfræðingum, ríkislögreglustjóra og almannavörnum um varnir við Grindavík og Svartsengi ef kæmi til eldgoss í ljósi jarðskjálfta- virkni og landriss við Þor björn. Land hefur risið við Þorbjörn og í Svartsengi um 60 millimetra frá því í apríl. Hægt hefur á landrisi og aflögun síðustu daga. Hægt hef ur á landrisi og af lög un við Þor björn og Svartsengi und- an farna daga, en stöðugt landris hafði mælst þar síðustu vik ur og Þor björn lyfst um allt að 60 milli- metra síðan í apríl. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir nauðsynlegt að vera viðbúinn. Í samtali við RÚV sagði hann að bæjaryfirvöld hafi verið að skoða þessi varnar- mannvirki. „Það þarf að vera til tækjalisti, tengiliðalisti þeirra aðila sem geta komið með tól og tæki, öflugustu vélar á svæðið og það þarf að vera til hönnun á þessum mann- virkjum. Þannig það er eitt af því sem við verðum að skoða,“ sagði Fannar við RÚV sl. föstudag. Til skoðunar er hönnun leiði- garða fyrir ofan byggðina í Grindavík og í Svartsengi. Þeim er ætlað að beina hrauninu, komi til eldgoss, á ákveðna braut í stað þess að stöðva hraunrennslið. Leiðigarður var m.a. reistur upp af Nátthagakrika síðasta sumar þegar gaus í Fagradalsfjalli. Hann varnaði því að hraun myndi renna í Nátthagakrika og beindi rennslinu niður í Nátthaga. Eins og greint var frá í Víkurf- réttum í síðustu viku er nú til skoðunar að koma upp varavatns- bóli til að auka öryggi á svæðinu, hvort sem eldgos eða mengunar- slys myndi ógna núverandi vatns- bóli í Lágum. Í fréttum RÚV á föstudaginn talaði Jón Gunnarsson dómsmála- ráðherra um að mikla uppbygg- ingu þyrfti á Reykjanesskaganum vegna mögulegra eldsumbrota til að tryggja innviði eins og vatnsból. Til þess gæti regluverk þurft að víkja. Ný bæjarstjórn Grindavíkur hélt sinn fyrsta fund 7. júní þar sem málefnasafningur nýs meirihluta Sjálfstæðisflokk, Framsóknar og Raddar unga fólksins var kynntur. „Kjörnir fulltrúar Framsóknar (B), Sjálfstæðisflokks (D) og Raddar unga fólksins (U) munu vinna sem ein heild og starfa saman í vinnu sinni fyrir Grindavíkurbæ,“ segir í bókun nýs meirihluta. Greint var frá skipan í nefndir, stjórnir og ráð. For- seti bæjarstjórnar verður frá B-lista fyrir utan þriðja árið verður fulltrúi U-lista. Formaður bæjarráðs verður frá D-lista. „Grindavíkurbær er í örum vexti með uppbyggingu í Hlíðarhverfinu sem verður nýjasta hverfi okkar Grindavíkinga. Rekstur bæjar- félagsins hefur gengið vel og eigin- fjárstaða góð, samkvæmt áætlun munu þau metnaðarfullu verkefni sem eru í vinnslu nota þá fjármuni sem bæjarfélagið á. Það er fyrirséð að þó nokkur fólksfjölgun muni verða samhliða uppbyggingu Hlíðar- hverfis og því nauðsynlegt að styðja við uppbyggingu innviða og þjón- ustustigs í Grindavík í samræmi við íbúafjölda. Þó þarf einnig að tryggja trausta fjármálastjórn og reyna að halda kostnaði á íbúa í lágmarki. Nýr meirihluti Framsóknar, Sjálfstæðis- flokksins og Raddar unga fólksins mun leiða metnaðarfull verkefni á næstu árum í góðu samstarfi við minnihluta og íbúa Grindavíkur- bæjar. Grindavík er gott bæjarfélag, saman munum við hugsa til fram- tíðar og stefna hátt til að gera góðan bæ enn betri,“ segir m.a. í málefna- samningnum en meðal forgangsverk- efna eru að þrýsta á afhendingarör- yggi rafmagns og hringtengja Grinda- víkurbæ og að öryggi vatnsbóla og að vatnsvernd verði með besta móti í Grindavík. Jafnframt verði leitast við að innleiða nýjungar í stjórnsýslu sem miða að því að auka skilvirkni og efla þjónustustig. Ný bæjarstjórn Grindavíkur: Hjálmar Hallgrímsson, Ásrún Helga Kristinsdóttir, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, Hallfríður G Hólm- grímsdóttir, Helga Dís Jakobsdóttir, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, Gunnar Már Gunnarsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Hulda Kristín Smáradóttir, varamaður. Uppbygging framundan í Grindavík – segir nýr meirihluti Sjálfstæðisflokk, Framsóknar og Raddar unga fólksins Hjálmar Hallgrímsson, Ásrún Helga Kristinsdóttir, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, Helga Dís Jakobsdóttir, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, Gunnar Már Gunnarsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Hulda Kristín Smáradóttir, varamaður. – helgin er undirlögð af einskærri gleði og allir skemmta sér saman Sjómannahelgin er framundan en á fáum stöðum á landinu er þessari merku helgi gerð jafn góð skil eins og í Grindavík. Hann er sannkallaður sjávarútvegsbær með nokkrum mjög öflugum sjávarútvegsfyrirtækjum og hefur sjómannadagurinn verið haldinn hátíðlegur frá árinu 1948. Það var árið 1996 sem Grindvíkingar gerðust stórtækari og hinn eini sanni síkáti sjóari fæddist (Sjóarinn síkáti). Þá breyttust hátíðarhöldin umtals- vert og úr varð heil vika má segja í hátíðarhöldum. Í vikunni í aðdraganda helgarinnar eru byrjaðir sýningar af ýmsum toga og spennan byggist hægt og bítandi upp. Hverfunum er skipt upp í fjóra hluta og ber hvert hverfi sinn lit og eins og Grindvíkinga er von og vísa, þá verður til nettur múg- æsingur og pissukeppni fer í gang á milli hverfa, um hver skreyti best! Á föstudeginum er spennan nokkurn veginn komin í algleymi, þá styttist í hið frábæra bryggjuball en fyrst grilla íbúar hverfanna saman, leggja síðan af stað á tiltekinn stað þar sem öll hverfin hittast og saman gengur hersingin fylktu liði að há- tíðarsvæðinu sem er við Kvikuna. Landslið íslenskra skemmtikrafta skemmtir síðan ungum sem öldnum og formleg dagskrá er þá hafin. Síðan er helgin svona, undirlögð af einskærri gleði og allir skemmta sér saman. Eggert Sólberg Jónsson hjá Grinda- víkurbæ burðast með þennan sí- káta sjóara á bakinu en hann hefur veg og vanda af allri skipulagningu. Honum er farið að líka vel við þann síkáta: „Það er miklu skemmtilegra að hafa nóg að gera við skipulagningu á þessari helgi, samanborið við síðustu tvö ár þar sem engin skemmtanahöld voru þessa helgi. Þetta er ofboðslega gaman, mikið líf og maður finnur hvernig spennan vex og dafnar á meðal bæjarbúa. Mér sýnist veður- spáin ætla verða okkur hliðholl og því get ég ekki ímyndað mér annað en það verði mikið líf í Grindavík um helgina!“ Hvernig hefur skipulagning gengið og hvað mun bera hæst? „Aðaldagskráin byrjar má segja á föstudeginum en eftir að íbúar og gestir hafa grillað saman, og gengið saman að íþróttahúsinu, verður lagt þaðan í hann klukkan 19:30 og dag- skrá Bryggjuballsins hefst stundvís- lega klukkan 20:00. Ég er gífurlega ánægður að geta boðið upp á grind- vískan trúbador til að stýra bryggju- söngnum en okkar eini sanni Pálmar Örn Guðmundsson mun taka öll helstu sönglögin og flétta nokkrum góðum Grindavíkurlögum inn í jöfnuna. Til hvers að sækja vatnið yfir lækinn? Í framhaldinu stígur Emmsjé Gauti á svið og það gleður mig að geta kynnt hann til leiks. Vin- sælasta hljómsveit landsins, Stuðla- bandið, mun síðan stíga á stokk og loka kvöldinu en þar eru sannkall- aðir fagmenn á ferð, ótrúlega góð hljómsveit sem getur spilað eitt- hvað fyrir alla. Þetta verður von- andi bara byrjunin á frábærri helgi því eftir bryggjuballið rekur í raun hver viðburðurinn annan. Nokkur böll eru síðar þetta föstudagskvöld og þar ættu allir að geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi. Píanóleikarinn og söngkonan Guðrún Árný og Egill Rafns, trommari, munu halda sing- along tónleika á Sjómannastofunni Vör, Nýju fötin keisarans verða í nýja Gígnum hans Kára á Fish House og Paparnir verða með stórt ball í hinum glæsilega sal í netagerðar- salnum á Bryggjunni og munu gestir geta virt fiskitroll fyrir sér í leiðinni. Á laugardagskvöldinu er síðan eitt- hvað í gangi alls staðar, t.d. verður Láki á Salthúsinu með hljómsveitina Swiss, körfuknattleiksdeild UMFG er með stórt ball í íþróttahúsinu þar sem Auddi og Steindi, Jón Jónsson, ClubDub og BB Brothers trylla lýðinn og svo verður dúettinn Heiður á Fish House! Svona gæti ég lengi haldið áfram, er eflaust að gleyma að minnast á eitthvað.“ Sjóarinn síkáti hefur er fjölskyldu- hátíð og því er mikið lagt upp úr afþreyingu fyrir börnin: „Börnin munu hafa nóg fyrir stafni en boðið verður upp á andlits- málningu, ýmis leiktæki verða í boði og þau hugrökku munu geta þeyst um Grindavíkurhöfn á sjó- pylsu. Að vanda er boðið í skemmti- siglingu og mun viðkomandi skip sem annast siglinguna fá ákveðinn heiðursvörð við innkomuna en hið eina sanna varðskip, Óðinn, mun sigla í fararbroddi inn í Grindavíkur- höfn og verða gestum og gangandi til sýnis. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson mun mæta á staðinn ásamt forstjóra skipasmíðastöðvar- innar Mirai ships frá Japan, Ta- keyoshi Kidoura, en fyrirtækið gaf nýtt mastur á Óðinn. Klukkan 13:30 hefst síðan skemmtidagskrá fyrir börnin á sviðinu og þar mun Ronja ræningjadóttir m.a. stíga á svið. Um kvöldið er síðan, eins og áður kom fram, mikið stuð! Eggert fór vel yfir hve sjálfur sjó- mannadagurinn er sveipaður miklum hátíðarbrag: „Sjómanna- og vélstjórafélag Grinda- víkur, sem kemur mjög myndarlega að Sjóaranum síkáta, heldur sjálfan sjómannadaginn á sunnudeginum alltaf í miklum heiðri og er virki- lega falleg stund í Grindavíkurkirkju þegar aldraðir sjómenn eru heiðraðir. Eftir bænastundina ganga allir að minnisvarðanum VON en hann var reistur árið 1980 til minningar um drukknaða sjómenn. Mjög hátíðleg stund þar sem Grindavíkurdætur, kvennakórinn okkar, tekur lagið. Svo hefjast aftur hátíðarhöld við bryggjuna og ber kannski hæst hinn eini sanni koddaslagur, þar berjast víkingar á planka með kodda í hönd og sá sem þarf að lúta í lægra haldi fær kalt sjósund. Þetta vekur alltaf gífurlega gleði og margir sem bíða spenntir eftir þessu.“ Eggert hvatti alla til að kíkja til Grindavíkur um Sjómannahelgina: „Við í Grindavík teljum okkur státa af besta tjaldsvæði landsins en mikill metnaður var lagður í alla hönnun og búast má við að tjaldsvæðið verði troðfullt. Vinir og vandamenn tjalda sömuleiðis í görðum svo eins og ég segi, ég geri ráð fyrir að bærinn verði stútfullur og ekki skemmir fyrir að veðurspáin er okkur hliðholl.“ Eitthvað fyrir alla á Sjóaranum síkáta Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is Aldraðir sjómenn heiðraðir á sjómannadaginn 2019. Fundað um varnargarða við Grindavík og Svartsengi VíKurFrÉttir á SuÐurnESjum // 9

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.