Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.06.2022, Qupperneq 10

Víkurfréttir - 09.06.2022, Qupperneq 10
SMELLTU Á MYNDSKEIÐIÐ TIL AÐ HORFA OG HLUSTA MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA Hljómsveitin Storð, sem ættuð er frá Suðurnesjum, hélt tónleika föstu- dagskvöldið 27. maí á glæsilegum tónleikastað Fish house í Grindavík. Þessi nýi og frábæri tónleikastaður hefur fengið heitið „Gígurinn“. Mæting var mjög góð og var góður rómur gerður að lögunum sem öll eru eftir meðlimi hljómsveitarinnar. Storð skipa þau Bjarni Geir Bjarnason á gítar, Logi Már Ein- arsson á bassa, Sturla Ólafsson á slagverk og Sigga Maya á míkrófón. Hljóðfæraleikarnir voru hver öðrum betri en sérstaka athygli vakti söng- konan Sigga Maya, hún semur alla textana en eftir að hafa fengið söguna á bak við viðkomandi texta greip Sigga tónleikagesti heljar- greipum – önnur eins innlifun og sviðsframkoma hefur ekki sést í langan tíma! Við munum heyra meira frá Storð í framtíðinni! Langþráðir tónleikar Grinda- víkurdætra í Kvikunni Kvennakórinn Grindavíkurdætur hélt langþráða tónleika í glæsi- legum tónleikasal Kvikunnar fimmtudagskvöldið 19. maí. Tón- leikarnir hófust seinna en auglýst var því smeykir íbúar Grindavíkur fóru fyrst á upplýsingafund Al- mannavarna í íþróttahúsinu. Þétt var setið á þessum frá- bæru tónleikum og var lagavalið fjölbreytt og skemmtilegt. Góð kvöldskemmtun í boði dætra Grindavíkur en myndirnar tók Sigurbjörn Daði, fréttaritari Víkurfrétta í Grindavík. Blúsað á Fish House Hljómsveitin The Tanks hitaði upp og kom skemmtilega á óvart! Ekki oft sem svona uppstilling á hljómsveit sést en hljómsveitina skipa Kristján R. Guðnason á kassagítar, Einar Páll Benediktsson sem syngur og Mike Weaver sem blés snilldarlega í munnhörpu. The Tanks tóku allt frá minna þekktum blússlögurum yfir í þekktari lög og hituðu salinn vel upp áður en Storð steig á svið. Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is Meðfylgjandi eru myndir frá tónleikum Storð og The Tanks á Fish House. 10 // VíKurFrÉttir á SuÐurnESjum

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.