Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.06.2022, Side 16

Víkurfréttir - 09.06.2022, Side 16
Meðlimir Hæfingarstöðvarinnar á Reykjanesi kíktu í heimsókn til Blue Car Rental þriðjudaginn 24. maí síðastliðinn í tilefni af árlega Blue Cares deginum. Hjá Hæfingastöðinni er lögð er áhersla á að veita einstaklingum með sérþarfir hvatningu og stuðning. Blue Cares er verkefni á vegum Blue Car Rental þar sem stutt er við þeirra frábæra starf. Markmið heimsóknarinnar er kynna starf- semi bílaleigunnar fyrir meðlimum Hæfingarstöðvarinnar á skemmti- legan og hvetjandi hátt. Blue Car Rental hefur ætíð lagt áherslu á styðja við sitt samfélag. Blue Cares er hluti af þeirri vegferð og er fyrirtækið stolt af sínu blóm- lega samstarfi við Hæfingarstöðina. Alls mættu um 40 gestir frá Hæfingarstöðinni að þessu sinni og heppnaðist dagurinn einstaklega vel. Áhuginn og metnaðurinn lét svo sannarlega ekki á sér standa. Eins og við mátti búast voru meðlimir Hæf- ingarstöðvarinnar óhræddir við að taka að sér hin ýmsu störf og leysa þau með bros á vör. Dagskráin hófst í húsi Hæfingar- stöðvarinnar þar sem allir fengu af- hentan sérútbúinn Blue Cares bol að gjöf. Þaðan var haldið af stað til allra starfsstöðva Blue Car Rental í Reykjanesbæ. Fyrsti viðkomustaður var Blika- vellir 3. Þar tók Magnús Sverrir Þor- steinsson, eigandi og forstjóri Blue Car Rental, tók á móti hópnum. Eftir stutta kynningu á starfseminni var farin skoðunarferð um útleigu- og þvottastöð fyrirtækisins. Þar bauðst öllum, sem höfðu áhuga á, að spreyta sig á hinum ýmsum störfum sem þar eru unnin. Að því loknu heimsótti hópurinn verkstæði Blue Car Rental á Hólm- bergsbraut. Þar fékk hópurinn einnig kynningu og tækifæri á að leysa verkefni þar. Dagskránni lauk svo með veislu í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Hafnargötu 55. Þar gæddu gestir sér á pizzum og spjölluðu við starfs- menn áður en haldið var aftur í hús Hæfingarstöðvarinnar. Fleiri myndir má sjá á vf.is. HÆFINGARSTÖÐIN Í HEIMSÓKN HJÁ BLUE Thelma Sif Róbertsdóttir og Hilda Rún Hafsteinsdóttir eru þrettán ára hugmyndasmiðir í 7. bekk Sand- gerðisskóla. Þær unnu aðalverð- laun Nýsköpunarkeppni grunn- skólanna með hugmynd sinni sem ber nafnið Hjálparljósið. Alls voru sendar inn um 500 hugmyndir en aðeins 25 af þeim voru valdar til út- færslu í vinnustofu sem fór fram í Háskólanum í Reykjavík. Tilgangur Hjálparljóssins er að stytta biðtíma nemenda eftir að- stoð í kennslustofunni. Þá kveikja nemendur á ljósinu í stað þess að rétta upp hönd. Ljósið byrjar að vera grænt og verður svo gult, síðan rautt og að lokum byrjar það að blikka. Með því getur kennarinn séð hverja vantar aðstoð og hver hefur beðið lengst. Hilda og Thelma segja hug- myndina hafa kviknað í kennslu- stofunni. „Við vorum í tíma og vorum þreyttar á því að rétta upp höndina til að biðja um hjálp,“ segir Hilda og Thelma bætir við: „Kenn- arinn velur líka stundum að hjálpa einhverjum sem er nýbúinn að rétta upp höndina og maður þarf þá bara að bíða enn þá lengur.“ Aðspurðar hvers vegna þessu uppfinning sé mikilvæg fyrir þær segir Hilda hikandi og hálf-flissandi: „Mig langar eiginlega ekki að segja þetta, það er eiginlega út af því við erum latar í höndunum.“ Hugmyndaríkir nemendur Nýsköpunarkennsla hefur verið stór þáttur af náttúrufræðikennslu mið- stigs Sandgerðisskóla í vetur í um- sjón Ragnheiðar Ölmu Snæbjörns- dóttur. Ragnheiður segir keppnina hafa vakið áhuga meðal nemenda skólans. „Allir sem vildu senda inn hugmyndir sínar fengu að senda þær inn. Við sendum inn í kringum 50 til 60 hugmyndir í heildina frá okkur,“ bætir hún við. Þetta er annað árið í röð sem nemendur Sandgerðisskóla hljóta aðalverðlaun Nýsköpunarkeppni grunnskólanna en í fyrra vann hugmynd að saman- brjótanlegum hjálmi til verðlauna. „Hugmyndin á bak við hjálminn er að nemendur vita oft ekki hvað þeir eiga að gera við hjálmana sína þegar þeir eru í skólanum því þeir taka svo mikið pláss. Með þessu er hægt að brjóta þá saman og koma fyrir í töskunni,“ segir Ragnheiður. Vel staðið að keppninni Hilda og Thelma sóttu vinnustofu í Háskóla Reykjavíkur þar sem búnar voru til frumgerðir af þeim 25 hug- myndum sem valdar voru til út- færslu. Ragnheiður segir stelpurnar verið vel undirbúnar fyrir vinnu- stofuna. „Við tókum fund fyrir vinnustofuna og í sameiningu vorum við búnar að negla niður hvernig þær vildu hafa þetta. Þegar þær mættu þá vissu þær alveg hvernig þær vildu að hugmyndin sín myndi líta út. Þær þurftu ekkert hugarflæði til að ákveða eitthvað, það þurfti í rauninni bara að láta hugmyndina verða að veruleika,“ segir hún og bætir við: „Þær voru alveg komnar lengra með þetta, þær voru með hug- mynd að appi fyrir kennarann til að geta séð hver var fyrstur að ýta á takkann. Það er aldrei að vita hvort það gæti orðið framhald af Hjálpar- ljósinu.“ Stuðningur kennara skiptir máli Bylgja Baldursdóttir, skólastjóri skólans, segir nýsköpun gefa nem- endum færi á að sýna styrkleika. „Í þessu fá margir að láta ljós sitt skína, þarna fá nemendur kost á því að sýna styrkleika,“ segir hún. Bylgja segist vera gríðarlega stolt af Hildu og Thelmu, þá segir hún stuðning kennara skipta miklu máli í verkefnum sem þessu. „Ég er mjög ánægð með það að kennararnir taki þetta alla leið. Það skiptir gríðarlegu máli og sömuleiðis að kennararnir sýni nemendum stuðning,“ segir hún. Aðspurð hvort Hjálparljósið verði einhvern tímann notað við kennslu í skólanum segir hún: „Það er aldrei að vita, ef þetta fer í framleiðslu þá held ég að okkur beri skylda til þess að styðja það.“ Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma.h.hermannsdottir@gmail.com Tvær stelpur í 7. bekk í Sandgerðisskóla unnu nýsköpunarkeppni grunnskóla með Hjálparljósinu Þreyttar á því að rétta upp höndina Thelma Sif Róbertsdóttir og Hilda Rún Hafsteinsdóttir eru þrettán ára hugmyndasmiðir í 7. bekk Sandgerðisskóla. 16 // VíKurFrÉttir á SuÐurnESjum

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.