Víkurfréttir - 09.06.2022, Side 18
Á föstudaginn 27. maí síðastliðinn
fór fram hátíðleg athöfn í húsnæði
Keilis á Ásbrú í tilefni útskriftar hjá
fyrsta nemendahóp Menntaskólans
á Ásbrú (MÁ). Menntaskólinn á
Ásbrú útskrifaði 21 nemanda og
hafa nú 4340 einstaklingar út-
skrifast úr námi frá skólum Keilis.
Í upphafi athafnar var tónlistarat-
riði þar sem Guðjón Steinn Skúlason
spilaði á saxófón og Alexander
Grybos spilaði á gítar. Nanna Krist-
jana Traustadóttir, framkvæmda-
stjóri Keilis, flutti ræðu og leiddi at-
höfnina. Ingibjörg Lilja Guðmunds-
dóttir, kennari MÁ, flutti einnig
hátíðarræðu.
Ingigerður Sæmundsdóttir, for-
stöðumaður MÁ, ávarpaði gesti og
afhenti útskriftarskírteini og viður-
kenningarskjöl til allra nýstúdenta
ásamt Skúla Frey Brynjólfssyni. En
þess má geta að starfsfólk Mennta-
skólans hittist nokkrum dögum
fyrir útskrift og skrifaði falleg orð
og hvatningu til hvers og eins nem-
anda sem var afhent með prófskír-
teininu. Allir nýstúdentar dagsins
fengu einnig blóm frá Keili.
Viktoría Rós Wagner var verð-
launuð fyrir framúrskarandi námsár-
angur með 9,67 í meðaleinkunn og
fékk hún peningagjöf frá Keili. Stefán
Ingi Víðisson fékk menntaverðlaun
HÍ fyrir félagsstörf, þrautseigju og
framúrskarandi námsárangur og fékk
hann 20.000 kr. gjafabréf í bóksölu
stúdenta og endurgreiðslu á skóla-
gjöldum Í HÍ.
Í lok athafnar flutti Brimar Jörvi
Guðmundsson útskriftarræðu fyrir
hönd nemenda og Helgi Rafn Guð-
mundsson, kennari MÁ, ávarpaði
einnig útskriftarhópinn.
„Það er gríðarlegur heiður að fá
að taka þátt í útskrift fyrsta nem-
endahóps Menntaskólans á Ásbrú
og erum við ótrúlega stolt af þessum
glæsilega hóp. Athöfnin var mjög
hátíðleg og var dásamlegt að geta
boðið aðstandendum að samfagna
með börnum sínum á þessum fal-
lega degi án fjöldatakmarkana vegna
Covid. Ég held að hver og einn hafi
notið stundarinnar og vil ég þakka
þeim sem sáu sér fært að vera með
okkur í dag fyrir komuna og nýstúd-
entum óska ég velfarnaðar. Á svona
stundu eru allir sigurvegarar“ hafði
Ingigerður að segja eftir athöfnina.
Menntaskólinn á Ásbrú er einn
af fjórum skólum Keilis, miðstöðvar
vísinda, fræða og atvinnulífs. MÁ
hefur frá árinu 2019 boðið nem-
endum að stunda nám á metnaðar-
fullri stúdentsbraut í tölvuleikja-
gerð. Námið byggir á hagnýtum
verkefnum og sterkum tengslum
við atvinnulífið. Lagt er áherslu á
færni til framtíðar, nútíma kennslu-
hætti og vinnuaðstöðu í sérklassa.
Námsframboð í MÁ er í stöðugri
þróun, en í dag er þar einnig starf-
rækt fjarnámshlaðborð með stökum
framhaldsskólaáföngum sem kenndir
eru í fjarnámi.
Fleiri myndir má sjá á vf.is.
„Á svona stundu eru allir sigurvegarar“
Ú T S K R I F T M E N N T A S K Ó L A N S Á Á S B R Ú
Það var hátíðleg stund í Gjánni
í Grindavík þann 25. maí sl. en
þá fór fram glæsileg útskrift fjöl-
mennasta nemendahóps sem
lokið hefur námi frá Fisktækni-
skóla Íslands. Alls luku 53 nem-
endur formlegu námi frá skólanum
á vorönn. Segja má að þessi athöfn
hafi verið þriðja og síðasta útskrift
vorannar en fyrr í mánuðinum
hafði farið fram hátíðleg athöfn í
höfuðstöðvum Marel í Garðabæ,
þar sem sjö nemendur fengu afhent
skírteini sín sem Vinnslutæknar og
deginum áður luku níu nemendur
námi í fiskeldistækni á Bíldudal.
Sérlega ánægjulegt var að meðal
útskriftarnemenda voru fimm
nemendur sem útskrifuðust úr
veiðarfæratækni (áður netagerð),
skólinn sinnir kennslu faggreina í
veiðarfæratækni en það er enn sem
áður löggild iðngrein. Einnig hófst
á ný kennsla í smáskipanámi sem
Fisktækniskólinn hafði reyndar
áður kennt um árabil en vegna
uppfærslu á námskrá hafði verið
nokkurt hlé á því að skólinn hafi
getað boðið uppá það nám.
Við athöfnina í Grindavík rakti
skólameistari í stuttu máli að-
draganda að stofnun Fisktækni-
skóla Íslands skólans en nú eru tíu
ár frá því að Fisktækniskólinn fékk
starfsleyfi sem framhaldsskóli og
hafa um fjögur hundruð nemendur
lokið formlegu námi frá skólanum á
þessum tíu árum. Framtíðin er björt
og byggir á þessum grunni sem hefur
mótast vel til á þessum fyrsta ára-
tugi. Fisktækniskólinn býður fjöl-
breytt tækninám á framhaldsskóla-
stigi þar sem fyrst ber að nefna fisk-
tæknibraut; tveggja ára hagnýtt nám
sem er byggt upp sem önnur hver
önn í skóla og hin í vinnustaðanámi.
Þá er leitast við að bjóða nemendum
upp á val um vinnustað með hliðsjón
af áhugasviði hvers og eins t.d. sjó-
mennsku, fiskvinnslu eða fiskeldi.
Í framhaldinu eru fjórar spennandi
brautir í boði undir sameiginlegu
yfirskriftinni Haftengd auðlinda-
tækni. Fyrst má nefna fiskeldistækni
en fiskeldi er í miklum vexti, hvort
sem er á landi eða í sjókvíum og því
mikilvægt að vera með vel menntað
fólk til að starfa í greininni. Gæða-
stjórnun er önnur af framhaldsbraut-
unum, það er braut sem hentar fólki
sem þegar starfar í eða stefnir á starf
við gæðaeftirlit í fiskvinnslu eða
annarri matvælavinnslu. Vinnslu-
tækni er þriðja framhaldsbrautin,
það nám er ætlað þeim sem vilja
sérhæfa sig í hátæknibúnaðinum
sem notaður er í fisk- og matvæla-
vinnslu. Vinnslutæknir sinnir still-
ingum á hugbúnaði og vélbúnaði og
hefur umsjón með því að taka út öll
helstu gögn úr hugbúnaði til að geta
unnið einfaldari útreikninga fyrir
skýrslugerð og upplýsingagjöf t.d.
varðandi gæði, nýtingu og afköst í
matvælavinnslu. Síðust en alls ekki
síst er Haftengd nýsköpun – Sjávar-
akademía sem þjálfar frumkvöðla
á sviði haftengdrar nýsköpunar og
hentar fólki sem hyggst stofna fyrir-
tæki innan bláa hagkerfisins eða er
með viðskiptahugmynd sem það vill
þróa. Áhersla er á leiðtogafærni, ný-
sköpun og markaðsmál.
Veiðarfæratæknin er svo eins
og áður sagði löggild iðngrein þar
sem Fisktækniskólinn býður uppá
kennslu faggreinahluta námsins.
Alls stunduðu 150 nemendur
nám á fimm brautum við skólann
síðastliðinn vetur. Fastir starfs-
menn voru ellefu en auk þeirra var
fjöldi verktaka sem sinnti stunda-
kennslu. Kennt var á alls fimm
stöðum á landinu auk Grindavíkur,
en skólinn hefur frá stofnun haft það
að markmiði að námsbrautir skólans
séu í boði sem víðast – og þá í sam-
starfi við fræðsluaðila, stofnanir og
fyrirtæki sem sérhæfa sig í veiðum,
vinnslu og fiskeldi á hverjum stað.
Að lokinni afhendingu skírteina,
fluttu fulltrúar kennara stutt ávörp,
en útskriftinni lauk síðan með kaffi-
samsæti.
Opið er fyrir innritun og tekið á
móti nýjum umsóknum um skólavist
vegna haustannar 2022.
Framtíðin liggur
í tækninámi
FJÖLMENNASTA ÚTSKRIFT
FISKTÆKNISKÓLA ÍSLANDS FRÁ UPPHAFI
Störf hjá
Reykjanesbæ
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum heimasíðu
Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.
Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn
Akurskóli - Sérfræðingur í námsver
Heilsuleikskólinn Garðasel - Leikskólakennari
Holtaskóli – Starfsmaður skóla
Leikskólinn Hjallatún - Leikskólakennarar
Stapaskóli - Stoðþjónusta
Stapaskóli - Stoðþjónusta
Stapaskóli - Umsjónakennari
Stapaskóli - Umsjónarmaður skólahúsnæðis
Stapaskóli - Þroskaþjálfi
Starf við liðveislu
Velferðarsvið - Sumarstarf á heimili fatlaðs fólks
Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn
Viktoría Rós Wagner (t.h.) ásamt
Skúla Frey Brynjólfssyni.
Stefán Ingi Víðisson (t.h.) og
Skúli Freyr Brynjólfsson.
18 // VíKurFrÉttir á SuÐurnESjum