Víkurfréttir - 09.06.2022, Blaðsíða 20
Leikskólinn Völlur hefur gefið út myndbönd með yfirskriftinni Orð skipta máli. Aðalmarkmið þessa
verkefnis er að efla orðaforða barna en myndböndin eru tileinkuð foreldrum og aðstandendum
þeirra. Völlur er fjölmenningarleikskóli en í leikskólanum eru 28 þjóðerni, bæði börn og starfsfólk.
Um 70 prósent barnanna eru tví- eða fjöltyngd og tæplega helmingur kennara eru með íslensku sem
annað tungumál
Völlur fékk styrk frá Nýsköpunar- og
þróunarsjóði Reykjanesbæjar til að
vinna verkefnið og er það von Huldu
Bjarkar Stefánsdóttur, leikskólastýru
Vallar, og Heiðrúnar Scheving Ing-
varsdóttur, verkefnastjóra fjölmenn-
ingar á Velli, að myndböndin dreifist
sem víðast. Þær Hulda og Heiðrún
segja rannsóknir sýna að fátæklegur
orðaforði barna geti haft neikvæð
áhrif á sjálfsmynd þeirra og framtíð,
því skipta orð máli. Þessar einföldu
athafnir að tala við barn, að syngja
með því og lesa fyrir það geta haft
mikil áhrif.. Rannsóknir sýna að
barn sem fær mikla málörvun í fjöl-
breyttum aðstæðum á meiri mögu-
leika á að takast á við þær áskoranir
sem lífið mun bjóða upp á í fram-
tíðinni,“ segir Heiðrún.
Þær Hulda og Heiðrún segjast
spenntar fyrir framhaldi verkefnisins
en ný stefna þess tengist leiklist með
börnum. Þá er meðal annars stefnt
að því að setja upp svið í leikskól-
anum. „Þannig að Orð skipta máli,
verkefnið okkar, heldur áfram en
færir sig inn á ný svið. Því orðin eru
alls staðar,“ segir Hulda.
Heiðrún starfaði um skeið hjá
Menntamálastofnun. „Ég sá það svo
greinilega þegar ég var að ferðast
um landið á vegum Menntamáls-
tofnunar að ójöfnuður meðal barna
er staðreynd í íslensku samfélagi.
Barn sem býr í litlu þorpi úti á landi
er oft ekki að fá sömu þjónustu og
barn sem býr í stærra sveitarfélagi.
Jöfnuður á meðal barna hefur alltaf
verið mér hugleikinn og það er það
sem drífur mann áfram í að vinna
svona verkefni. Maður vill náttúru-
lega öllum börnum það besta. Að
fræða foreldra um mikilvægi þess að
barn búi yfir ríkulegum orðaforða er
á vissan hátt ákveðið skref í átt að
jöfnuði“ segir Heiðrún.
Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir,
leikskólafulltrúi á Fræðslusviði
Reykjanesbæjar, segir 29 prósent
barna á leikskólum Reykjanes-
bæjar vera með íslensku sem annað
tungumál. Þá hefur Reykjanesbær
bætt inn stöðugildum á leikskóla
bæjarins og segir Ingibjörg það hafa
verið gert til þess að „halda utan um
þennan hóp barna og vinna með ís-
lenskunámið þeirra“. Ingibjörg bætir
við að það sé „sífellt verið að skoða
hvernig hægt sé að mæta þessum
hópi barna, sérstaklega hvað varðar
að styrkja íslensku kunnáttu þeirra
og er þá verið að horfa á orðaforða“.
Aðspurðar hvort þeim finnist
að eitthvað mætti gera betur til að
koma til móts við fólk af erlendum
uppruna í Reykjanesbæ segir
Heiðrún: „Það eru allir að reyna að
gera sitt besta en persónulega finnst
mér það ekki vera nógu sýnilegt, sem
má kannski tengja við nýafstaðnar
kosningar og lélega kjörsókn. Það er
spurning hvort upplýsingastreymi
til erlendra íbúa sé að skila sér. Þetta
er eitthvað sem við hugsuðum út í
áður en við unnum myndbandið
þ.e. hvernig við ætluðum að koma
þessum mikilvægu upplýsingum til
foreldra þannig að árangur náist.“
Hulda tekur undir með henni og
bætir við: „Það er mikilvægt að hafa
fjölbreytileikann sýnilegan, að það sé
ekki bara í orði heldur líka á borði.“
MYNDBÖNDIN MÁ SJÁ Á ÍSLENSKU, ENSKU, PÓLSKU OG ARABÍSKU Í GEGNUM ÞENNAN HLEKK
MYNDSKEIÐIN ERU AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA
Thelma Hrund Hermannsdóttir
thelma.h.hermannsdottir@gmail.com
Viðskiptahugmynd varð að fyrirtæki:
„Í upphafi ferilsins var það aðeins
fjarlægur draumur – en nú er sá
draumur orðinn að veruleika“
Þær Jóhanna Helgadóttir og Anna
Dagbjört Hermannsdóttir koma
báðar frá Suðurnesjum en þær
stofnuðu fyrirtækið Sigursetrið
og vinna nú að undirbúningi fyrir
opnun þess. Fyrirtækið veitir per-
sónulega þjónustu og einstakl-
ingsbundna ráðgjöf fyrir börn og
ungmenni sem eru að takast á við
krefjandi verkefni í skóla eða heima
fyrir.
Viðskiptahugmyndin var ein af
um 40 umsóknum sem fengu inn-
göngu í HÍ-AWE Nýsköpunar-
hraðalinn 2022 en alls bárust yfir
100 umsóknir. Hraðallinn er sam-
starfsverkefni bandaríska sendi-
ráðsins á Íslandi og Háskóla Íslands
og er meginmarkmið þess að styrkja
konur í stofnun fyrirtækja.
Jóhanna og Anna hafa báðar
mikla reynslu af starfi með börnum
og foreldrum þeirra en þær kynntust
í starfi við Háaleitisskóla í Reykja-
nesbæ. Þá komust þær fljótt að því
að þær deildu áhuga á stuðningi við
foreldra og börn þegar kemur að
flóknum og krefjandi verkefnum í
lífi þeirra. Þær höfðu báðar gengið
lengi með þá hugmynd að stofna
fyrirtæki af þessum toga en nú eru
þær í óða önn að vinna í opnun þess.
„Í upphafi ferilsins var það aðeins
fjarlægur draumur – en nú er sá
draumur orðinn að veruleika,” segir
Jóhanna.
Stefnt er að því að hefja form-
legan rekstur þann 1. september og
er nú þegar hægt að bóka þjónustu
og ráðgjöf fyrir haustið.
Orð skipta máli
Vilja efla orðaforða barna
í fjölmenningarsamfélagi
Áríðandi tilkynning frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja:
Þjónustuskerðing í sumar
Vegna manneklu og sumarleyfa mun HSS
þurfa að skerða ýmsa þjónustu í sumar.
ÖLLUM BRÁÐAERINDUM VERÐUR SINNT
en öðrum erindum kann að verða forgangsraðað
í þágu öryggis skjólstæðinga stofnunarinnar.
AÐEINS SLYSUM OG BRÁÐAERINDUM VERÐUR SINNT Á SLYSA-
OG BRÁÐAMÓTTÖKUNNI. Einstaklingar eru vinsamlegast beðnir um
að leita ekki með önnur erindi þangað.
ATH skráðir skjólstæðingar HSS hafa forgang á þjónustu. Þeir sem ekki
eru skráðir á heilsugæslustöðvar HSS í Reykjanesbæ, Grindavík eða
Vogum gætu þurft að bíða eða sækja þjónustu á sína heilsugæslustöð.
Síðdegisvakt lækna verður með hefðbundnu sniði og hægt að panta
tíma samdægurs frá kl. 13:00.
Reynt verður að sinna flestum erindum en reikna má með að bið verði
á þjónustu. HSS biðlar til skjólstæðinga sinna að sýna þessum vanda
skilning.
ATHUGIÐ AÐ ÖLLUM BRÁÐAERINDUM VERÐUR SINNT.
Hulda Björk Stefánsdóttir
og Heiðrún Scheving
Ingvarsdóttir á Velli.
20 // VíKurFrÉttir á SuÐurnESjum