Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.06.2022, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 09.06.2022, Blaðsíða 24
Hundalíf í París Eins og vart hefur farið framhjá dyggum lokaorðalesendum flutti sú sem heldur hér á penna með fjöl- skyldunni til Parísar fyrir nokkrum mánuðum. Þetta hefur verið algjör draumadvöl og njótum við lífsins í hvívetna, sérstaklega nú þegar yndislegt sumarið hefur tekið við af dásamlega vorinu. En það tekur líka á að flytja og mikil viðbrigði að byrja í nýjum skóla, nýrri vinnu, venjast nýjum siðum og umhverfi. Ekki síst þegar viðkomandi er hundur. Lubbalífið hefur tekið miklum breytingum. Í stað þess að taka dag- lega sinn venjulega göngutúr í alls- konar veðrum um fallegu strand- leiðina í Keflavík, labbar hann nú um götur Parísarborgar, í skógum og fallegum lystigörðum, líka reyndar í allskonar veðrum. Það eru reyndar færri lægðir, enginn snjór og minna rok en þeim mun meiri hiti og raki. Ég er ekki frá því að Lubbi sakni hressilegu lægðanna akkúrat núna þessa dagana þegar hitinn fer ekki undir tuttugu stig og togast jafnvel undir þrjátíu gráðurnar suma daga. Það er erfitt að vera hundur frá Ís- landi í svona hita, brjálæðislega heitar gangstéttir og allt of lítið um skugga til að kæla sig í. Gönguferð- irnar verða mjög hægar og stundum stoppar hann bara, horfir á mann biðjandi augum og biður mann vin- samlega (með því að neita að halda áfram) að hætta þessari vitleysu og fara heim. Strax. En hundalífið er líka mjög spenn- andi hér í París. Það eru hundar úti um allt og margar sætar Parísartíkur til að skoða. Það eru reyndar ekki bara tíkurnar sem hann er spenntur fyrir, við komumst nefnilega að því að kærastan hans á hundasnyrtistof- unni reyndist eftir allt saman vera karlkyns! En það er hið besta mál – við fögnum auðvitað bara fjölbreyti- leikanum. Það sem er hins vegar það allra besta við hundalífið hér er að hér eru hundar velkomnir alls staðar. Þeir eru partur af samfélaginu, það er gert ráð fyrir þeim og eru bara vel uppaldir og alls ekkert til vandræða. Lubbi er orðinn mjög veraldarvanur, hann fer stilltur og prúður í metróið, í leigubíla, á veitingastaði (þar sem honum er alltaf boðið upp á vatn í fínum dalli) og er velkominn í vel- flestar verslanir. Við fórum til dæmis í eina allra fínustu verslun Parísar um daginn, Samaritaine, þar sem við áttum fyrirfram kannski ekkert endilega von á að honum yrði vel tekið. Þetta er ótrúlega falleg verslun á mörgum hæðum með hönn- unarvörur, rándýra merkjavöru og kampavín af öllu tagi. Við spurðum við dyrnar og hann var heldur betur velkominn. Okkur var vísað rakleiðis á þjónustuborðið þar sem okkur var færð falleg svört taska til að setja hann í og þannig bárum við hann um verslunina eins og þann hefðar- hund sem hann er orðinn! Þetta við- horf til hunda er dásamlegt og við Íslendingar getum mikið lært af því. Lubbi biður fyrir sérstaklega góðar kveðjur á strandleiðina! Mundi Er ekki réttara að kalla þetta lúxuslíf Lubba? Optical Studio fagnar 40 ára afmæli Af því tilefni bjóðum við 40% afslátt miðvikudaginn 8. júní og fimmtudaginn 9. júní Opið 10 - 18 opticalstudio.is 511-5800 *Afslátturinn gildir ekki af tilboðsvöru LO KAO RÐ RAGNHEIÐAR ELÍNAR FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS Fjölmenni var í fyrstu lýðheilsu- göngu í Reykjanesbæ en í henni var farið að Reykjanesvita þar sem gönguhópurinn var fræddur um sögu svæðisins, framtíðarpælingar og uppbyggingu. Fjórar lýðheilsugöngur verða í Reykjanesbæ í upphafi sumars. Göngurnar eru um ein til tvær klukkustundir eftir veðri og að- stæðum og eru öllum að kostnaðar- lausu. Leiðsögumaður er Rannveig Lilja Garðarsdóttir ásamt góðum gestum. Mæting í allar göngurnar er aftan við ráðhús Reykjanesbæjar kl. 18:30 þar sem sameinast verður í bíla og ekið að upphafspunkti. Næstu göngur verða 14. júní þar sem Garðskagi verður genginn að Kirkjubóli, 21. júní verða brunnarnir í Innri-Njarðvík skoðaðir og fræðst um sögu þeirra. Síðasta ganga verður um Leiruna 5. júlí. Lýðheilsugöngur í Reykjanesbæ VF-myndir: ÁsdísRagna.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.