Víkurfréttir - 19.10.2022, Side 10
Umsjón:
Hilmar Bragi Bárðarson
hilmar@vf.is
SUÐURNESJABÆR
Á fundi íþrótta og tómstundaráðs Suðurnesjabæjar þann 15. sept
ember lýsti íþrótta og tómstundaráð yfir áhyggjum sínum á dræmri
þátttöku barna og unglinga í Suðurnesjabæ í skipulögðu íþróttastarfi.
Lagt var til við bæjarstjórn að Suðurnesjabær setji sér það markmið
að auka þátttöku barna og unglinga í íþrótta og tómstundastarfi og
leiti leiða til að greiða leið barna í Suðurnesjabæ til að komast á sínar
æfingar til dæmis með frístundundaakstri.
Bæjarlistinn lagði fram eftirfarandi bókun vegna málsins á síðasta
fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar:
„Eins og fram kemur í minnisblaði íþrótta- og tómstundaráðs og einnig
í Skólapúlsinum, þá stunda börn í Suðurnesjabæ mun síður íþróttir en
börn í öðrum sveitarfélögum. Jafnframt kemur fram að öll börn og ung-
menni ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og sú þekkta stað-
reynd að hreyfing hefur víðtæk áhrif á heilsu og mikið forvarnargildi.
Bæjarlistinn fagnar fram kominni tillögu um að Suðurnesjabær setji
sér það markmið að auka þátttöku barna í íþrótta- og tómstundastarfi
m.a. með frístundaakstri. Auk þess vill Bæjarlistinn leggja áherslu á
að auka fjölbreytni í íþróttastarfi í sveitarfélaginu og bæta aðstöðu
til íþróttaiðkunar sem fyrst. Því óskum við eftir því að málinu verði
aftur vísað til íþrótta- og tómstundaráðs og að ráðið komi fram með vel
mótaðar tillögur til að auka þátttöku barna og ungmenna í íþróttastarfi
strax á þessu ári.“
Í afgreiðslu bæjarstjórnar segir: „Bæjarstjórn tekur undir áhyggjur
íþrótta- og tómstundaráðs vegna dræmrar þátttöku barna og unglinga
í íþrótta- og tómstundastarfi. Samþykkt samhljóða að fela íþrótta- og
tómstundaráði að móta stefnu og markmið um aukna þátttöku barna
og ungmenna í Suðurnesjabæ í íþrótta- og tómstundastarfi. Einnig sam-
þykkt samhljóða að í samstarfi við íþróttafélögin verði unnin greining á
þörf fyrir frístundaakstur og kostnaður metinn, niðurstöður verði lagðar
fyrir bæjarráð hið fyrsta.“
Bæjarlistinn í Suðurnesjabæ leggur
til að Suðurnesjabær hætti rekstri
ljósabekkja og að tekinn verði út
gjaldskrárliðurinn ljósabekkir í
íþróttamiðstöðinni í Garði úr gjald
skrá sveitarfélagsins. Þetta kemur
fram í bókun listans á síðasta fundi
bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar.
Bæjarlistinn vill leggja áherslu á
heilsu íbúa og að Suðurnesjabær
sé heilsueflandi samfélag eins og
samþykkt hefur verið. Því finnst
fulltrúum Bæjarlistans eðlilegt að
sveitarfélagið hætti rekstri ljósa-
bekkja. Á heimasíðu Geislavarna rík-
isins kemur m.a. fram að Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunin (WHO) styður
við takmörkun á notkun ljósabekkja
í þeim tilgangi að draga úr hættu á
skaðlegum áhrifum af notkun þeirra.
Í nýrri skýrslu frá stofnuninni segir
að að notkun ljósabekkja til sólbaða
í fegrunarskyni undanfarna áratugi
hafi valdið aukinni tíðni húðkrabba-
meina. Einnig hefur aldur þeirra
sem fá slík krabbamein í fyrsta sinn
lækkað. Notkun ljósabekkja er talin
valda meira en tíu þúsund tilfellum
af sortuæxlum árlega og meira en
450 þúsund tilfellum af öðrum húð-
krabbameinum í Bandaríkjunum,
Evrópu og Ástralíu samanlagt.
Skaðleg áhrif ljósabekkja eru þannig
vel þekkt og því er nauðsynlegt að
takmarka notkun þeirra sem mest.
Einnig kemur fram að rannsóknir
sýna að þeir sem hafa notað ljósa-
bekk að minnsta kosti einu sinni eru
í 20% meiri hættu að fá sortuæxli
en þeir sem aldrei hafa gert það. Þeir
sem fara í ljósabekk fyrir 35 ára aldur
eru í 59% meiri hættu að fá sortu-
æxli.
Í ljósi þessa m.a. telur Bæjarlistinn
að Suðurnesjabær eigi ekki standa
að rekstri slíkra bekkja, sérstaklega í
ljósi þess að rekstur þessara bekkja
og afleiðingar af notkun þeirra teljast
vart til markmiða heilsueflandi sam-
félags.
Afgreiðsla bæjarstjórnar Suður-
nesjabæjar er að samþykkt var sam-
hljóða að vísa tillögunni til vinnslu
fjárhagsáætlunar.
Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt samhljóða kaup á gáma-
einingum og uppsetningu þeirra til að leysa tímabundið húsnæðis-
vandræði leikskólans Sólborgar í Sandgerði. Kostnaður er rétt um
29 milljónir króna.
„Bæjarráð þakkar skjót viðbrögð
skipulags- og umhverfissviðs, fjöl-
skyldusviðs og starfsmanna leik-
skólans í vinnslu við málið og leggur
áherslu á að málið verði unnið hratt
og örugglega,“ segir í afgreiðslu
ráðsins.
Í september sl. var ákveðið að loka
öllu húsnæði leikskólans Sólborgar
í kjölfar úttektar Mannvits verk-
fræðistofu á gæðum innivistar og
ástandi húsnæðisins. Í framhaldinu
hafa verið settar í gang umbótafram-
kvæmdir á þeim stöðum þar sem úr-
bóta er þörf í samræmi við tillögur í
skýrslu Mannvits. Í bráðabirgðabygg-
ingu leikskólans, svokölluðu „brúna
húsi“ er mat á aðstæðum þannig að
ekki telst forsvaranlegt að eyða fjár-
munum í endurbyggingu þess húss.
Unnið hefur verið hörðum
höndum síðan þessi sviðsmynd kom
upp að koma starfsemi leikskólans í
gang, í fyrstu á þremur mismunandi
stöðum en nú á fjórum mismunandi
stöðum. Starfsemin snýr að 109
börnum og 33 starfsmönnum og fer
leikskólastarfið nú fram á Skerja-
borg á Stafnesvegi, Sandgerðisskóla
(Skólaseli), í Samkomuhúsinu og
Safnaðarheimili.
Stefnt er að því að ljúka fram-
kvæmdum á aðalbyggingu leik-
skólans um mánaðamótin nóv-
ember/desember en óvissuþættir
varðandi það eru vissulega til staðar,
segir á vef Suðurnesjabæjar. Þá er
stefnt að því að gerðar verði ráð-
stafanir til að taka við allt að 82-84
börnum þegar endurbótum er lokið
og hægt að taka húsnæðið aftur í
notkun og um leið myndi notkun
Samkomuhúss, Safnaðarheimilis og
Skólasels leggjast af.
Á fundi bæjarráðs þann 10.
október sl. var lagt til að keypt verði
húsnæði í formi færanlegrar skóla-
stofu sem sett verði niður á Staf-
nesvegi 15 á lóð Skerjaborgar. Þessi
húsnæðislausn ásamt núverandi
leikskólahúsnæði á Stafnesvegi
mynda leikskólaeiningu fyrir 38-40
börn. Fyrir Skerjaborg yrði gert af-
girt leiksvæði sem gagnast Skerja-
hverfinu nýja einnig með tengingu
um göngustíg þó svo að leikskóla-
starfsemin þar yrði tímabundin. Það
er von Suðurnesjabæjar að færan-
legu skólastofurnar verði komnar í
notkun í lok október.
Leysa tímabundið húsnæðisvanda leik-
skólans Sólborgar með gámaeiningum
Leikskólinn Sólborg í Sandgerði. Ráðast þarf í verulegar endurbætur á húsnæðinu vegna mygluvanda. VF-mynd: HBB
Íþróttamiðstöðin í Garði, þar sem Suðurnesjabær rekur ljósabekki. VF-mynd: HBB
Taka undir áhyggjur vegna
dræmrar þátttöku barna og ungl-
inga í íþrótta- og tómstundastarfi
Suðurnesjabær hætti
rekstri ljósabekkja
125 ÁRA ÖLDUNGUR
Á GARÐSKAGA
Gamli vitinn á Garðskaga er 125 ára um þessar
mundir en vitinn var tekinn í gagnið árið 1897. Það ár
hafði verið starfandi barnaskóli í Garði í 25 ár. Vitinn
var starfræktur fram á lýðveldisárið 1944 þegar ljósið
var kveikt í nýjum vita á Garðskaga.
STARFSMAÐUR
Í FÉLAGSSTARF
ALDRAÐRA
Auðarstofa óskar eftir
metnaðarfullum starfsmanni
með reynslu, sem vill leggja
sitt að mörkum að gera starfið
skemmtilegt og fjölbreytt með
gæði og kærleika að leiðarljósi.
Starfið er opið, skemmtilegt og
býður upp á að innleiða nýjungar.
Um er að ræða 25% stöðu.
Helstu verkefni leiðbeinanda
■ Aðstoðar með félagsstarfið
■ Skipulagning starfsins í samráði við
forstöðumann og aðra starfsmenn
■ Samskipti og samstarf
■ Þátttaka að innleiða nýjungar
Menntunar og hæfniskröfur
■ Áhugi á frístunda og félagsstarfi
■ Hæfni í mannlegum samskiptum,
virðing og samvinna
■ Fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í
félagsstarfi - handavinna og föndur
■ Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
■ Góð íslenskukunnátta
Umsóknarfrestur er til og með
4. nóvember nk.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð-
un um ráðningu liggur fyrir. Nánari upplýsingar
veitir Vilma Úlfarsdóttir í síma 425-3170
Umsókn ásamt starfsferilsskrá og kynningar-
bréfi sem greinir frá ástæðu umsóknar og
rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu berast
á netfangið vilma@sudurnesjabaer.is
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi
stéttarfélags.
10 // vÍkurFrÉttir á SuðurNeSJuM