Víkurfréttir - 19.10.2022, Page 15
HÖRKUKEPPNI Í BOCCIA OG BORÐTENNIS
Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra haldið í Reykjanesbæ
Um helgina fór fram Íslandsmót
Íþróttasambands fatlaðra í einliða-
leik í boccia og borðtennis. Keppni
í boccia fór fram í Blue-höllinni á
laugardag og sunnudag en keppt var
í borðtennis í húsnæði Borðtennis-
félags Reykjanesbæjar á laugar-
deginum.
Fjöldi keppenda var skráður til
leiks og var keppni hörð, heiðarleg
og leikgleðin höfð í fyrirrúmi eins og
sést á meðfylgjandi myndum sem
Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljós-
myndari Víkurfrétta, tók við þetta
tækifæri. Fleiri myndir er að finna á
vefnum vf.is
Heimsmeistarinn Elsa Pálsdóttir á verðlaunapalli.
Myndir af Facebook-síðu Massa
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
sonur, afi, langafi, langalangafi og bróðir,
STEFÁN ÞÓR GUÐMUNDSSON
Suðurgötu 36, Sandgerði
lést laugardaginn 8. október.
Útförin fer fram frá Sandgerðiskirkju, föstudaginn 21. október kl. 12.
Gotta Ása Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir
Júlía S. Stefánsdóttir Jón Bjarni Sigursveinsson
Grétar Páll Stefánsson Erla Sveinbjörnsdóttir
Þórdís Stefánsdóttir Bergmann Skúlason
Stefán Stefánsson Sesselja Snævarr Guðmundsdóttir
Guðmundur Methúsalem Stefánsson Þóra Rut Jónsdóttir
Guðný Nanna Stefánsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn, barnbarnabarnabörn
og systkini hins látna.
Störf í boði
hjá Reykjanesbæ
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef
Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst
störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn
Akurskóli - Sérfræðingur
Háaleitisskóli - Kennari í Nýheima
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar - Skólaritari
Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu?
Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn
Elsa varði heimsmeistaratitilinn
– Hörður hafnaði í fjórða sæti
Kraftlyftingakonan Elsa Páls
dóttir varði heimsmeistaratitil
sinn á heimsmeistaramóti öldunga
sem fram fór í St. Johns í Kanada á
dögunum.
Elsa varð heimsmeistari í -76 kg.
flokki M3 með seríuna 132,5-65-
160 = 357,5. Fékk gull í hnébeygju,
réttstöðu og samanlögðu og silfur í
bekkpressu. Elsa var með persónu-
lega bætingu og bætingu á Íslands-
meti í bekkpressu í flokkum M3 og
M2 og í síðustu tilraun reyndi hún að
bæta eigið heimsmet í hnébeygju en
það hafðist ekki í þetta sinn.
Hörður Birkisson keppti í -74 kg.
flokki M3 og lenti í fjórða sæti með
tölurnar 155-90-185=430 kg. Hörður
hampaði silfurverðlaunum í bekk-
pressu.
Stórglæsilegur árangur hjá Elsu og
Herði sem keppa fyrir hönd Massa,
kraftlyftingadeildar UMFN.
Hörður tekur við silfurverðlaunum
í bekkpressu.
vÍkurFrÉttir á SuðurNeSJuM // 15