Víkurfréttir - 19.10.2022, Qupperneq 16
Flóttamannabúðir
í Reykjanesbæ?
Formaður allsherjar- og menntamála-
nefndar kallaði eftir því nú á dögunum að
flóttafólk fái að dvelja saman á ákveðnu
svæði fyrstu vikur þeirra eða mánuði á
Íslandi og stunda nám og vinnu. Þetta
svæði er Reykjanesbær enda getur sá
bær alltaf á sig blómum bætt.
Viðkomandi þingmaður hlaut eðlilega
skammir og ákúrur frá sveitarstjórnar-
fólki á svæðinu enda þessi tillaga væg-
ast sagt stórundarleg. Vildi þessi ágæti
þingmaður nú ekki meina að um flótta-
mannabúðir væri að ræða sem er þó akk-
úrat málið. Reykjanesbær yrði auðvitað
tilvalinn staður fyrir slíkar búðir enda
drýpur hér smjör af hverju strái. Eins og
hver einasti starfsmaður bæjarfélagsins
okkar getur vitnað um þá eru innviðir
bæjarfélagsins löngu sprungnir og starfs-
fólk víða að bugast undan miklu álagi.
Hvernig á að hjálpa fólki í neyð á stað
þar sem allir innviðir eru sprungnir?
Leikskólar, grunnskólar og t.d. félagslega
kerfið, þetta er hvellsprungið. Á meðan
stendur ríkisvaldið hjá glottandi og sker
t.d. niður framlög til HSS enn og aftur en
þessi stofnun hefur ávallt fengið löngu-
töng frá ríkinu. Hérna búa hvort eð er
annars flokks þegnar og hafa alltaf gert.
Í skjóli nætur tekur ríkið svo húsnæði á
leigu upp á Ásbrú og þar á að hýsa 400
manns sem væntanlega þurfa að nýta
sér innviði Reykjanesbæjar. Þetta er gert
án alls samráðs við sveitarfélagið. Köld
tuska framan í sveitarfélag sem hefur lagt
hvað mest til málanna þegar kemur að
málefnum flóttamanna og hælisleitenda.
Langflest sveitarfélög á landinu gera ná-
kvæmlega ekki neitt í þessum málum,
leggja ekkert til málanna. Reykjanesbær
hefur gert sitt og gott betur en það. En
nú er gjörsamlega komið að þolmörkum.
Annars eru málefni flóttamanna og
hælisleitenda flókin og erfið viðfangs.
Mikil aukning hefur verið á straum fólks
til landsins síðustu ár og ljóst að ærið
verkefni er fram undan hjá okkur sem
þjóð í þessum málum. Fyrst og fremst
þarf að dreifa álagi og það gengur alls
ekki að fáein sveitarfélög leggi hönd á
plóginn. Þessi mál eru gríðarlega við-
kvæm og stjórnmálamenn ræða þau
ekki á yfirvegaðan hátt, upphrópanir eru
tíðar. Margir þora svo ekki í umræðuna af
ótta við að vera úthrópaðir rasistar eða
hreinlega bara vont fólk ef það styður
ekki móttöku allra þeirra sem sækja
hérna um hæli. Aðrir vilja bara skella
öllu í lás og hjálpa helst engum.
Við þurfum að fara einhvern milliveg
því það verður aldrei hægt að hjálpa
öllum en þeim sem við ætlum að hjálpa
þá ber okkur sú skylda að gera það vel.
Það verður ekki gert með því að gera
Reykjanesbæ að flóttamannabúðum eða
setja allt álagið á fárra manna hendur.
Því miður sést það á orðum formanns
allsherjar- og menntamálanefndar að
engin almenn skynsemi er hjá ríkisvald-
inu í þessum málum.
Mundi
Var ekki örugglega verið að semja
um nýja heilsugæslu í Reykjanesbæ
en ekki flóttamannabúðir?
volundarhus.is · Sími 864-2400
GARÐHÚS 14,5 m²
www.volundarhus.is
Vel valið fyrir húsið þitt
VH
/2
2-
03
GARÐHÚS 4,7m²
34 mm bjálki / Tvöföld nótun
GARÐHÚS 4,4m²
GARÐHÚS 9,9 m² án gólfs
GARÐHÚS 9,7m²
45% afsláttur
af flutningi á
GARÐHÚSUM og
GESTAHÚSUM
á allar þjónustustöð-
var Flytjanda.
GESTAHÚS og
GARÐHÚS
sérhönnuð fyrir
íslenskar aðstæður
Sjá fleiri
GESTAHÚS og
GARÐHÚS á tilboði
á heimasíðunni
volundarhus.is
Nánari upplýsingar
á heimasíðu okkar
volundarhus.is
og í síma 864-2400.
HAUSTTILBOÐ
Rýmingarsala · Allt á að seljast!
20% afsláttur af öllum garðhúsum og
15% afsláttur af völdum gestahúsum á meðan birgðir endast.
Takmarkað magn · Ekki missa af þessu · Fyrstur kemur fyrstur fær
www.volundarhus.is
LO
KAO
RÐ
ÖRVAR Þ. KRISTJÁNSSON
Dagskrárgerðarfólk
og hugmyndir að þáttum
í Hlaðvarp Víkurfrétta
Hlaðvarp Víkurfrétta
— Leggðu við hlustir
Ertu til í að vinna við dagskrárgerð og taka upp einn þátt
í viku eða kannski bara einn þátt í mánuði?
Ertu til í að ganga til liðs við okkur í vetur og sjá um hlaðvarpsþátt?
Ertu kannski bara með hugmyndir að áhugaverðu efni til umfjöllunar
og ert til í að deila því með hlaðvarpsstjórnendum?
Við erum að leggja lokahönd á nýtt stúdíó þar sem verður aðstaða
til að taka á móti gestum og ræða við þá á bak við hljóðnemann
og/eða framan við myndavélina.
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt,
þá máttu endilega senda okkur línu á vf@vf.is
Stórar framkvæmdir
á Keflavíkurflugvelli
Starfakynning fyrir
grunnskólanemendur
Bleikur dagur á
heilsugæslunni
FIMMTUDAG
KL. 19:30
HRINGBRAUT
OG VF.IS
Í þætti vikunnar: