Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.10.2022, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 26.10.2022, Blaðsíða 2
 FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS „Það er verið að setja upp póstbox í Sandgerði, Garði og Vogum svo póstboxum fjölgar til muna á næstu vikum á Suðurnesjum. Þá er þriðja póstboxið væntanlegt í Reykjanesbæ. Pósturinn leggur mikla áherslu á að aðlagast hratt og örugglega og kappkostar að þróa þjónustu sína í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda,“ segir Elín Björg Guðmundsdóttir, stöðvarstjóri Póstsins á Suðurnesjum. Hún starfar á pósthúsinu við Hafnargötu í Reykjanesbæ. Póstboxin slegið í gegn „Við erum þegar með tvö póstbox í Reykjanesbæ og það þriðja er á leiðinni. Bæjarbúar hafa tekið póst- boxunum opnum örmum og það er einstaklega góð nýting á fyrstu tveimur boxunum. Þau eru best nýttu póstboxin á landsvísu og ég verð að hrósa starfsfólkinu hér sem hefur verið mjög duglegt að kynna póstboxin fyrir bæjarbúum. Suður- nesjamenn taka yfirleitt vel á móti nýjungum og það hefur sýnt sig með boxin. Þau hafa sannarlega slegið í gegn hér í bænum og það er mjög skemmtilegt.” Opin allan sólarhringinn Hún segir að þetta sé auðvitað þróunin á okkar hröðu tímum tækni og örra breytinga. ,,Það sem er svo þægilegt við póstboxin er að þau eru opin allan sólarhringinn, alla daga ársins. Svo erum við með laugar- dagsáfyllingar líka þannig að það er fyllt á boxin sex daga vikunnar. Við- skiptavinir geta raunar sótt hvenær sem er sólarhringsins í póstboxin sem er afar þægilegt. Það er líka hægt að senda pakka í póstboxunum sem gerir þau enn nytsamlegri,“ segir Elín Björg. Hún hóf störf hjá Póst- inum árið 2019 og tók þá við stöðu stöðvarstjóra á Suðurnesjum. Hún segist sjálf líta á sig sem Njarðvíking fyrst og fremst þótt hún hafi búið fyrstu árin í Grímsnesi. „Við erum alltaf að fylgjast með þörfinni og meta hvort við eigum að stækka póstbox sem eru nú þegar til staðar. Nú er þriðja póstboxið að koma sem bætir þjónustuna enn frekar. Við höfum einnig ráðist í endurbætur á pósthúsinu við Hafn- argötu og það lítur ljómandi vel út.“ Fyrirtækjaþjónusta Póstsins aðstoðar í jólatörninni Elín Björg nefnir að miklar breyt- ingar hafi orðið á póstþjónustu á síðustu árum. „Fjöldi bréfasendinga hefur dregist saman um 74% en á sama tíma hafa pakkasendingar margfaldast. Við erum með mjög góða fyrirtækjaþjónustu og ég hvet fyrirtæki hér í bænum til að skoða þá þjónustu sem við bjóðum upp á. Nú eru jólin að nálgast óðfluga og Pósturinn getur aðstoðað fyrirtæki í jólatörninni. Það eru fjölbreyttar þjónustuleiðir í boði, t.d. getum við komið og sótt pantanir alla virka daga, það eru farnar aukaferðir með pakka og boðið er upp á vöruskil. Ég vil hvetja fyrirtæki hér á Suður- nesjum til að hafa samband við fyrir- tækjaþjónustuna okkar,“ segir Elín Björg. Loks nefnir Elín Björg að breytingar verði á póstþjónustu í Grindavík í janúar næstkomandi. Til stendur að loka pósthúsinu en leggja þess í stað meiri áherslu á annars konar þjónustu á svæðinu. „Breyttir tímar gera kröfu um breytta þjón- ustu sem við verðum víst að laga okkur að. Viljinn hjá okkur er sterkur til að þróa þjónustuna þar svo hún verði framúrskarandi.“ Ein stór fjölskylda Alls starfa 22 starfsmenn hjá Póst- inum á Suðurnesjum. „Það er góður starfsandi hjá okkur og við erum eins og ein stór fjölskylda. Þetta er frábær vinnustaður. Það er mikil til- hlökkun að demba sér í jólatörnina sem er alltaf skemmtileg þótt það sé mikið að gera á þeim tíma. Við setjum okkur í jólagírinn og tökum vel á móti viðskiptavinum okkar sem koma með pakka eða bréf til vina og ættingja fyrir jólin. Ég vil hvetja fólk til að vera tímanlega á ferðinni með jólapakkana þar sem það er mikið að gera á þessum tíma,“ segir Elín Björg glaðlega að lokum. Best nýttu póstbox landsins á Suðurnesjum – póstboxum fjölgar til muna á næstu vikum á Suðurnesjum Elín Björg Guðmundsdóttir, stöðvarstjóri Póstsins á Suðurnesjum. VF-mynd: Hilmar Bragi Elskulegur faðir okkar , tengdafaðir, bróðir, afi og frændi GUÐMUNDUR FRIÐRIK FRIÐRIKSSON Víkurbraut 6, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 18. október. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 28. október kl. 12. Lárus Gabríel Guðmundsson Þorbjörn Einar Guðmundsson Loftur Guðmundsson Árdís Telma Jóhannesdóttir Hafdís Ben Friðriksdóttir Magnea Friðriksdóttir barnabörn og frændsystkini hins látna. Ásdís Ragna Einarsdóttir, lýð- heilsufulltrúi, kynnti á síðasta fundi lýðheilsuráðs niðurstöður rýnihóparannsóknar, Lýðheilsa á Suðurnesjum, sem var framkvæmd af Félagsvísindastofnun Háskóla Ís- lands fyrir Reykjanesbæ. Lýðheilsuráð Reykjanesbæjar hefur óskað eftir gögnum um nýt- ingu á sálfræðiþjónustu sem stóð til boða í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Þá vill ráðið vita hvort til séu gögn um það hversu mörgum málum var vísað áfram til áframhaldandi úr- ræða og af hverju þessi þjónusta var lögð niður. Frú Ragnheiður og staða heim- ilislausra í Reykjanesbæ var til umræðu á síðasta fundi vel- ferðarráðs Reykjanesbæjar. Jó- hanna Björk Sigurbjörnsdóttir, verkefnastjóri Frú Ragnheiðar á Suðurnesjum, og Bjarney Rós Guðmundsdóttir, teymisstjóri ráðgjafar- og virkniteymis, mættu á fundinn undir þessum lið. Frú Ragnheiður vinnur eftir hugmyndafræði skaðaminnkunar þar sem lögð er áhersla á að fyrir- byggja þann skaða og þá áhættu sem hlýst af notkun vímuefna fremur en að fyrirbyggja notkunina sjálfa. Frú Ragnheiður hefur það að markmiði að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll og óaftur- kræfan skaða sem og að auka lífs- gæði og bæta heilsufar einstaklinga sem nota vímuefni í æð með því að veita lágþröskuldaþjónustu í nærumhverfi einstaklinga. Lækkun á tíðni sýkinga og útbreiðslu smit- sjúkdóma á borð við HIV og lifrar- bólgu C, færri dauðsföll af völdum ofskömmtunar, ábyrgari neyslu- hegðun og minna af notuðum sprautubúnaði í almennings- rýmum eru á meðal þess ávinnings sem hlýst af verkefninu án mikils tilkostnaðar. Jóhanna Björk Sigurbjörns- dóttir, verkefnastjóri, kynnti verk- efnið Frú Ragnheiður á Suður- nesjum sem hófst í júní 2020 og hefur farið ört stækkandi síðan. Á þessu ári eru um 40 notendur sem skiptast nokkuð jafnt milli kynja. Jóhanna fylgir eftir málum sem koma inn í bílinn og stendur til að hækka starfshlutfall hennar en til þess þarf meira fjármagn í verkefnið. Verkefnið eignaðist sinn eigin bíl í byrjun árs. Það sem af er árinu 2022 hafa 38 einstaklingar leitað til Frú Ragnheiðar á Suður- nesjum og heimsóknir eru samtals 374. Nú þegar hefur verið fargað 207 lítrum af notuðum sprautu- búnaði. Á fundinum fór Bjarney Rós Guðmundsdóttir, teymisstjóri ráðgjafar- og virkniteymis, yfir stöðuna varðandi heimilislausa einstaklinga í Reykjanesbæ. Um 40 einstaklingar nota þjónustu Frú Ragnheiðar á Suðurnesjum Af hverju var sálfræði- þjónusta í FS lögð niður? 2 // vÍkurFrÉttir á SuðurNeSJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.