Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.10.2022, Page 16

Víkurfréttir - 26.10.2022, Page 16
Mundi Settu vöruna á vigtina ... Settu vöruna á vigtina ... Mér finnst fátt óþægilegra en að finna þegar hjartslátturinn hækkar, að því er virðist að ástæðulausu. Eftir því sem ég verð eldri gerist þetta æ oftar – og oftast þegar ég nálgast einhverja númtímatækni, sem ungir hugsuðir með óþroskaða sýn á lífið hafa hannað til að auðvelda okkur lífið. Tölvurnar eru byrjaðar að tala við okkur og senda okkur óumbeðið miskunar- lausar upplýsingar og fyrirskipanir. Ég fékk nýlega forláta kínverskan rafmagnsbíl með ensku nafni til af- nota, smíðaðan í Kína árið 2022 samkvæmt skráningarvottorðinu sem fylgir. Sem sagt alveg glænýjan bíl. Það ætti að vera notaleg til- finning fyrir eldri mann með snert af loftlagskvíða að fá að nota slíkt tækniundur – en það er það ekki. Í hvert skipti sem ég starta bílnum koma kínverku raddirnar með alls- konar upplýsingar sem í mínu tilfelli örva hjartsláttinn upp fyrir þau mörk sem eðlileg geta talist. Ég fyllist efa- semdum um gildi tækninar og aldur bílsins. Það sem setur mig næstum alveg úr jafnvægi á hverjum dagi er hvernig þær byrja. Tilkynna mér á hverjum degi að nú sé 1. janúar árið 2019, jafnvel þó nú sé kominn seinni hluti október 2022, samkvæmt minni bestu vitund. Fæ svona létt paranojuköst, gef mér að þetta sé hluti af einhverju sérstöku átaki kínverskra stjórnvalda sem beinist að því að heilaþvo mig sérstaklega, þannig að ég viti hvorki stað né stund. Velti því svo fyrir mér hvort bílinn sé eldri en er skráður og allt þetta sem þær segja hafi verið tekið upp á segulbandspólu sem hafi verið komið fyrir í bílnum 1. janúar 2019. Átta mig ekki á hvort sé réttara en hvoru tveggja grafalvarlegt ef rétt reynist. Svo eru það sjálfsafgreiðslukass- arnir sem virðast vera komnir all- staðar og maður kemst bara ekki undan að nota. Ég fyllist alltaf ótta og skelfingu þegar ég nálgast slík tæki, með þá tilfinningu að þeir séu byrjaðir að þekkja mig sjá til þess að athygli allra sem í búðinni eru beinast að mér. Sýna öllum hversu tækniheftur ég sé. Þetta byrjar oftast vel, ég byrja á að skanna þær vörur sem hafa strikamerki og set þær samkvæmt fyrirmælum á pokavæðið. Svo kemur að þeim vörum sem þarf að velja handvirkt, og setja á vigtina. Það er á þessum tímapunkti sem kassarnir velja að ráðst til atlögu og röddin sem berst úr kössunum veður ísköld og miskunnarlaus, eins og hún hafi misst alla raunveruleikatilfinningu og sé hætt að fylgjast með hvað er að gerast. Settu vöruna á vigtina ... Settu vöruna á vigtina ... endurtekur hún aftur og aftur. Það er þarna sem ég finn hjartsláttinn hækka, horfi á eiginkonuna sem brosir, því hún veit hvað er framundan. Barátta milli manns og sjálfsafgreiðslukassa. Ég dreg andann djúpt, hleð upp í gildishlaðna ræðu þar sem ég mun útskýra fyrir sjálfsafgreiðslukass- anum að varan sé löngu komin á vigtina og hlutverk hans sé að vigta vöruna og setja verð á þá vöru sem ég er að kaupa, ekki að hrópa inni- haldslausar fyrirskipanir að mér sem heyrast út um alla búð. Það er á þessum tímapunkti sem brosandi ungmenni birtast venjulega, ýta á einn eða tvo takka og sjálfsafgreiðlu- kassinn kemst aftur til meðvitundar – en í stað þess að biðjast afsökunar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið mér og viðbrögðum sínum, skipar hún mér að setja vöruna á pokavæðið. Ég greini á tónfalli sjálfsafgreiðlukassans að ég hef unnið fullnaðarsigur í þessum bar- daga – en orrustan sé ekki búin. Við munum hittast aftur næsta föstudag. Gleymd’ekki kvittuninni ... ORGÓBER 30. Orgeltónleikar Guðmundur Sigurðsson organisti við Hafnarfjarðarkirkju leikur valin orgelverk kl. 17:00 O RGELMÁNUÐUR Í OKTÓBER 2022 DAGSKRÁ Í OKTÓBER Guðmundur Sigurðsson keflavikurkirkja.is LO KAO RÐ HANNESAR FRIÐRIKSSONAR Dagskrárgerðarfólk og hugmyndir að þáttum í Hlaðvarp Víkurfrétta Hlaðvarp Víkurfrétta — Leggðu við hlustir Ertu til í að vinna við dagskrárgerð og taka upp einn þátt í viku eða kannski bara einn þátt í mánuði? Ertu til í að ganga til liðs við okkur í vetur og sjá um hlaðvarpsþátt? Ertu kannski bara með hugmyndir að áhugaverðu efni til umfjöllunar og ert til í að deila því með hlaðvarpsstjórnendum? Við erum að leggja lokahönd á nýtt stúdíó þar sem verður aðstaða til að taka á móti gestum og ræða við þá á bak við hljóðnemann og/eða framan við myndavélina. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt, þá máttu endilega senda okkur línu á vf@vf.is FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS Í Finnlandi með félagsmiðstöðvafólki af Suðurnesjum Sólborg og Fávitarnir Ný plata Elízu

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.