Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.10.2022, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 26.10.2022, Blaðsíða 7
Afmælisþættir skólans í Vogum, birtast vikulega í Víkurfréttum og vf.is á afmælisárinu. Þorvaldur Örn Árnason, áður kennari við skólann, tekur saman með góðra manna hjálp. 40. ÞÁTTUR SAMFÉLAGIÐ OG SKÓLINN Um aldir fór uppeldi og menntun barna fram á heimilum með að- stoð og undir eftirliti presta. Þegar kom fram á 19. öld aukast kröfur um kunnáttu og var það hvati að stofnun barnaskóla til að aðstoða heimilin og prestana, þótt skóla- skylda væri engin. Framan af voru skólabörn dýrmætur vinnukraftur og á mörgum heimilum erfitt að sjá af þeim í skólann. Síðan hefur þetta gjörbreyst, nú fer nánast allt nám fram í skólanum og foreldrum og atvinnulífi hentar vel að börnin séu þar lengi, einkum þau yngstu. Fyrstu áratugina var skólaganga barna fjögur ár, sex mánuði á ári, frá klukkan 10 til 14 sex daga vikunnar. Skólatíminn lengdist í mörgum skrefum alla 20. öldina og undir síðustu aldamót voru grunnskólaár hvers barns orðin tíu, mánuðir á ári hverju níu, daglegur skólatími mun lengri en áður en vinnuvikan hafði reyndar styst í fimm daga. Að auki höfðu bæst við fjögur, fimm ár í leikskóla og hjá flestum nokkur ár í framhaldsnámi. Þetta er gríðarmikil breyting í lífi barna á 150 árum! Samkvæmt 13. grein upphaf- legu reglugerðar Thorchillii-barna- skólans frá 1872 skyldi „almenn kennsla veitt í trúarlærdómi, biflíu- sögum, íslenskum bóklestri, skrift, reikningi og söng. Þar að auki má, að því leyti sem kringumstæður leyfa, veita tilsögn í rjettritun, undirstöðu íslenskrar málfræði, föðurlands- sögu og landafræði. Það skal leyft, að börnum sem skortir gáfur til að nema, sje ekki kennt annað en trúar- lærdómurinn, lestur og skript. Þar að auki skal veitt sjerstök kennsla fermdum unglingum,“ og kenna, auk þess fyrrnefnda, dönsku, ensku (sögu) og náttúrusögu. Eins má, „þegar afgangs eru eftirmiðdags- stundir frá hinni sjerstöku kennslu, taka nokkra unglinga til undirbún- ings undir latínuskólanám“. Frá því að Íslendingar urðu kristnir var það hlutverk kristin- dómsins að móta siðferði og sam- félagsskilning manna. Fram yfir aldamótin 1900 var kristindómur stór hluti náms og kennslu og prestar réðu þar miklu. Með fræðslulög- gjöfinni 1907 dró úr kristinfræði og enn frekar er leið á 20. öldina. Þjóð- rækni leysti þá trúrækni af hólmi. Þá var, auk landafræði og sögu, farið að kenna þjóðfélagsfræði og í lok aldar- innar var einnig farið að kenna nýja námsgrein, lífsleikni. Allan tímann hefur leiðsögn og fordæmi kennara skipt miklu máli, einnig ungmenna- og íþróttafélaga, svo ekki sé talað um heimilin. Að auki má nefna bók- menntir, fjölmiðla og nú síðast sam- félagsmiðla. Margt er gert til að koma til móts við ólíkar þarfir barna. Í Stóru- Vogaskóla er áhersla á að greina vandamál snemma og boðið er upp á margþætta stoðþjónustu, í fimm ólíkum námsverum. Til dæmis er eitt þeirra fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku. Með lögum um grunnskóla 1974 varð skólaskylda níu ár og skóla- dagur samfelldur, með áherslu á jafnrétti allra til náms. Grunnskólinn skyldi í samvinnu við heimilin búa nemendur undir líf og starf í lýð- ræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun; starfshættir mótast af um- burðarlyndi, kristilegu siðgæði og lýðræðislegu samstarfi; og nem- endum tamin víðsýni og skilningur á mannlegum kjörum og umhverfi. Þá var hafin umbylting námsgreina og kennsluhátta og 1989 tókst loks að setja saman heildstæða námskrá um allt þetta. Landafræði, saga og félagsfræði var tengt saman í sam- félagsfræði. Í aðalnámskránni 2011 voru skilgreindir sex grunnþættir og var einn þeirra „lýðræði og mann- réttindi“. Svava Bogadóttir, sem var skóla- stjóri 2008–2015, fékk nemendaráð skólans til að undirbúa og halda skólaþing nemenda þar sem lögð var áhersla á að nemendur kæmu sterkir að undirbúningi þingsins, stýrðu því og kynntu niðurstöður. Á einu þinginu var skoðað hvers vegna nemendur hefðu litla trú á eigin námsgetu og var yfirskrift þess þings metnaður. Næsta vor, 2023, verður unnið með höfundinum Þórunni Rakel Gylfadóttur að nemendaverkefnum við bók hennar, Akam, ég og Annika. Hún fjallar um íslenska unglings- stelpu sem flytur til Þýskalands og kynnist bæði Þjóðverjum og öðrum innflytjendum. Bókin er spennandi og tekur á málum sem nú brenna á ungu fólki. N ú v e r a n d i s k ó l a s t j ó r i , Hilmar E. Svein- björnsson, hefur s a m i ð f j ó ra r námsbækur í landafræði: Ís- land, Evrópa, Heimsálfurnar og Jörðin. Þeim fylgja verkefni og kennsluleiðbeiningar og er þetta námsefni notað í skólum um allt land. Með náms- og starfsfræðslu tengist skólinn atvinnulífi og nem- endur átta sig á hvað þeir vilja læra og gera að loknum grunnskóla. Jón Ingi hefur sinnt þeim þætti í rúman áratug. Undir lok 20. aldar voru nemendur efstu bekkja í starfskynn- ingu í fyrirtækjum og námsráðgjafi Fjölbrautaskóla Suðurnesja kynnti skólann. Áður kom fyrir að skóla- leiðir nemendur vörðu hluta skóla- tímans við störf hjá vinnuveitanda sem leiðsagði þeim. Frá árinu 2012 hafa Samband sveitarfélaga á Suður- nesjum og Þekkingarsetrið í Sand- gerði haldið árlega mjög öflugar starfsgreinakynningar fyrir nem- endur í 8. og 10. bekk. Síðast voru kynntar 110 starfsgreinar með tólum, tækjum, tali, tónum og veitingum! Heimilin eru tengiliður skóla og samfélags. Lítið er vitað um þau tengsl framan af. Þann 3. apríl 1962 samþykkti skólanefnd að á næstu skólaárum verði foreldradagar, einn í byrjun skólaárs og annar síðar, með nánara samband foreldra og kennara að markmiði. Hreinn skólastjóri getur um foreldrafund 30. jan. 1975 og við skólasetningu 1981 ber hann fram ósk um formlegt samstarf for- eldra og skóla, sem geti orðið kveikja að auknum námsáhuga nemenda. Haustið 1983 var stofnað for- eldra- og kennarafélag við skólann. Var það fyrst og fremst framtak áhugasamra foreldra. Þátttaka var dræm framan af. Starfið lenti fyrst og femst á stjórninni sem stóð sig með prýði undir forystu Herdísar Herj- ólfsdóttur. Félagið hélt opið hús, fór í gönguferðir með nemendur, hélt fjöl- tefli, einnig diskótek í Glaðheimum til fjáröflunar fyrir félagið og beitti áhrifum sínum til eflingar skólanum. Það sama ár var opin vika í lok nóv- ember, þar sem foreldrar heimsóttu bekki sinna barna og haldnir voru tveir foreldrafundir. Árið 1987 skyldi vera foreldrafundur tvisvar á vetri, m.a. eftir miðsvetrarpróf og virðist gjarna hafa verið svo síðan. Berg- sveinn boðaði til almenns foreldra- fundar 1996 þar sem foreldraráð var kjörið. Nálægt aldamótunum 2000 stóðu umsjónarkennarar fyrir vel sóttum bekkjarkvöldum. Skólinn hefur oft kynnt foreldrum nýtt námsefni og nýjungar í kennslu. Lengi hefur tíðkast að sýna hand- verk nemenda við skólaslit og síð- asta áratug hefur öll vinna nemenda verið kynnt gestum og gangandi á uppstigningardag og hefur sjötti bekkur þá staðið fyrir kaffisölu til að afla fjár til ferðar í skólabúðir. Skólinn hefur oft fengið gjafir frá félögum og einstaklingum við ýmis tækifæri, hvað oftast frá kven- félaginu Fjólu. Heimildir m.a.: Reglugerð skólans frá 1872. Gjörðabók skólanefndar. Ræður Hreins Ás- grímssonar við skólasetningu og skólaslit. Vefur Þekkingarseturs Suðurnesja. Fundar- gerðir skólaráðs. Almenningsfræðsla á Íslandi. Upplýsingar frá Svövu Bogadóttur, Hilmari E. Sveinbjörnssyni og Særúnu Jónsdóttur. VOGAR Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar hélt útgáfuhóf um liðna helgi vegna útgáfu bókarinnar Út á Brún og önnur mið - Útgerðar- saga Vatnsleysustrandarhrepps til 1930 eftir Hauk Aðalsteinsson. Minjafélagið gefur bókina út. Í bókinni er rakin saga bændaút- gerðarinnar í Vogum og á Vatns- leysuströnd allt frá elstu fáanlegu heimildum fram á þriðja áratug tuttugustu aldar þegar vélbátar höfðu leyst árabátana af hólmi. Sagt er frá áhrifum Viðeyjar- klausturs á svæðinu, konungsút- gerð, spítalafiski, sjósókn, neta- veiðideilum, saltfiskverkun, sjó- búðum og þilskipaútgerð. Bókin byggir á viðamikilli könnun frum- heimilda í fornbréfasafni, Þjóðskjalasafni og fleiri skjala- söfnum sem gefur í mörgum tilfellum nýja sýn á söguna, bæði sögu svæðisins sem og sjó- sóknar. Hún er öllum áhugasömum um útgerðarsögu fróðleg lesning og fræðandi um lífshætti þeirra sem sóttu sjóinn og byggðu landið fyrr á öldum. „Útgáfuhófið var frábært. Fjöl- margir komu og nutu þess að hlusta á upplestur úr bókinni, frásögn af tilurð hennar, veitinga, tónlistar og samveru,“ segir Helga Ragnarsdóttir hjá Minja- og sögu- félagi Vatnsleysustrandar. Saga bændaútgerðarinnar í Vogum og á Vatnsleysuströnd rakin í nýrri bók Haukur Aðalsteinsson er höfundur bókarinnar Út á Brún og önnur mið - Útgerðarsaga Vatnsleysustrandarhrepps til 1930. Haukur Aðalsteinsson, höfundur bókarinnar, áritar eintak af henni. Viktor Guðmundsson les úr útgerðarsögunni. Hafna breytingu á miðbæjarsvæði Deiliskipulagsbreyting á mið- bæjarsvæði í Vogum var tekið fyrir að nýju á síðasta fundi skipulags- nefndar. Í breytingunni felst að byggingareitum fjölgar úr tveimur í þrjá. Heimilt verður að byggja á einni til tveimur hæðum fyrir mið- bæjarstarfsemi, verslun og þjón- ustu. Einnig er heimilit að byggja fjölbýlishús á þremur til fjórum hæðum. Ásamt því eru settir skil- málar um nýtingarhlutfall og fjölda íbúða. Fyrir liggur úthlutun bæjar- ráðs á lóðinni. Afgreiðsla skipulagsnefndar er að hafna breytingunni og vill halda í fyrra skipulag. Svæðið við Hafn- argötu 101 verði þróunarreitur Skipulagsnefnd Sveitar - félagsins Voga leggur til við bæjarstjórn að svæðið við Hafnargötu 101 í Vogum verði auglýst sem þróunarreitur. Við val á umsækjendum verður sér- staklega horft til þess að hug- myndir um hönnun, skipulag og framkvæmdir taki mið af einkennum, ásýnd og sögu svæðisins og uppbygging styðji við jákvæða atvinnuþróun í ört stækkandi sveitarfélagi, segir í afgreiðslu skipulagsnefndar á síðasta fundi. Á fundinum voru lögð fram drög að kynningargögnum vegna uppbyggingar og þróunar á lóð Hafnargötu 101. Um þróunarreit er að ræða þar sem miklir mögu- leikar eru fyrir hendi. Á sama fundi var tekið fyrir erindi frá Minjastofnun Íslands, sem hefur óskað eftir því að fá að kynna tillögur sínar vegna mögu- legrar uppbyggingar og nýtingar á húsi og lóð Hafnargötu 101. Nefndin þakkar aðilum Minja- stofnunar fyrir góða og áhuga- verða kynningu. Frá miðbæjarsvæðinu í Vogum. Senda má ábendingar um áhugavert efni á Vogasíðu Víkurfrétta með pósti á hilmar@vf.is vÍkurFrÉttir á SuðurNeSJuM // 7

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.