Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.10.2022, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 26.10.2022, Blaðsíða 15
Ungmennafélagið Þróttur í Vogum fagnaði 90 ára afmæli um liðna helgi. Félagið var stofnað þann 23. október 1932 en alla tíð hefur verið mjög líflegt starf í félaginu. Starfsemin hefur verið í miklum blóma síðustu ár og er það m.a. að þakka uppbyggingu íþróttamann- virkja í sveitarfélaginu. Þannig eru rétt tæpir þrír áratugir síðan íþróttamiðstöð var opnuð í Vogum með sundlaug, parketlögðum íþróttasal og aðstöðu til lyftinga. Með íþróttamiðstöðinni fjölgaði íþróttagreinum innan Þróttar og þarna fóru Vogamenn að stunda badminton, júdó og sund. Núna er t.a.m. æfður körfuknattleikur undir merkjum Þróttar í íþróttamiðstöðinni. Utan við íþróttamiðstöðina er svo sjálfur knattspyrnuvöllurinn þar sem Þróttur lék síðasta sumar í næstefstu deild en veran í þeirri deild á nýliðnu sumri er besti árangur sem Þróttur hefur náð í knattspyrnusögu félagsins. Liðið féll reyndar aftur niður í 2. deild í haust. En aftur að afmælisfagnaðinum í Tjarnarsal Stóru-Vogaskóla. Þar var tekið á móti næstum 200 af- mælisgestum í mikið skreyttan sal, þar sem munir úr sögu ungmenna- félagsins fengu að njóta sín á borðum og veggjum. Fjölmargar viðurkenningar voru veittar á þessum tímamótum. Borg- hildur Sigurðardóttir, fyrsti vara- formaður Knattspyrnusambands Íslands, veitti þeim Marteini Ægis- syni og Gunnari J. Helgasyni silfur- merki KSÍ. Ungmennafélagið Þróttur veitti nokkrar heiðursviðurkenningar á þessum stóru tímamótum. Helgi Guðmundsson, Júlía Halldóra Gunn- arsdóttir, Tinna Sigurbjörg Hall- grímsdóttir, Kristján Árnason, Björg- unarsveitin Skyggnir og Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar fengu öll viðurkenningu með þökk fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og að gera gott félag betra. Félaginu bárust peningagjafir frá Kvenfélaginu Fjólu, Gullási og Sveitarfélaginu Vogum í tilefni tíma- mótanna. Þá voru veitingar og hlað- borð var í boði Hérastubbs bakara í Grindavík. Nokkur ávörp voru haldin á tíma- mótunum. Petra Rut Rúnarsdóttir, formaður UMFÞ, rakti sögu ung- mennafélagsins í grófum dráttum og þá ávörpuðu Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri, og Birgir Örn Ólafsson, formaður bæjarráðs, samkomuna. Það gerðu einnig Auður Inga Þor- steinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, Haukur Guðberg Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, Einar Haraldsson, for- maður Keflavíkur íþrótta- og ung- mennafélags, Rúnar Arnarsson, formaður Íþróttabandalags Reykja- nesbæjar og fyrrum stjórnarmaður KSÍ og Borghildur Sigurðardóttir, fyrsti varaformaður KSÍ. Að endingu kom Sóli Hólm og skemmti fólki með uppistandi og börn fengu andlits- málningu í tilefni dagsins. Þróttmiklir í Vogum í 90 ár Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Borghildur Sigurðardóttir, fyrsti varaformaður Knattspyrnusambands Íslands, veitti þeim Marteini Ægissyni og Gunnari J. Helgasyni silfurmerki KSÍ. Boðið var upp á kaffiveitingar í boði Hérastubbs bakara í Grindavík. Einar Haraldsson frá Keflavík og Petra Rún frá Þrótti Vogum. Haukur Guðberg frá Grindavík og Petra Rún frá Þrótti Vogum. Um 200 gestir mættu í afmælishófið í Tjarnarsal Stóru-Vogaskóla síðasta laugardag þegar 90 ára afmæli Ungmennafélagsins Þróttar var fagnað. Fleiri myndir á Íbúar í Sveitarfélaginu Vogum og velunnarar Ungmennafélagsins Þróttar fjölmenntu í afmælisfagnaðinn í tilefni af 90 ára afmæli félagsins. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson Ungmennafélagið Þróttur veitti nokkrar heiðursviðurkenningar á þessum stóru tímamótum. Helgi Guðmundsson, Júlía Halldóra Gunnarsdóttir, Tinna Sigurbjörg Hallgrímsdóttir, Kristján Árnason, Björgunarsveitin Skyggnir og Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar fengu öll viðurkenningu með þökk fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og að gera gott félag betra. Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri, og Birgir Örn Ólafsson, formaður bæjarráðs, afhentu UMFÞ gjöf sem Petra Rut, formaður, tók við. Til vinstri er Petra Rut með Auði Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra UMFÍ. vf is vÍkurFrÉttir á SuðurNeSJuM // 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.