Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.10.2022, Side 12

Víkurfréttir - 26.10.2022, Side 12
Jákvæð og dugleg „Eitt orð sem lýsir mér best er að ég er dugleg. Ég er dugleg í skólanum, vinnunni og passa að ég hafi nóg af tíma til að hitta kærastann minn og bestu vinkonu,“ segir Helga aðspurð hvaða orð lýsi henni best. Helga Lilja hefur nóg að gera en utan skóla og vinnu hefur hún einnig gaman af því að gera neglur og fara einstaka sinnum á krossara. Hvers saknar þú mest við grunnskóla? Ég sakna rosa mikið að eiga heima nálægt skólanum mínum og ég sakna líka kennar- anna og krakkanna. Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS? Ég ákvað að fara FS því hann er á Suður- nesjunum og vinir mínir eru þar. Hver er helsti kosturinn við FS? Mér finnst fólkið vera besti kosturinn við FS og klárlega félagslífið. Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Mér finnst félagslífið í FS vera gott en það fer rosa mikið eftir því með hverjum þú ert. Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Ég myndi segja Margrét Norðfjörð. Hver er fyndnastur í skólanum? Sóley Halldórsdóttir. Hvað hræðist þú mest? Köngulær og sjóinn. Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? Það sem er heitt er að nota poka sem skólatösku og kalt er bomber jakkar. Hvert er uppáhaldslagið þitt? Fáviti með Birni. Hver er þinn helsti kostur? Kostur við mig er að ég er jákvæð og þolinmóð. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Mest notaða forritið hjá mér er Snapchat. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Stefnan hjá mér er að verða vel sett, mennta mig vel og fá góða vinnu. Hver er þinn stærsti draumur? Að eignast alla draumabílana mína. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju? Eitt orð sem lýsir mér best er að ég er dugleg. Ég er dugleg í skólanum, vinnunni og að passa að ég hafi nóg af tíma til að hitta kærastann minn og bestu vinkonu. Langar að verða atvinnumaður í fótbolta Elvar Breki Svavarsson myndi taka síma, tölvu og fótbolta með sér á eyði- eyju, einfaldlega til að hafa gaman. Elvar er í 9. bekk Heiðarskóla og æfir fótbolta en hann langar að verða atvinnumaður í íþróttinni í framtíðinni. Hvert er skemmtilegasta fagið? Skemmti- legustu fögin eru íslenska og danska. Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Viktor Logi Sighvatsson, því hann er bara æðislegur og hæfileikaríkur. Skemmtilegasta saga úr skólanum: Skemmtilegasta sagan úr skólanum er þegar ég faldi ipad vinar míns og hann var að verða brjálaður. Hver er fyndnastur í skólanum? Hlynur er pottþétt fyndnastur. Hvert er uppáhaldslagið þitt? Ég hlusta ekki mikið á tónlist en Ef þeir vilja beef er alveg gott lag. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Uppáhaldsmaturinn minn er hamborgari. Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? Þær eru margar en ef ég þarf að velja eina þá er það Ride Along. Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Ég myndi taka símann, tölvuna og fótbolta því það er gaman í þessu öllu. Hver er þinn helsti kostur? Minn helst kostur er að ég er góður í íþróttum Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Ég myndi velja að geta flogið. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Þegar fólk er skemmtilegt. Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Mig langar að verða atvinnumaður í fót- bolta. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Skrítinn. FS-ingur vikunnar: Nafn: Helga Lilja Bess Aldur: 16 ára Námsbraut: Fjölgreinabraut Áhugamál: Gera neglur, bílar og krossarar Ungmenni vikunnar Nafn: Elvar Breki Svavarsson Aldur: 14 ára Skóli: Heiðarskóli Bekkur: 9. bekkur Áhugamál: Fótbolti og vera með vinum Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is SUÐURNESJABÆR Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Lýðræði í beinni Anton Guðmundsson, oddviti framsóknar og formaður bæjarráðs í Suðurnesjabæ. Málefni íbúa eru alltaf á dagskrá á bæjarstjórnarfundum í Suðurnesja- bæ og snerta daglegt líf íbúa. Mörg nágrannasveitarfélög okkar hafa streymt fundum sínum á netinu um árabil. Suður- nesjabær er ört stækkandi sveitarfélag sem mun á næstu misserum fara í 4.000 íbúa en í dag búa 3.854 í sveitarfélaginu. Það er mikilvægt að tryggja framþróun og upplýs- ingamiðlun til bæjarbúa. Streymum bæjarstjórnar- fundum beint, tökum þá upp og færum inn á efnis- veitur. Það bæði gerir bæjarbúum kleift að fylgjast með umræðum í rauntíma og einnig skapar það grundvöll fyrir því að hægt sé að fylgjast með umræðum og sam- þykktum mála eftir á. Ég tel þetta góða leið til að auka bæði umræðuna um bæjarmál í sveitarfélaginu og áhuga á stjórnmálum sem snerta ákvarðanatökur í okkar nærsamfélagi. Tryggjum bæði ungum sem öldnum aðgang að bæjar- stjórn Suðurnesjabæjar. Suðurnesjabær hefur auglýst verkefnislýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi í landi Gauksstaða í Garði. Breytingin felst í breytingu á skil- greiningu svæðis frá skilgreindri notkun opins svæðis í núgildandi aðalskipulagi í skilgreinda notkun afþreyingar- og ferðamannasvæðis í landi Gauksstaða, þar sem stefnt er að uppbyggingu gistirýma til útleigu fyrir ferðaþjónustu. Lýsingin er kynnt á heimasíðu Suðurnesjabæjar, www.sudur- nesjabaer.is, ásamt því að vera að- gengileg í anddyri bæjarskrifstofu og skulu athugasemdir og ábendingar hafa borist skriflega eigi síðar en fimmtudaginn 10. nóvember 2022. Um er að ræða nýtt afþreyingar- og ferðamannasvæði, svæði fyrir smáhýsi og móttöku– og afþrey- ingarrými. Stefnt er að því að vinna að upp- byggingu í landi Gauksstaða í Suður- nesjabæ. Um er að ræða uppbygg- ingu í smáhýsum til útleigu fyrir ferðaþjónustu, 15 gistihús um 30 fm að stærð hvert, ásamt móttöku– og afþreyingarhúsi, allt að 300 fm. Uppbyggingin við Gauksstaði verði liður í að byggja upp aðstöðu í Suðurnesjabæ sem yrði viðkomu- staður fyrir ferðamenn sbr. áherslur sveitarfélagsins þess efnis. Áætlað er að starfsemin gæti dregið til sín um fimmþúsund til sjöþúsund ferða- menn árlega og skapi störf fyrir átta manns. Landbrot og sjávarflóð ógna mannvirkjum í Suðurnesjabæ Bæjarráð Suðurnesjabæjar ítrekar mikilvægi þess að tryggja sjó- varnir í Suðurnesjabæ líkt og lög um sjóvarnir kveða á um en í 1. gr. laganna segir m.a. að byggð svæði og svæði þar sem til staðar eru dýrmæt mannvirki eða menn- ingarminjar skulu að jafnaði njóta forgangs við gerð sjóvarna. Í núverandi samgönguáætlun er ekkert kveðið á um sjóvarnir í Suðurnesjabæ þrátt fyrir þá ógn og hættu sem byggð getur og hefur stafað af er snýr af land- broti og sjávarflóðum. Veðurfar síðustu ára hefur sýnt það að byggð í Suðurnesjabæ stafar hætta af ágangi sjávar og því brýn nauðsyn að sinna forvörnum og tryggja fyrirbyggjandi aðgerðir sem fyrst. Samþykkja styttingu vinnuviku sem tilrauna- verkefni til eins árs Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur sam- þykkt framkomnar tillögur um stytt- ingu vinnuvikunnar í grunnskólum Suðurnesjabæjar sem tilraunaverkefni til eins árs. Bæjarráð telur að skoða verði hvort skerðing á starfsdögum sem lagt er til komi niður á undir- búningi og eflingu skólastarfs áður en framtíðarskipulag styttingar vinnu- vikunnar verður ákveðið. Bæjarráð leggur til við deildar- stjóra fræðslumála að skoðað verði hvort aukin samræming skóladaga- tala leik- og grunnskóla sé ekki möguleg fyrir næsta skólaár. Breyta aðalskipulagi fyrir smáhýsi í landi Gauksstaða Svona sjá menn fyrir sér ferðaþjónustuhúsin í landi Gauksstaða í Garði. Íbúðarhús við Gerðaveg í Garði umflotið sjó eftir mikil sjávarflóð 14. febrúar 2020. MYND: EINAR JÓN PÁLSSON Dragnótatógið er fundið! Veiðarfæri eru rándýr búnaður og því getur verið bagalegt að tapa veiðar- færum í hafið. Einhver dragnótabáturinn hefur tapað tóginu í Garðsjónum nýverið. Flest af því sem fer í hafið skolar upp á land og þannig hefur drag- nótatóginu skolað á land við Helgarétt (Lambastaðarétt) um 100 metra frá byggðasafninu á Garðskaga. Á myndinni má sjá hvar tógið liggur í fjörunni en myndina tók ljósmyndari Víkurfrétta með flygildi um liðna helgi. Skerjahverfi tekið að rísa Nýtt hverfi, Skerjahverfi í Sandgerði í Suðurnesjabæ, er tekið að rísa. Fyrsta skóflustungan að hverfinu var tekin í byrjun maí 2021 og bygg- ingarlóðum þar hefur verið sýndur mikill áhugi. Myndin hér til hægri var tekin með flygildi síðasta föstudag og sýnir fyrstu húsinu í hverfinu með byggðina í Sandgerði í baksýn. VF-MYND: HILMAR BRAGI 12 // vÍkurFrÉttir á SuðurNeSJuM

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.