Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.11.2022, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 09.11.2022, Blaðsíða 11
– segir Aníta Lind Róbertsdóttir, stofnandi og eigandi vefverslunarinnar LIND Scandinavia. Verslunin býður meðal annars upp á stílhrein vegg- spjöld í skandinavískum stíl, með íslenskum orð- skýringum, tilvitnunum og merkingum íslenskra nafna. „Hugmyndin er að varðveita íslenskt tungumál og um leið ylja þeim sem þér þykir vænt um með fallegum orðum. Veggspjöldin eru falleg á heimilið eða einstök gjöf við hvaða tilefni sem er,“ segir Aníta en hug- myndin að veggspjöldunum kviknaði þegar Aníta var huga að jólagjöfum fyrir fjölskyldumeðlimi. „Veggspjöld með orðskýringum, eða á ensku „word definitions“, eru ekki ný af nálinni. Hugmyndin af því að setja slíkt veggspjald upp sjálf kom til þegar ég var að velta fyrir mér jóla- gjöfum. Ég ákvað að prófa að setja upp veggspjöld sem komu svo vel út að ég ákvað að gera fyrir alla fjöl- skylduna, mömmu, pabba, ömmu, afa og systur mína og eru því textarnir upprunalega frá mér, til þeirra sem mér þykir vænst um,“ segir Aníta. Í fyrstu hugsaði hún með sér að hún væri mögulega ein um að þykja vegg- spjöldin flott en ákvað þó að „láta vaða“ og kanna áhuga vina og vanda- manna á sínum persónulegu sam- félagsmiðlum. „Það varð til þess að LIND hefur í raun verið fullt starf hjá mér síðan þá. Varðandi veggspjöldin með merkingum íslenskra nafna, þá kom sú hugmynd bara einhvern veginn til mín. Ég tel mig ekki hafa séð slík veggspjöld áður,“ segir Aníta. Stefnir út fyrir landsteinana Eftirspurnin á veggspjöldunum færðist í aukana eftir því sem leið á og áður en hún vissi var hugmynd hennar orðin að fyrirtæki sem fékk nafnið LIND hönnun. Í dag gengur fyrirtækið undir nafninu LIND Scandinavia en það kom til vegna fyrirhugaðra breytinga. „Nafnið LIND kemur til vegna millinafns míns sem mér þykir afar vænt um. Ég var aldrei nógu sátt við nafnið LIND „hönnun“ þar sem ekki er beint um hönnun að ræða. Þegar ég fór að leiða hugann að því að fara með vörurnar til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar, þótti mér nafnið LIND Scandinavia eiga vel við og þykir mér það einstaklega fallegt. Breyt- ingin er sú að stefnan er að markaðs- setja vörumerkið í fyrrnefndum löndum,“ segir Aníta. Aníta segir það vera krefjandi verk að fara með fyrirtækið út fyrir landsteinana enda sé margt sem þurfi að huga að, hún segist jafn- framt vongóð um að viðtökurnar verði góðar. „Stærsta verkefnið til þessa hefur verið að þýða textana en ég var svo heppin að fá góðar Suðurnesjameyjar í það verkefni, þær Elleni Hrund Ólafsdóttur og danskan unnusta hennar, Niclas Jensen, Guð- laugu Björt Júlíusdóttur og sænskan unnusta hennar, Hannes Iwarsson, og Vigdísi Eygló Einarsdóttur sem þýddi yfir á norsku,“ segir hún og bætir við: „Ég hef mikla trú á því að nágranna- lönd okkar taki vel í LIND, enda um skandinavískan stíl að ræða.“ Þakklát og stolt að hafa þorað Aðspurð hvernig viðtökurnar hafa verið hingað til segir hún: „LIND hefur gengið vonum framar frá upp- hafi og er ég afar þakklát fyrir góða viðskiptavini. LIND hefur tekið mestallan minn tíma í rúmlega tvö ár en ég hef fengið mikla aðstoð og hvatningu frá mínum nánustu og þökk sé þeim hefur mér tekist að sinna rekstrinum vel samhliða öðrum verkefnum. Ég hef lært margt af því að hefja rekstur en það mikil- vægasta er að hafa trú á sjálfum sér og þora. Ekki leyfa áhyggjum af mögulegu áliti annarra draga úr þér. Þegar ég hugsa til baka er ég þakklát og stolt af því að hafa látið vaða.“ Aníta Lind heldur uppi Instagram- aðganginum @lindscandinavia og vörur frá LIND Scandinavia má versla á vefsíðunni www.lindscandinavia.is. Einnig birt á www.naudungarsolur.is Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Stafnesvegur 22, Sandgerði, fnr. 209-4437, þingl. eig. Þuríður Dagný Þormar og Vilhjálmur Birn- isson, gerðarbeiðandi TM trygg- ingar hf., þriðjudaginn 15. nóv- ember nk. kl. 09:00. Iðngarðar 2, Garði, fnr. 209-5570, þingl. eig. Hilmar Friðrik Foss, gerðarbeiðandi Suðurnesjabær, þriðjudaginn 15. nóvember nk. kl. 09:30. Garðbraut 15, Garði, fnr. 209-5394, þingl. eig. Hilmar Friðrik Foss, gerðarbeiðendur Suðurnesjabær og Landsbankinn hf., þriðjudaginn 15. nóvember nk. kl. 09:40. Vatnsnesvegur 5, Keflavík, fnr. 232-0531, þingl. eig. Vatnsnesvegur 5 ehf. og Sverrir Einar Eiríksson, gerðarbeiðendur ÍL-sjóður og Vörður tryggingar hf. og Sýslu- maðurinn á Suðurnesjum, þriðju- daginn 15. nóvember nk. kl. 10:00. Vatnsnesvegur 5, Keflavík, fnr. 232-0532, þingl. eig. Vatnsnes- vegur 5 ehf. og Sverrir Einar Ei- ríksson, gerðarbeiðendur Reykja- nesbær og ÍL-sjóður og Skatturinn og Sýslumaðurinn á Suðurnesjum, þriðjudaginn 15. nóvember nk. kl. 10:05. Vatnsnesvegur 5, Keflavík, fnr. 232- 0533, þingl. eig. Vatnsnesvegur 5 ehf. og Sverrir Einar Eiríksson, gerðarbeiðendur Reykjanesbær og ÍL-sjóður og Skatturinn og Vörður tryggingar hf. og Sýslumaðurinn á Suðurnesjum, þriðjudaginn 15. nóvember nk. kl. 10:10. Vatnsnesvegur 5, Keflavík, fnr. 232- 0534, þingl. eig. Vatnsnesvegur 5 ehf. og Sverrir Einar Eiríksson, gerðarbeiðendur Reykjanesbær og ÍL-sjóður og Skatturinn og Vörður tryggingar hf. og Sýslumaðurinn á Suðurnesjum, þriðjudaginn 15. nóvember nk. kl. 10:15. Vatnsnesvegur 5, Keflavík, fnr. 232- 0535, þingl. eig. Vatnsnesvegur 5 ehf. og Sverrir Einar Eiríksson, gerðarbeiðendur Reykjanesbær og ÍL-sjóður og Vörður tryggingar hf. og Sýslumaðurinn á Suðurnesjum, þriðjudaginn 15. nóvember nk. kl. 10:20. Vatnsnesvegur 5, Keflavík, fnr. 232- 0536, þingl. eig. Vatnsnesvegur 5 ehf. og Sverrir Einar Eiríksson, gerðarbeiðendur Reykjanesbær og ÍL-sjóður og Vörður tryggingar hf. og Sýslumaðurinn á Suðurnesjum, þriðjudaginn 15. nóvember nk. kl. 10:25. Grænásbraut 604B, Ásbrú, fnr. 236-9586, þingl. eig. Ómar Freyr Sævarsson, gerðarbeiðandi Ís- landsbanki hf., þriðjudaginn 15. nóvember nk. kl. 11:00. Kliftröð 19, Ásbrú, fnr. 231-8312, þingl. eig. Steðji fjárfestingar ehf., gerðarbeiðandi Fylkir ehf., þriðju- daginn 15. nóvember nk. kl. 11:15. Klettatröð 11, Ásbrú, fnr. 209-4241, þingl. eig. Steðji fjárfestingar ehf., gerðarbeiðandi Fylkir ehf., þriðju- daginn 15. nóvember nk. kl. 11:25. Klettatröð 7, Ásbrú, fnr. 231-8314, þingl. eig. Steðji fjárfestingar ehf., gerðarbeiðandi Fylkir ehf., þriðju- daginn 15. nóvember nk. kl. 11:35. Birkidalur 3, Njarðvík, fnr. 229- 7058, þingl. eig. Gunnar Daníel Sveinbjörnsson og Erla Ragnars- dóttir, gerðarbeiðendur Vörður tryggingar hf. og Reykjanesbær, þriðjudaginn 15. nóvember nk. kl. 12:00. Leynisbrún 12B, Grindavík, fnr. 209-2052, þingl. eig. Anton Þór Pribish Sigurðsson, gerðarbeið- endur Húsasmiðjan ehf. og Bergvin Oddsson, þriðjudaginn 15. nóv- ember nk. kl. 13:15. Arnarhraun 7, Grindavík, fnr. 209- 1403, þingl. eig. Andrés Þór Ás- mundsson, gerðarbeiðandi Margrét Lára Hr Arnardóttir, þriðjudaginn 15. nóvember nk. kl. 13:25. Ránargata 3, Grindavík, fnr. 209-2183, þingl. eig. Gunnar Þór Árnason, gerðarbeiðendur Grinda- víkurbær og Vátryggingafélag Ís- lands hf., þriðjudaginn 15. nóv- ember nk. kl. 13:35. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 7. nóvember 2022 uPPbOð Mikilvægast af öllu er að hafa trú á sjálfum sér og þora Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is Ég hef mikla trú á því að nágrannalönd okkar taki vel í LIND, enda um skandinavískan stíl að ræða ... vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM // 11

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.