Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.11.2022, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 09.11.2022, Blaðsíða 14
Árið 1984 var Landsmót UMFÍ haldið í Keflavík og var ákveðið að Keflavík myndi vera með lið í blak- keppni mótsins. Keppendur urðu þá að vera í ungmennafélagi til þess að taka þátt og út frá því var stofnuð blakdeild UMFK. Ekki fara neinar sögur af starfsemi blakdeildarinnar eftir Landsmótið, þar til blakdeild Keflavíkur var endurvakin árið 2013. Það má því segja að á næsta ári verða tíu ár liðin frá formlegri stofnun blakdeildar Keflavíkur. Síðustu tvö ár hefur verið haldinn sérstakur blakdagur fyrir grunnskólanna þar sem íþróttin er kynnt fyrir nemendum. Í þetta sinn fór blakdagurinn fram í Nettóhöllinni miðvikudaginn 2. nóvember. Guðrún Jóna Árnadóttir, formaður blakdeildar Keflavíkur, segir þátt- tökuna síðustu tvö ár hafa verið góða og að börnin sýni blakíþrótt- inni áhuga. „Skólarnir og börnin hafa tekið þessu virkilega vel og finnst þetta virkilega gaman, enda er blak svo skemmtilegt. Flestir skólar eru duglegir að gera eitthvað svona með nemendum sínum til að auka þekkingu á fjölbreyttri hreyf- ingu.“ Aðspurð hvers vegna dagar eins og þessi séu mikilvægir fyrir deildina segir hún: „Þetta er gríðar- lega mikilvægt fyrir okkur, það eru strax komnir nýir krakkar að prófa og fjölmargar fyrirspurnir að berast um æfingarnar hjá okkur. Mark- miðið með þessu er að auka þátt- töku krakka í blaki á landsvísu og það sýndi sig í fyrra að það virkaði því fleiri krakkar fóru að æfa. Þetta er ekki bara mikilvægt fyrir okkur, þetta líka mikilvægt fyrir íþrótta- hreyfinguna. Að kynna íþrótt með þessum hætti kveikir áhuga meðal barna á að fara æfa einhverja íþrótt.“ Metmæting á síðasta ári Guðrún segir deildina hafa vaxið hægt og rólega í öllum flokkum síð- ustu tíu árin. „Fyrst voru þetta bara karla- og kvennaæfingar og tóku liðin aðeins þátt í hraðmótum og öldungamótum en fóru svo að taka þátt í Íslandsmótum og bikarmótum. Fyrir ári síðan var farið af stað með byrjendaæfingar og fundum við mikinn áhuga þar en sá hópur heitir Öldungar og áhugasamir blakarar. Áhugi eldri kynslóða hefur greini- lega aukist síðustu árin. Barna- og unglingastarfið hefur líka aukist undanfarin ár og erum við búin fara úr því að vera með þrjá krakka á æf- ingu í að vera með fimmtán, tuttugu. Gaman að segja frá því að í fyrra var met slegið í fjölda á þeim æfingum þegar um þrjátíu krakkar mættu.“ Blak er fyrir alla Guðrún segist reglulega heyra að fólk sé hissa þegar það fréttir af því að það sé blakdeild í Keflavík. Það kemur henni á óvart þar sem iðkendur hafa náð góðum árangri í íþróttinni en einnig vegna þess að Keflavík hefur haldið stór mót hér í bæ. „Fyrir rúmum þremur árum héldum við eitt af stærstu íþrótta- mótum landsins, öldungamót í blaki. Þar voru saman komnir um 1.500 þátttakendur, eða 165 karla- og kvennalið, og var mótið fyrir 30 ára og eldri,“ segir Guðrún og bætir við: „Einnig hafa tveir strákar úr deild- inni farið í landsliðsverkefni. Í fyrra var Gunnar Trausti Ægisson valinn úr æfingahópi fyrir landsliðsverk- efni U17 fyrir NEVZA mótið og U18 fyrir EM. Hann var þá sextán ára og aðeins búin æfa blak í tvö ár. Bjarni Þór Hólmsteinsson var einnig sextán ára gamall þegar hann var valin úr æfingahópnum í U17 fyrir NEVZA. Þrír aðrir frá blakdeild Keflavíkur hafa verið boðnir í æfingahópa fyrir landsliðsverkefni, þau Kristinn Rafn Sveinsson, Davíð Freyr Sveinsson og Martyna Kryszewska. Telst það nokkuð gott miðað við hve lítið og ungt félagið er.“ Guðrún segir blak vera góða hreyf- ingu fyrir fólk á öllum aldri. „Blak er fyrir alla og það segir ekkert til um aldur. Yngstu iðkendurnir hjá okkur eru sex ára og elsti 56 ára, blak er því fyrir allan aldur og skemmir ekki að félagsskapurinn er ekki af verri endanum.“ Mikilvægt að kynna nýjar íþróttir fyrir börnum Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is Barna- og unglingastarfið hefur l íka aukist undanfarin ár og erum við búin fara úr því að vera með þrjá krakka á æfingu í að vera með fimmtán, tuttugu . . . Verkefni vinnustofunnar snýr að því að gera samfélagslagssáttmála fyrir áfangastaðinn Reykjanesbæ. Sáttmálinn miðar að því að samfélagið setji leikreglur fyrir ferðamenn og gesti bæjarins og stuðli þannig að betri umgengi og samskiptum allra aðila sem að koma. Sambærilegir sáttmálar hafa verið gerðir víða um landið og má finna upplýsingar um það á vef www.AECO.no. Vinnustofan fer fram í Hljómahöll, miðvikudaginn 16. nóvember frá kl. 13:00-16:00. Við hvetjum fólk sem hefur áhuga á að taka þátt í þróun á móttöku skemmtiferðaskipa, að taka þátt í þessu verkefni með okkur. Léttar veitingar verða í boði. Skráning á heimasíðu Reykjanesbæjar (www.reykjanesbaer.is) eða á netfangið reykjaneshofn@reykjaneshofn.is Viltu taka þátt í vinnustofu vegna komu skemmtiferðaskipa til Reykjanesbæjar? sport

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.