Víkurfréttir - 09.11.2022, Side 13
Heilsueflandi
vinnustaður
Ásdís Ragna Einarsdóttir,
verkefnastjóri lýðheilsumála hjá Reykjanesbæ.
Flest verjum við um þriðjungi tíma
okkar við vinnu og því er mikilvægt
að vinnustaðir bjóði upp á heilbrigt
vinnuumhverfi og stuðli að heilsu-
eflingu og vellíðan almennt. Vinna er
góð fyrir andlega og líkamlega heilsu
en neikvætt vinnuumhverfi getur
leitt til líkamlegs og andlegs heilsu-
farsvanda og jafnvel brotthvarfs af
vinnumarkaði.
Heilsueflandi vinnustaður er verk-
færi sem gerir vinnustöðum kleift að
skapa umhverfi og aðstæður sem
stuðla að heilsu og vellíðan til góðs
fyrir starfsfólk og er sameiginlegt
verkefni vinnuveitenda, starfsmanna
og samfélagsins alls. Verkefnið
Heilsueflandi vinnustaður er sam-
vinnuverkefni VIRK Starfsendur-
hæfingarsjóðs, Embættis landlæknis
og Vinnueftirlitsins og hefur það að
markmiði að fyrirbyggja kulnun og
draga úr líkum á því að fólk falli brott
af vinnumarkaði vegna heilsubrests
Á heilsueflandi vinnustað er lögð
áhersla á; hollt mataræði, hreyfingu
og útiveru eftir því sem við á, vel-
líðan starfsfólks, öruggt og heilsu-
samlegt vinnuumhverfi, stjórnunar-
hætti sem styðja við heilsueflingu,
starfshætti sem stuðla að vellíðan
og hæfilegu álagi, vímuefnalausan
vinnustað og umhverfisvernd.
Mótuð voru viðmið fyrir heilsu-
eflandi vinnustaði til að auðvelda
vinnustöðum að skapa heilsueflandi
vinnuumhverfi og vinna þannig
markvisst að góðri vinnustaðamenn-
ingu. Á vefsvæðinu www.heilsu-
eflandi.is er aðgangur að gagnvirku
netsvæði þar sem fyrirtækjum og
stofnunum í landinu gefst tækifæri á
að vinna að sinni eigin heilsueflingu
á vinnustað.
Heilsueflandi vinnustaður hentar
öllum vinnustöðum óháð stærð, at-
vinnugrein eða staðsetningu. Ávinn-
ingur vinnustaða af því að huga að
heilsu starfsfólks er m.a. aukin vel-
líðan í starfi og meiri starfsánægja,
sterkari liðsheild, betri heilsa og
andleg líðan, minni líkur á veik-
indum og slysum, fjárfesting í mann-
auði, minni starfsmannavelta, meiri
framleiðni og eftirsóknarverðari
vinnustaður.
Fyrirtæki og stofnanir í Reykja-
nesbæ eru hvött til þess að taka þátt
í verkefninu og stuðla að heilsuefl-
ingu á sínum vinnustað en hægt er
að skrá sitt fyrirtæki eða stofnun til
þátttöku inn á www.heilsueflandi.
is. Frekari upplýsingar um verkefnið
má einnig finna á vefsíðu Embætti
landlæknis.
FIMMTUDAG KL. 19:30
HRINGBRAUT OG VF.IS
ÚTBOÐ
Suðurnesjabær óskar eftir tilboðum í verkið
”Ásabraut – Endurgerð götu - 1. áfangi”.
Verkið er fólgið í endurgerð götunnar Ásabraut í Sand-
gerði, Suðurnesjabæ sem er íbúðagata í grónu og full-
byggðu hverfi með aðkomu að leikskóla. Um er að ræða
uppúrtekt í götustæði, gröft fyrir lögnum, fyllingum
í götustæði og yfir lagnir, söndun og lagningu lagna,
tengja lagnir við núverandi lagnir, útlagning jöfnunar-
lags, malbikun, steypa kantstein, steypa gangstéttir og
annað eins og fram kemur í útboðgögnum.
Helstu magntölur eru u.þ.b:
Uppúrtekt ................................................. 2800 m³
Fyllingar ................................................... 2600 m³
Fráveitulagnir ............................................. 450 m
Vatnslagnir .................................................. 230 m
Malbik ...................................................... 1350 m²
Steyptar gangstéttar ................................. 700 m²
Þökulögn .................................................... 300 m²
Verklok skulu vera eigi síðar en 4 mánuðum eftir að
verk hefst skv. samþykktri verkáætlun, þó aldrei síðar
en 31. mars 2023.
Þeir sem hyggjast bjóða í verkið skulu óska eftir út-
boðsgögnum með því að senda tölvupóst á netfangið
jonthor@t-sa.is með upplýsingum um nafn fyrirtækis,
heimilisfang, nafni og síma tengiliðs ásamt netfangi. Út-
boðsgögn verða þá send á netfang viðkomandi.
Útboðsgögn verða afhent frá og með föstudeginum
11. nóvember 2022.
Tilboðum skal skilað eins og fram kemur í útboðs-
gögnum eigi síðar en föstudaginn 25. nóvember 2022,
kl. 14:00.
SUÐURNESJABÆR
Hilmar Bragi Bárðarson
hilmar@vf.is
Mikill áhugi var fyrir sagnastund á Garðskaga í vikunni
þar sem varðskipið Óðinn var til umfjöllunar. Egill
Þórðarson loftskeytamaður sagði frá varðskipinu Óðni
en hópur fyrrum áhafnarmanna og annarra áhuga-
samra hafa unnið ómælt við að halda skipinu siglinga-
hæfu og er því siglt við hátíðleg tækifæri.
Það var áhugahópur um sagnastund á Garðskaga sem
stóð fyrir viðburðinum á veitingahúsinu Röstinni og
var húsfyllir á þessum fyrsta viðburði en aðgangur var
ókeypis og þá var byggðasafnið opið við þetta tilefni.
Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi við þetta tæki-
færi og sýna þar þéttskipaðan salinn á Röstinni.
Mikill áhugi á sagnastund á Garðskaga
Egill Þórðarson loftskeytamaður fór yfir sögu varðskipsins Óðins í sagnastund á Garðskaga á þriðjudaginn.
Víkurfréttir standa vaktina í Suðurnesjabæ eins og öðrum sveitar-
félögum á Suðurnesjum. Ábendingum um áhugavert efni úr Suður-
nesjabæ má koma til blaðamanns Víkurfrétta með því að senda póst
á hilmar@vf.is eða með því að hringja í síma 898 2222.
50 ára afmæli Kiwanisklúbbsins
Hofs var fagnað formlega á dög-
unum með kaffisamsæti í félags-
heimili klúbbsins í Garði. Við það
tækifæri voru afhentar gjafir frá
Hofi til Tónlistarskólans í Garði,
Gerðaskóla og félagsstarfs ung-
menna. Fyrr á árinu voru afhentar
gjafir til félagsstarfs í Auðarstofu
og dagdvalar aldraðra á Garðvangi.
Nemendur við Tónlistarskólann í
Garði sungu og spiluðu fyrir afmæl-
isbarnið og því voru einnig færðar
gjafir.
Margir góðir gestir heiðruðu Kiw-
anisklúbbinn Hof á þessum tíma-
mótum og m.a. var Jóhanna Einars-
dóttir umdæmisstjóri Kiwanis á Ís-
landi og í Færeyjum í veislunni.
Hof er ekki fjölmennur klúbbur.
Félagsmenn eru aðeins átta talsins
en þeir funda tvisvar í mánuði og
eru með öflugt starf, þrátt fyrir fáa
félaga.
Kiwnisklúbburinn Hof 50 ára
Guðmundur Th. Ólafsson, forseti Hofs, Birta Rós Sigurjónsdóttir frá
Tónlistarskólanum í Garði og Magnús Eyjólfsson, formaður fjáröflunarnefndar.
Magnús Stefánsson, bæjarstjóri,
ávarpaði gesti.
Jóhanna Einarsdóttir,
umdæmisstjóri Kiwanis
á Íslandi og í Færeyjum,
skar fyrstu sneiðina
af afmælistertunni.
Tónlistarfólk úr Garði gladdi
gesti í afmælisveislunni.
VF-myndir: Hilmar Bragi
vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM // 13