Víkurfréttir - 09.11.2022, Síða 16
Mundi
Svo vantar líka hús fyrir
furðufugla eins og mig ...
Upplifðu – Vertu – Njóttu
OPNUNARTÍMAR
Mán–Fös 12–18
Lau 11–16
Hólmgarður 2A
230 Keflavík
s. 861 7681
marionehf@gmail.com
Lionsklúbbarnir á Suðurnesjum,
í samstarfið við HSS, verða með
ókeypis sykursýkismælingar í
Krossmóa (Nettó) þann 11. nóv-
ember nk. frá kl. 14 til 17. Einnig
verður boðið upp á mælingar í
Nettó Grindavík viku síðar, þann
18. nóvember nk., frá kl. 13 til 16.
Lions á Íslandi stendur fyrir árlegri
vitundarvakningu um sykursýki í
nóvember og er alþjóðlegi sykur-
sýkisdagurinn þann 14. nóvember.
AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL Í SUÐURNESJABÆ
TILLAGA AÐ AÐALSKIPULAGI SUÐURNESJABÆJAR 2022-2034
Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkti á fundi sínum þann 2. nóvember 2022 að auglýsa
tillögu að Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2034 ásamt umhverfismatsskýrslu skv. 31.gr.
skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Tillagan er aðgengileg í fylgiskjölum á vef Suðurnesjabæjar sudurnesjabaer.is frá og með
9. nóvember 2022 til 23. desember 2022. Einnig er hægt að nálgast tillöguna á skrifstofu
Suðurnesjabæjar að Sunnubraut 4 í Suðurnesjabæ.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að koma með ábendingar
og gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 23. desember 2022.
Athugasemdum skal skilað á afgreidsla@sudurnesjabaer.is undir yfirskriftinni „Aðalskipulag
Suðurnesjabæjar 2022-2034 - Auglýsing“ fyrir 23. desember 2022. Athugasemdir má einnig senda í
bréfi á skrifstofu sveitarfélagsins Sunnubraut 4, 250 Suðurnesjabæ.
Auglýst skjöl aðalskipulagsins eru:
■ Aðalskipulag Suðurnesjabæjar 2022-2034; Greinargerð – Tillaga
■ Aðalskipulag Suðurnesjabæjar 2022-2034; Aðalskipulagsuppdráttur – Tillaga
■ Aðalskipulag Suðurnesjabæjar 2022-2034; Valkostagreining og umhverfismatsskýrsla
TILLAGA AÐ BREYTINGU Á DEILISKIPULAGI GARÐSKAGA
Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkti á fundi sínum þann 4. maí
2022 að auglýsa og kynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi
Garðskaga samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr 123/2010, samhliða
aðalskipulagsauglýsingu.
Núverandi deiliskipulagssvæði er vestast á Garðskaga og býr
að nálægð við hafið, vitana tvo og byggðasafnið ásamt gamla
vitavarðarhúsinu. Tillaga að deiliskipulagi gerir ráð fyrir að svæðið
sé stækkað og komið fyrir nýrri aðstöðu sunnan Skagabrautar, þar
sem m.a. verði heilsulind með baðlóni og veitingastað og möguleiki
fyrir tjaldsvæði. Þessi aðstaða samnýtist svæði norðan Skagabrautar,
þar sem byggingarreitur fyrir byggðasafnið er stækkaður ásamt
skilgreiningu aksturs og gönguleiða og möguleika á frekari nýtingu
svæðisins til útivistar og fræðslu.
Tillagan er aðgengileg í fylgiskjölum á vef Suðurnesjabæjar
sudurnesjabaer.is frá og með 9. nóvember 2022 til 23. desember 2022.
Einnig er hægt að nálgast tillöguna á skrifstofu Suðurnesjabæjar að
Sunnubraut 4 í Suðurnesjabæ.
Athugasemdum skal skilað á afgreidsla@sudurnesjabaer.is undir
yfirskriftinni „Deiliskipulag Garðskaga - Auglýsing“ fyrir 23.
desember 2022. Athugasemdir má einnig senda í bréfi á skrifstofu
sveitarfélagsins Sunnubraut 4, 250 Suðurnesjabæ.
Auglýst skjöl deiliskipulagsins eru:
■ Deiliskipulag Garðskaga; Greinargerð og skilmálar – Tillaga
■ Deiliskipulag Garðskaga; Deililskipulagsuppdráttur – Tillaga
Jón Ben Einarsson
Skipulagsfulltrúi Suðurnesjabæjar
Framkvæmdir við tvö fuglaskoðunarhús á Fitjum í Reykjanesbæ eru
komnar vel á stað. Verkefnið er styrk af framkvæmdasjóði ferðamanna-
staða en það eru JeES arkitektar í Reykjanesbæ sem hönnuðu húsin.
Vonast er til að húsin sem nú rísa á sjávarkambinum á Fitjum auki áhuga
á fuglaskoðun en Fitjarnar eru þekktur og vinsæll áningarstaður fugla á
leið til og frá varpstöðvum á vorin og haustin. Þá halda hópar af fuglum til
á svæðinu til lengri og skemmri tíma en vinsælt er að koma á Fitjar og gefa
fuglunum brauð.
Ókeypis blóðsykurmæl-
ingar í Nettó Krossmóa
og Nettó Grindavík
Flott fuglaskoðunarhús
rísa á Fitjum
Form húsanna er sérstakt. Myndir/JeES arkitektar