Rökkur - 01.09.1926, Blaðsíða 55
53
það væri svo undarlega tómlegt í huga
hans. Honum fanst hann vera eimnana,
þó í margmenni væri, og hann fjar-
iægðist þá manneskjuna, er skildi hann
bezt. Svo leið enn nokkur timi og hann
reyndi að gleyma þessum einmanaleik
— við erfiða vinnu sína.
— Þegar kona hans ói honum son,
beindist hugur hans aliur að henni og
barninu. Fyrst nú fékk lífið verulegt
gildi í augum hans. Iivers sem hann
færi á mis í lífinu, þá hefði það gefið
honum það, sem er undirrót lifsham-
ingjunnar: starfslöngun og þrek — og
heimili, konu og barn, sem hann gat
helgað alla krafta sína. Hugsanirnar
um þetta og vissan um það, að hann
var nú nýtur maöur, mótaði alveg um
hugsanalíf hans. Og hann ól drauma
um, að geía víkkað starfshring sinn, er
tímar liðu, unnið gott starf af hendi,
ekki eingöngu fyrir konu sína og barn,
heldur einnig fyrir aðra menn og land
það, er ól hann upp til manndáðar —
og ættland sitt.