Rökkur - 01.09.1926, Blaðsíða 83
81
í eldhúsið var kisa búin að taka ung-
ann og farin að hiúa að honum. Móðir
mín varð hrædd, fyrst í stað, og hélt,
að kisa mundi gera unganum mein, en
sá brátt að það var ekki tilgangurinn,
og lét hana svo hafa ungann. Þegar
unganum var orðið heitt, var hann lát-
inn til móður sinnar aftur, en ekki leið
á löngu áður en kisa fór út og sótti
ungann og bar hann inn til ketlinga
sinna. Og hvað oft sem út var farið
með ungann, sótti hún hann einiægt, og
var hárviss með að koma með þann
rélta; svo móðir mín lofaði henni að
hafa ungann hjá sér, og var eins og
kisu þætti enn þá vænna um hann en
um sin eigin afkvæmi.
Oft höfðum við bræður gaman af að
sjá til kisu, þá er hún var að reyna að
venja ungann á spenann, en það tókst
aldrei. Hvað aumingja kötturinn lagði
sig í líma með öllu upphugsanlegu móti,
til að kenna honum sömu aðferðina og
sínurn eigin afkvæmum, var bæði að-
dáunarvert og hlægilegt um leið, eða
6