Rökkur - 01.09.1926, Blaðsíða 25
23
og hvar. Hann gekk um aðalgötur
borgarinnar og athugaði þyrpingarnar,
fólksstrauminn; hann tók eftir því hvert
flest fólkið fór til þess að kaupa var-
ning sinn. Hann jafnvel stóð á götu-
hornum og taldi mengið. — Vasa-
bók hans var full af tölum, sem hann
bar saman á kvöldin, er heim kom.
Hann kynti sér lánsverzlun og láns-
verzlunar aðferðir, sem voru marg-
víslegar og frábreytilegar í hinum
ýmsu bæjarhlutum. Hann vissi, von
bráðar, hvert var kaupgjald manna á
því og því svæði og gerði sér það að
reglu, að kynnast eigi síður fátækra-
hlutanum í borginni niður við sjóinn
heldur en aristokratiska hlutanum,
Lake Merit og Piedmont. Og hann
kynti sér Vestur Oakland, þar sein
margt var um járnbrautarmenn, og
Fruitvale, í hinum enda bæjarins, þar
sem uppgjafabændur biuggu.
Broadway (Breiðgata), aðalgatan, í
miðhluta bæjarins, þar sem búðir
voru í hverju húsi, var gatan sem