Rökkur - 01.09.1926, Blaðsíða 96
94
á að virða hana fyrir mér eða ræða
við hana. Svo skjótt bar fundum
saman og svo fljótt skildu leiðir aftur.
En auðséð var, að skörungur var á
ferð. Félagi minn sagði: »Nú fer hún
geyst hún Þuríður«. Eg spurði hann
um konuna. Þuríður hét hún og
var dóttir Þórðar heitins á Læk, sagði
félagi minn, gift myndarbónda þar í
sveitinni, sex barna móðir — alt
dætur — og yfirsetukona héraðsins.
Mikilhæf kona, sagði félagi minn, sí-
starfandi og ofírandi sér, fyrir aðra.
Nú er mér sagt, að á gömlu bernsku-
stöðvunum mínum fleygi öllu áfram.
Og mér er sagt, að gamla kotjörðin,
sem hann Þórður bjó á, haíi verið
innlimuð í stóru jörðina, þar sem
eg var smali á bernskuárunum. Þar er
Þuríður húsmóðir nú. Og nóg hefir
hún verkefnin, konan sú, því þar er
höfðinglegast búið í öllu héraðinu, og
þó víðar væri leitað. Og mér er líka
sagt, að dætrunum hennar sex kippi í
kynið og piltunum i héraðinu sé það