Rökkur - 01.11.1936, Síða 3

Rökkur - 01.11.1936, Síða 3
RÖKKUR 163 unni. Það er vert íhugunar, að Norðmenn, keppinautar vor Is- lendinga á fiskmarkaði heimsins, hafa opin augun fyrir því, að sjálfsagt sé að nota sem best það tækifæri, sem hér býðst og önnur slík, til þess að vekja athygli á fiskframleiðslu sinni, iðnaði, niðursuðuvörum o. s. frv. Fregnir frá Noregi herma, að rikisstjórnin hafi ákveðið að leggja til við Stór- þingið, að veittar verði 150.000 kr. til þátttöku í sýningunni, til viðbótar fé, sem áður var veitt i sama skyni. Eigum vér íslendingar enn að verða eftirbátar annara þjóða, — láta þetta tækifæri ónotað? Vér íslendingar megum ekki láta ónotað það tækifæri, sem hér býðst. Vér höfum látið ónot- uð önnur slík tækifæri — sein- ast, er sýningin mikla var hald- in í Briissel eigi alls fyrir löngu. Á erfiðleikatímum, sem nú standa yfir, í viðskifta- og at- vinnumálum, er margföld nauð- syn að hafist verði handa þegar í stað, til þess að vinna að því, að íslendingar sýni fána sinn og afurðir í París 1937. Alt þarf að gera, sem unt er, til þess að vekja athygli iá landinu, þjóð- inni og framleiðslu þess. Og væntanlega verður nú hafist handa, þótt fyrr hefði átt að vera. Kostnaðurinn er senni- lega ekki svo mikill, að hann sé fráfælandi. — Hinn óbeini hagnaður af þátttöku verður miklu meiri en beinum útgjöldum nemur. Reynsla annara þjóða sannar ótvírætt, að það er svo mikill óbeinn hagur að þátttöku í slík- um sýningum, að hann er marg- faldur á við beinu útgjöldin, sem þátttökunni er samfara. Reynsla annara þjóða í þessum efnum er ekki ný. Þess vegna er ekki um þetta deilt með öðr- um þjóðum. Þátttaka í alþjóða- sýningum þykir alveg sjálf- sögð. Og reynslan mun verða liin sama hér á landi, þegar vér lærum að nota þau tækifæri, sem bjóðast með því að taka þátt í alþjóðasýningum. Það verður að svo stöddu ekki full- yrt um hver bein útgjöld yrði af þátttökunni, en það mun ó- hætt að segja, að ef rétt og skynsamlega er að farið ætti að vera kleift að standast hann. íslnd getur ekki reist sérstaka sýningarhöll á sýningarsvæðinu í París, en það eru allar líkur til, að þeir geti fengið þar hluta

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.