Rökkur - 01.11.1936, Page 5

Rökkur - 01.11.1936, Page 5
R ö 1C K i: H 165 Karafuto. Við höfum öll lesið um Japan og Japani, „litlu, gulu nienn- ina“, eins og þeir eru stundum kallaðir. Við höfum lesið dá- litið um þá og landið þeirra í landafræðinni okkar og kanske höfum við fræðst um Japan af öðrum hókum eða kvikmynd- um. Við vitum, að Japan er stundum kallað „land sólarupp- komunnar“, að þar er íagurt og hlýtt og margt merkilegt að sjá og' að Japanir eru mestu dugnaðarmenn. Og margt fleira vitum við um Japan og allar eyjarnar þeirra, sem eru á strjál- ingi langt suður um höf. En Japanir eiga lika lönd, sem ná all-langt norður á hóginn, og i nyrsta landi japanska keisara- veldisins er kalt loftslag'. Þar eru stuttir dagar og langar dinim- ar nætur á vetrum, fannkomur eru miklar og á veturna ferð- ast menn þar jafnvel i hundasleðum, eins og i Alaska. Þetta er eylandiö Karafuto, en af því eiga Japanir syðri helminginn, en Rússar þann nyrðri. Eyjan heitir öðru nafni Saklialin, en Japanir kalla liana Karafuto. Eg var nýlega að lesa um þenn- an nyrsta liluta Japans, sem fáir leggja leið sína til og mér datt í liug, að þið kynnuð að hafa gaman af að heyra eitt- hvað frá þessu landi norðursins sagt. Það, sem eg hefi ykkur að segja um það, er tekið úr grein eftir amerískan blaðamann, sem ferðaðist þar um. En þegar blaðamaðurinn var þar á ferð- inni, var þar mikið um fagnað, því að þá voru 30 ár liðin frá því, er Jaiaanir eignuðust landið aftur. Þeir höfðu átt það fyr á tímum, en létu það i skiftum fyrir Kurileyjar, en að afloknu rússnesk-japanska striðinu fengu þeir syðri hluta þess aftur. Og á þessari norðlægu ey er sajnhúð Rússa og' Japana allgóð. Þar liefir ekki horið á landamæraskærum og viðast er það götuslóði, sem skiftir eyjunni. Áður fyr, segir William Henry Chamberlin, hlaðamaðurinn, sem ferðaðist um Ivarafuto, var eyjan öll vaxin miklum skógi, en svo voru skógarnir höggnir mislainnarlaust. Sú liefir reynd- in orðið viða annarstaðar. Gróðafíkn manna er svo mikil, að þeir hugsa að eins um stundarhagpaðinn, en ekki að skila landinu aftur jafnfögru og notagóðu i hendur eftirkomend-

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.