Rökkur - 01.11.1936, Page 6

Rökkur - 01.11.1936, Page 6
166 R 0 K K U K anna. Svona gekk þetta til í Vesturheimi. En nú hafa bestu menn þjóðanna, hæði þar og á Karafuto og víða annarstaðar, komið því til leiðar, að skógarhögg er skipulagt þannig, að skóglendurnar leggjast ekki i auðn. Um leið og skógurinn er högginn, er að vaxa upp annar skógur eða önnur tré í stað þeirra, sem höggvin eru. Einnig vér íslendingar höfum ekki gælt þess, að lilifa skógunum okkar, en að þvi eigum við að vinna, að skógur vaxi aftur sem viðast, því að bæði er fegurð og not að skóginum, og það er hægt að höggva þá, án þess að skemma þá. Og þetta eru menn nú búnir að læra á Karafuto. Það er lika mikið undir þessu komið, þvi að skógarnir eru önnur mesta auðlind Karafuto. Hin er fiskimiðin við strendur landsins. En það eru ekki einungis mennirnir, sem eyða skóg- unum. Hér á íslandi liafa skógar lagst i eyði i eldgosum. En á Karafuío eru skógarbrunar tiðir, einkum á vorin, þvi að þá er þar mjög þurviðrasamt. Og skógarmaðkurinn gerir þar oft usla, eins og víða annarstaðar. Eins og þið vitið, er pappír unninn úr trjáefni m. a. Á Karafuto hafa verið reistar pappírs- verksmiðjur og eigendur þeirra áttu sökina á þvi, að skipu- lagslaust skógarhögg' fór fram. Nú hefir rikisstjórnin komið í veg fyrir það. Japönsku fiskimennirnir eru orðlagðir fyrir dugnað. Sjórinn við strendur norðlægra landa er auðugur af fiski. Og eins er það við Karafuto. Síldveiðar eru mikið stundaðar á Karafuto og er sagt, að þær gefi af sér mikinn arð. Sildin er lögð á land í hafnarborgum, sem nefnast Odomari, Maoka og Honto. En þorskveiði er þar einnig mikil og lax- og silungsveiði. Einnig eru skelfiskveiðar stundaðar. Skamt frá Karafuto, undan aust- urströndinni, er fræg eyja, sem nefnist Selaeyjan. Eyjan er friðuð og þar eiga selirnir friðland, og sagt er, að oft liggi þeir i þúsundatali á eyjunni. Einnig er þar feiknin öll af mör- gæsum. Á norðurhluta Karafuto hefir fundist olía í jörð, en mjög litið á suðurhlutanum. Hafa þó Japanir látið bora eftir oliu víða, en þeir eru hernaðarþjóð mikil og eiga mörg herskip, sem brenna olíu, og vilja þvi gjarnan eignast olíulindir sjálfir. Talsvert af kolum er hinsvegar í jörð á Karafuto og nemur ársframleiðslan einni miljón smálesta eða vel það sum árin.

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.