Rökkur - 01.11.1936, Qupperneq 8

Rökkur - 01.11.1936, Qupperneq 8
168 R Ö K K U R ekki ræktað á Karafuto, en Japanir framleiða ósköpin öll af þeim. En það er hægt að rækta ýmsar harðgerar korn- tegundir á Karafuto, hafra og hygg og jafnvel hveiti. Sumir bændanna leggja aðaláherslu á framleiðslu mjólkurafurða. Rússneskum og pólskum hændum, sem sest hafa að á Kara- futo, gengur búskapurinn betur en japönsku bændpnum, enda eru þeir vanari loftslagi liku því, sem er norður þar. Það hefir vitanlega sett sinn svip á margt á Karafuto, að Japanir hafa ráðið þar ríkjum um þrjá tugi ára. Þeir hafa reist þar fjölda bygginga í japönskum stil, lagt vegi og járn- brautir og komið góðu sldpulagi á margt. En Chamberlin segir, að sér hafi altaf fundist, að Japanir eigi ekki þarna * heima, og margir þeirra sakni altaf ættjarðar sinnar svo, að þeir eig'i erfitt með að festa rætur þarna norður frá. Sama hefir reyndin orðið, segir hann, í Mansjúríu, sem Japanar raun- verulega ráða nú yfir, og nefnist nú Mansjúkó. Á Karafuto eru enn leifar frumþjóðarinnar, sem þar bjó, er hvítir menn og gulir fyrst komu þar. Flestir þeirra eru af svo- nefndum Ainu-, Oroconi-, Tunguz- og Kilyak-þjóðflokkum. Þeir eru náskyldir frumbúum þeim, sem enn finnast leifar af í Síberíu. Oroconarnir ferðast um með hreindýr sín og beita þeim fyrir sleða. Þeir dveljasí aðallega inni í skógunum og lifa á hreindýrarækt, veiðum og fiskveiðum. Chamberlain sá nokkura þeirra og fanst þeir minna sig á Indíána. Ættirnar hafa með sér félagsskap og ef ernhver er hjálpar þurfi í ætt- inni, er hinum skylt að hjálpa honum. Enskar krabbameins- rannsóknip Á undanförnum árum hefir baráttan á Bretlandi gegn krabbameininu færst mjög í aukana. Akveðinn órangur er cnn eigi mikill og erfitt að gera grein fyrir þeirri hlið málsins. Við og við birtast tilkynningar í blöðum þess efnis, að uppgötv- un hafi verið gerð, sem kunni að leiða til þess, að ráð finnist til þess að lækna þennan sjúk- dóm, en reynslan segir, að það sé varlegra að vera ekki bjart- sýnir um of, að því er þetta

x

Rökkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.