Rökkur - 01.11.1936, Side 13
R Ö K K U R
173
Bókasöfn I U. S. A.
I Bandaríkjunum er reynt að
sjá fyrir því, ao allur almenn-
ingur geti fengið bækur til
lestrar.
1 Bandaríkjunum er lögð
mikil áhersla á, að gera alþýðu-
hókasöfnin þannig úr garði, að
allur almenningur geti fengið
tækifæri til þess að fá hvers-
konar bækur til lestrar. Er að
mörgu leyti fyrirmyndarslcipu-
lag komið á í þessum efnum
vestra. Afgreiðsla öll í bóka-
söfnunum er mjög til fyrir-
myndar og menn geta valið
hækur að vild sjálfir úr hillun-
um, og að sjálfsögðu, ef menn
æskja þess, fengið leiðbeining-
ar bókavarðanna. En sumstað-
ar í Bandarikjunum hagar enn
svo til að fólk á erfitt með að
fara sjálft eins oft og æskilegt
væri til þess staðar, þar sem
næsta bókasafn er, en þá eru
gerðar ráðstafanir til, að bæk-
urnar séu fluttar til fólksins.
Sumstaðar eru bifreiðir sendar
út um sveitaliéruðin með bæk-
ur, en í sumum ríkjum hagar
enn svo til, einkum í fjallahér-
uðum, að flytja verður bækum-
ar á klyfjahestum um héruðin,
og þannig er það til dæmis í
fylkinu Kentucky. — I Pitts-
burgh er kona að nafni Mrs.
Malcolm Mc Leod, sem mjög
hefir beitt sér fyrir því að
hændur í afskektum héruðum
gæti fengið bækur og tímarit til
þess að lesa. Hún bvrjaði á því
að safna bókum frá vinum og
kunningjum og fékk mikið af
hókum að gjöf. Bækur þessar
sendi hún íil sjúkrahúsa í Pitts-
burgh og grend. Því næst fór
hún að senda hækur til af-
skektra héraða, til holdsveikra-
nýlendna víða um heim, til
Labrador og víðar. En eigi
minsta eftirtekt hefir vakið
starfsemi hennar til þess að út-
vega sveitafólkinu í fjallahér-
uðum Kentucky bækur og
tímarit. I bænum London, Ken-
tucky, er nú miðstöð þessarar
siarfsemi. Þangað sækja þeir,
sem annast þessa flutninga,
margskonar bækur, og flytja
þær á klyfjahestum til fjar-
liggjandi staða, taka þær bæk-
ur, sem búið er að lesa o.s.frv.
Sumstaðar eru bækurnar skild-
ar eftir í barnaskólunumogann-
ast þá skólakennaramir af-
greiðslu bókanna. Mentun er
enn víða á lágu stigi í Kentucky
og Mrs. McLeod segir, að hún
hafi reynslu fyrir þvi að fjölda
niargir, sem ekki kunni að lesa,
Lafi ánægju af bókum og tima-
ritum, því að sjaldgæft sé, að
ekki sé einhver á hverju heim-
ili, sem geti lesið fyrir þá, sem
ólæsir eru. Mest er eftirspurnin