Rökkur - 01.11.1936, Page 16

Rökkur - 01.11.1936, Page 16
176 R Ö K K U R ar borgir og bæir í Bandarikj- unum hefðu sömu nöfn og þýskar borgir. Var þess t. d. getið, að í Bandaríkjunum væri nú 82 bæir, sem hafa nafnið Ilannover, 62 hafa nafnið Ham- burg, 23 Brunswick og 19 Bremen. Landnemarnir, ekki að eins Þjóðverjar, hafa vaiið hæjanöfn úr heimalandi sínu, er þeir stofnuðu þorp og bæi vestra, og hefir þessum nöfnum sjaldan verið breytt. Islenskir landnemar hafa ráðið nöfnum ýmissa þorpa og bæja bæði i Canada og Bandaríkjunum, t. d. Miklej% Reykjavik, Geysir, Baldur, Gimli, öll i Manitoba o. s. frv. Bandaríkjamenn ætla að verja 1 >/2 milj. dollara til hafnarbóta á Kyrrahafseyj- um — en hafnirnar verða eftir- leiðis einnig notaðar fyrir flug- báta flotans. Tillögur hafa komið fram um að verja 1.500.00 dollara til hafnarbóta á ýmsum Iíyrra- hafseyjum Bandaríkjanan og er tilgangurinn meðfram sá, að þær verði þá betur nothæfar sem lendingarstöðvar fyrir flugbáta Pan-American-Air- ways, sem hefir farþega- og póstflugbáta í förum yfir Ivyrra- haf, en einnig er á það bent, að hafnirnar mundu hafa ómetan- lega þýðingu í liernaði. Verk- fræðingar herskipaflotans hafa skoðað hafnir þær, sem í ráði er að endurbæta, og það er talið víst, að tillögurnar nái fram að ganga — og ef til vill, að fjiár- hæðin verði mikið aukin. Er það Bandarikjamönnum mikil livatning að hefjast lianda i þessu efni, að Japanir vinna að hafnarbótum á eyjum þeim í Kyrrahafi, sem þeir hafa fengið yfirráðarétt yfir, en lilgangur Japana er að hafa af höfnunum hernaðarleg not. Þeim er óheimilt að víggirða eyjar þær, scm 'þeir hafa umráðarétt yfir, og þeir neita þvi, að þeir hafi gert það, en það er þó talið sannað mál af Bretum og Bandarík j amönnum. Nýtt fylgirit: Einstæðingurinn, saga eftir Margaret Pedler, er að byrja að koma út. Fyrstu arkirnar með þessu hefti Rökkurs. Utgefandi: Axel Thorsteinson. Félagsprentsmiiðjan

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.