Rökkur - 01.09.1940, Blaðsíða 15

Rökkur - 01.09.1940, Blaðsíða 15
R O K K U R 143 þegar alt kemur til alls þá er ekkert að óttast.“ Hún horfði á mig hugsi á svip. í „Það er trúa min, að hún elski yður. En oft hefi eg hugsað um hversu erfitt það hefir verið fyrir hana, þegar hinir bjuggu hérna.“ „Fyrri leigjendurnir. Drykkfeldir kannske?“ „Sumir þeirra, einkum majórinn. Hann var alveg viti sínu fjær, þegar hann var drukkinn, og æddi fram og aftur um hálsinn hálfnakinn — stundum á náttskyrtunni einni. Það var stór- hneykslanlegt. Og konan hans — ef hún var þá konan hans — drakk líka. Og blessað barnið þvoði upp og hreinsaði til eftir þetta hyski. Og þó voru þau ekki verst allra þessi lijón eða hjónaleysi. Hér leigðu einu sinni „hjón“, sem þóttust vera „frá nýlendunum“. Þau voru með tvö börn, dreng og telpu, hið eldra að eins sex ára eða tæplega það. Vesalings börnin. Þau voru svo hart leikin, að ógurlegt var. Stundum heyrði maður grátinn og veinin í þeim uppi á þjóð- brautinni, hálfa milu vegar héðan. Þau voru barin og pynduð og svelt. Stundum voru þau lokuð inni dögum saman. En það er trúa mín, að Margrét litla hafi getað gert sitt af hverju fyrir þau. 0, eg sé hana fyrir liugskotsaugum mínum, læðast til þeirra með eitthvað.“ „En kannske hún hafi ekki þorað að vera nálægt þessu vonda fólki?“ „Þér þektuð liana ekki, ungfrú góð. Hún var svo hugrökk. Hún hefði gengið á móti villidýr- um öðrum til hjálpar. Hún hefði aldrei hopað hvað sem á hefði dunið. Það fer hrollur um mig, þegar eg hugsa um hvað augu og eyru sakleys- ingjans hafa heyrt og séð. Það voru þriðju hjón- in — “ og frú Carkeek fór að hvísla. „Ó, hættið,“ sagði eg, „ef eg á að hafa nokkur hugarró í þessu húsi.“ ,En þér farið ekki héðan, ungfrú? Hún elskar

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.