Rökkur - 01.09.1940, Blaðsíða 12

Rökkur - 01.09.1940, Blaðsíða 12
140 ROKKUR um pípuna frá þakrennunni. Eg dró upp vindu- tjaldið. Mér til mikillar undrunar var úrkomu- laust. Og það var ekki sjáanlegt, að komið hefði dropi úr lofti. Eg þuklaði um hellurnar á glugga- kistunni. Þær voru að eins votar af dögg. Það var blæjalogn og skýjalaust — máninn gægðist yfir há-hálsinn, og í farska hcyrðist ölduniður. Ilmur rósa og blóma barst úr garðinum að vit- um mínum. En einhversstaðar rann vatn — ein- hversstaðar inni í húsinu, en þar var að öðru leyti svo kyrt og hljótt. Það var ekki um að vill- ast, að þetta vatnssuð kom innan að. Þetta fór að fara í taugarnar á mér. Eg vafði um mig greiðslusloppnum mínum og læddist niður. Eg gekk á ldjóðið, þegar niður kom. Eg' heyrði glögt hvaðan það kom — úr búrinu. — Frú Car- keek hefir gleymt að loka krananum, hugsaði eg. Og vissulega var það svo. Eg skrúfaði fyrir og fór ánægð í skapi í rúmið aftur og liallaði mér út af. Eg sofnaði — en vaknaði brátt aftur. Sama suðið. Eg var alveg sannfærð um, að eg hafði skrúfað svo vel fyrir, að ekki hefði farið að renna. sjálfkrafa úr krananum aftur. Frú Carkeek er um að kenna,“ hugsaði eg og eg verð að kannast við, að mér sárnaði við hana. En það var ekki um annað að ræða en fara niður aftur og það gerði eg. Áður en eg fór niður kveikti eg og leit á klukkuna. Hún var þrjú. Eg hikaði, er að búrdyrunum kom. Þó var eg ekkert skelkuð — ekki vitund. Mér hafði sannast að segja ekki dottið i hug, að neitt væri öðruvísi en það átti að vera. Eg man vel eftir því, að þegar eg hafði tekið um hurðarhúninn flaug mér í hug, að eg kynni að gera hana hrædda, ef eg kæmi inn skyndilega. Eg opnaði dyrnar, en frú Carkeek var þar ekki. En eg sá eitthvað — fyrir ofan postulíns- skálina. Ykkur mun furða á, að eg skyldi ekki

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.