Rökkur - 01.09.1940, Blaðsíða 10

Rökkur - 01.09.1940, Blaðsíða 10
138 ROIvKUR borðstofan vinstra megin, en til hægri viðhafnar. stofan og lítil setustofa innar af. Stiginn var gegnt inngöngudyrunum, og við stigann gler- hurð, en þar fyrir innan voru tvennar dyr, aðr- ar á eldhúsinu til vinstri, en hin á snotru búri, sem lá inn undir stigann og voru þar hyllur og línfataskápur, og undir glugga gegnt norðri var postulíns-þvottaskál og látúnskrani yfir. Fj'rsta morguninn sem eg var í Tresillack hafði eg ætl- að að ná mér í vatn og skrúfaði frá, en ekk- ert vatn rann úr honum. Eg liugsaði ekki frek- ara út í það — hugði að skrúfað hefði verið fyrir vatnið að eins í bili, því að vafalaust hlaut alt að vera í lagi með vatnið, þar sem frú Carkeek bar engar kvartanir fram. En daginn eftir að eg hafði farið upp að svefnlierbergisdyrum hennar fór eg með rósaskál að krananum og ætlaði að sldfta um vatn, en ekkert vatn rann úr honum nú frekara en í fyrra sinnið. Eg kallaði á frú Carkeek og spurði hana hvernig á þessu stæði. • „Eg veit það ekki, ungfrú,“ sagði hún, „því að eg nota aldrei þennan krana.“ „En það er nóg vatn annarstaðar í húsinu. Það hlýtur að vera erfiðara fyrir yður að þvo upp í eldhúsinu. Það væri miklu þægilegra að gera það hérna. Við skulum koma og athuga vatnsþróna.“ „Það er ekkert athugavert við hana,“ sagði hún. „Eg fullvissa yður um það.“ En eg lét ekki slá mig af laginu. Svo sem tíu fet fyrir aftan húsið var veggur, sem náði alveg að ldetti, en þar fyrir ofan var matjurtagarður- inn, en af veggnum gátum við séð vatnsþróna. Komst eg nú að því, að hjá vatnsþrónni var önn- ur minni þró, sem stóð lægra, og var hún tóm, en vafalaust leiðsla á milli. Komst eg að raun

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.