Rökkur - 01.09.1940, Blaðsíða 16
144
R 0 K Ií U R
yður, eg veit, að hún gerir það. Og hugleiðið
hvernig henni mundi líða, ef nýir leigjendur
kæmi, kannske misendisfólk. Því að hún getur
ekki farið héðan. Hún hefir verið hér alt síðan
er faðir hennar seldi liúsið. Hann dó skömmu
síðar. Þér megið ekki fara.“
Nú var það svo, að eg hai'ði tekið ákvörðun um
að fara, en alt í einu fanst mér, að það væri
skammarlegt af mér.
„Það er ekkert að óttast, þegar alt kemur til
alls,“ sagði eg.
„Það er alveg satt. Ekkert að óttast. Eg held
nú fyrir mitt leyti, að þetta sé ekkert óalgengt.
Móðir mín sagði mér frá því, að það hefði verið
algengt á bæjunum i sveitinni í ungdæmi henn-
ar, að öll gólf liefði verið sópuð að næturlagi og
sandur borinn á þau, pottar hreinsaðir og pönn-
ur, meðan vinnukonurnar sváfu, og var svo sagt,
að þetta liefði huldufólkið gert. En við vitum
betur, ungfrú góð, og nú getum við varðveiit
leyndarmálið og sofið rólega. Og ef við heyrum
eitthvað segjum við bara: Guð blessi Margréti
litlu, og höllum okkur út af aftur.“
Eg var þrjú ár í Tresillack og allan þann tima
varðveittum við frú Carkeek leyndarmálið. Og
eg þori að fullyrða, að sjaldan eða aldrei hafi
tvær sambýliskonur notið eins mikillar ástar og
umönnunar og við.
Þessi ásthugur ósýnilegrar veru hafði sömu
áhrif á mig Qg fagur söngur. Hendur þessarar
veru struku svæfil minn, hagræddu rósum mín-
um. Hann var hjá mér, er eg sá rósirnar í garði
mínum lyfta höfði. Hann var hjá mér, er eg sat
við arininn og horfði á glæðnrnar. Frli.
Útgefandi: Axel Thorsteinson.
Afgreiðsla: í Félagsprentsmiðjuhúsinu, opin 9—11.