Rökkur - 01.10.1940, Qupperneq 12

Rökkur - 01.10.1940, Qupperneq 12
156 R Ö K K U R „leyfi“ í heimildarleysi. Og svo vakti það illan grun á mér, að eg hafði ekki þekt tilvonandi mág Karkelns. Þá grunaði, að eg væri alls ekki Kark- eln. Og það þrátt fyrir það, að eg gat nefnt alla félaga hans með nafni. En af því að eg var van- ur leikari tókst mér að segja sögu mína þannig, að hún hljómaði trúlega. En svo kom fyrir atvik, sem af leiddi, að all- ar mínar vonir urðu að engu. Þegar mál mitt var fvrir herréttinum kom þar yfirforingi frá Bay- ern, sem hafði talað við mig, þegar „vopnahléð“ var gert á jóladaginn. Eg sá furðuna í svip hans, er eg var leiddur inn. Hann star$i á mig er eg sneri mér að herforingjanum, sem stjórnaði rétt- arhaldinu, en yfirforinginn frá Bayern gekk til hans, hvíslaði einhverju i eyru hans. Fyrirskipun var gefin hermanni einum og brátt var komið með liúfu og yfirfrakka bresks yfirforingja. Mér var sagt aðfara í frakkann og setja á mighúfuna. Yfirformginn frá Bayern horfði á mig um stund. „Nú?“ spurði forseti réttarins. „Eg er alveg viss,“ sagði yfirforinginn frá Bayern. „Hann er breskur liðsforingi. Við töl- uðum við liann meðan „vopnahléð“ sóð yfir á jóladaginn. Hann vakti sérstaka athygli mína vegna þess að hann talaði þýsku með ágætum — sannast að segja var einn af félögum mínum sannfærður um að hann væri Þjóðverji — njósnari sem hefði komist í breska herdeild.“ „Þér eruð ekki i neinum vafa?“ „Eg er ekki í neinum vafa. Að eins liturinn á hári hans er öðru vísi en þá. Þess vegna var eg dálítið hikandi í byrjun. Nú er eg alveg viss. Ef þér óskið þess skal eg víkja úr réttinum og koma fram sem vitni og vinna eið að framburði min- um.“ Það var því fyrirsjáanlegt hversu fara mundi. Eg lýsi ekki réttarhaldinu niánara, þar sem það

x

Rökkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.