Rökkur - 01.10.1940, Page 14

Rökkur - 01.10.1940, Page 14
158 ROKKUR íst hann við og við inn um lítið gægiop á hurð- inni en vírnet var neglt fyrir það. Augljóst var, að hann liafði hinar ströngustu fyrirskipanir um að gefa gætur að mér. Nei, mínar stundir voru taldar. Nú var best, hugsaði eg, að húa mig undir að mæta dauðanum. Og þegar hermaður- inn fór fram hjá næst kallaði eg til hans og bað hann að sjá um, að eg fengi leyfi til þess að tala við fangelsisstjórann. Hann kom. Hann var maður við aldur — allra heiðarlegasti karl. Honum féll leitt að horfa upp á enskan foringja í slíkum vandræðum. Og eg var ekki í neinum vafa um, að hann dáðist að mér fyrir það, sem eg liafði gert. Hann var kominn á þann aldur að hann gat ekki vænst þess, að það yrði hans hlutverk, að vinna neitt hernaðarlegt afrek. Það var engin grémja í huga hans til mín. Eg talaði við hann um riddaralega framkomu þýskra liðsforingja. Eg sagði honum, að kafbátsforinginn, sem sökti Ahoukir, Hogue og Cressy, væri virtur meðal enskra sjóliða, þrátt fyrir hið mikla tjón, sem hann hafði valdið. Og fangelsisstjórinn gerði það, sem í hans valdi stóð, til þess að stytta mér seinustu stundir mín- ar. Hann sagði mér, að eg gæti fengið þá rétti, sem eg óskaði eftir. Og ef eg hefði nokkurar ósk- ir fram að bera, skyldi hann verði við þeim, stæði það í hans valdi. Þar sem eg gat ekki dott- ið niður á neitt, sem hefði orðið mér að liði til þess að flýja fór eg fram á, að fá blek, pappir og penna, til þess að skrifa seinustu bréf til ætt- ingja og vina. En eg óskaði þess einnig, að eg yrði skotinn í einkennisbúningi bresks liðsfor- ingja. Þessu lofaði hann statt og stöðugt. Það var löngu orðið dimt, þegar hann fór frá mér, og þegar hann kom aftur með ritföngin var alt orð- ið kyrt í fangelsinu. Hann lofaði mér því, að eg

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.