Rökkur - 01.10.1940, Síða 15

Rökkur - 01.10.1940, Síða 15
ROKKUR 159 fengi einkennisbúninginn i tæka tíð. Svo fór hann til þess að sækja fangelsisklerkinn — manninn, sem allir fangar vissu, að kom aðeins, þegar aftökustundin nálgaðist. En þegar klerkurinn kom inn í klefann kvikn- aði vonarneisti í huga mínum. Fangelsisstjór- inn kom með honum, en skildi okkur brátt eftir eina. Eg sþurði hann þó áður en hann fór hversu lengi eg mætti hafa klerkinn hjá mér og sagði fangelsisstjórinn að hann mætti vera svo lengi sem eg vildi. Yafalaust, sagði hann, mundi eg þurfa margt við hann að ræða og biðja hann að annast eitthvað. Eg þakkaði honum lijartanlega og sagði, að eg byggist ekki við, að þetta yrði nema klukkustund eða svo, því að eg vildi ekki koma í veg fyrir, að klerkurinn misti af sinum venjulega nætursvefni. » Framh. Arthur Quiller - Couch: HENDURNAR. Niðurlag. Ykkur mun furða á því, að eg skyldi fara frá Tresillack. En tildrögin voru þessi: Dag nokk- urn kom Hosking hóndi til mín og kvaðst hafa selt húsið — eða vera i þann veginn að gera það. Eg man ekki hvort heldur var. Eg varð að fara, en eg sætti mig við það, því að kaupandinn var Iiendall herdeildarforingi, bróðir Kendalls óðalsbónda, föður Margrétar. I

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.