Rökkur - 01.10.1940, Blaðsíða 16

Rökkur - 01.10.1940, Blaðsíða 16
160 R Ö K K U R Eg spurði Hosking hvort Kendall þessi væri kvæntur maður. „Já, ungfrú, sagði hann. Þau hjónin eiga átta börn, mannvænleg og góð börn, og liús- móðirin er ágætis kona. Kendall er i rauninni að flytja inn á sitt gamla æskuheimili.“ „Eg skil. Þess vegna finst yður, að yður sé skylt að selja húsið.“ „Hann býður gott verð, en eg játa, að mér þykir leitt, að —“ „Að reka mig á brott! Þér þurfið ekki að af- saka yður, Hosking, því að þér eruð að gera það, sem rétt er. Og — Margrét litla — hún verður hamingjusöm, með litlu frændsystkinunum sínum.“ „Ó, já,“ sagði frú Carkeek, „hún verður ham- ingjusöm, það er víst og satt.“ Og þannig atvikaðist það þá, að þegar þar að kom tíndi eg saman pjönkur mínar og bjóst til þess að fara. Og seinasta morguninn, þegar far- angurinn hafði verið borinn ofan í forstofuna, sendi eg frú Carkeek upp einhverra erinda, af ásettu ráði. Og meðan hún var uppi skaust eg inn í búrið. „Margrét litla,“ hvíslaði eg. Það kom ekkert svar. Og eg bjóst vart við neinu svari. Þrátt fyr- ir það reyndi eg að ná sambandi við hana aftur. Eg lokaði augunum og rétti fram hendurnar um leið og eg hvíslaði: „Margrét litlá!“ Og eg þori að sverja — og endurtaka það á dómsdegi, að hún kom og lagði litlu hendurnar sínar í mínar — eitt — að eins eitt andartak. Endir. Útgefandi: Axel Thorsteinson. Afgreiðsla: I Félagsprentsmiðjuhúsinu, opin 9—11.

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.