Rökkur - 15.07.1941, Qupperneq 10

Rökkur - 15.07.1941, Qupperneq 10
138 ROKKUR J? N jafnskjótt og þessi fyrsti hópur hafði lent, voru strendurnar og dalurinn fyrir neðan okkur jafn yndisleg og áður. Aðeins tvær eða þrjár flugvélar voru enn uppi. Það var ómögulegt að gera sér i hugarlund, að hreiði trjá- vaxni dalurinn að baki Canea yrði nú vígvöllur, að við yrðum að herjast um græna renning- inn, sem lá niður að sjónum hjá sjúkrahúsinu og að fyrstu grá- klæddu sveitirnar, vopnaðar vélbyssum og handsprengjum, gæti nú komið upp brekkuna þá og þegar. Kyrrðin var rofin. Hljóðið, sem rauf liana, var hæði ljótt og þægilegt, þurrlegt snarkið í Bren-byssum, sem skutu innan um olvíutrén. Reykinn af þeim lagði upp í loftið. Bak við Perivolia voru Ný- Sjálendingar að umkringja fallhlífarhermennina, sem þar höfðu lent. Hjá Maleme byrj- uðu tvær Bofors-byssur að skjóta aftur og þá vissum við, að Þjóðverjar voru að reyna að setja menn niður á flugvöllinn sjálfan. jpG hljóp niður eftir veginum og svitinn bogaði af mér. Eg hugsaði um þrennt. I fyrsta lagi — að nota riff- ilirtn i stað skammbyssunnar, nema á stuttu færi. í öðru lagi — að segja mönn- um þeim, senv eg hafði unniö með undanfarna 10 daga við að koma út blaði þeirra, að eg yx-ði bardagamaður aftur, þang- að til aðstæður breyttust. í þriðja lagi — að komast til aðalstöðvanna, þar sem mín deild var samansöfnuð, svo að þeir gæti ekki sigrað okkur, sem vorum á höfðanum. Eg var varla kominn inn á milli olivutrjánna og búinn að taka riffilinn minn, þegar him- ininn fvrir ofan okkur fylltist af flugvélum,. Nú var árásinni beint gegn héraði okkar. Bvssukúlur hvinu milli trjánna, sniðu blöðin af þeim og þyrluðu upp rykhnoðrum, þar sem þær komu í jörðina. Eg sá svifflugurnar milli trjá- toppanna. Eina — tvær, þrjár, fjórar, fimm. Þær svifu ótrú- lega hratt, beygðu beint í áttina til okkar — og raspurinn, sem eg notaði til. að hreinsa byssu- ldaupið, sat fastur í þvi. Eg einblíndi á flugurnar og gat ekki gert mér ljóst, að þær væri fullar af hermönnum, sem gæti verið meðal okkar eftir andartak. En á síðasta augnabiiki var flugunum beint upp á við og

x

Rökkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.