Rökkur - 15.07.1941, Page 11

Rökkur - 15.07.1941, Page 11
ROKKUR 139 þær þutu í áttina til tindsins, 500 fet fyrir ofan okkur. Eg hljóp til aðalstöðvanna, til að tilkynna þetta, en þar vissu m,enn það þegar og Brenbyssu- vagnar Voru þegar á leið upp brekkuna. Mennirnir sátu ein- beittir og þögulir við vélbyssur ' sínar. Á landabréfinu í jarðhúsi því, sem hersveitarstjórnin hafði til umráða, fjölgaði rauðu hring- unum í sífellu....„Fallhlífar- hermenn lentu hér kl. 8.00, þ, 20. maí. Tilkynnt um 3 svif- flugur hér kl. 8.45. Fallhlífar féllu hér. Talið aðeins birgðir‘“ Liðsforingjar rituðu tilkynn- ingarnar á kortið, eins og ekk- ert væri eðlilegra en að fallhlíf- arhermenn lentu. Myndin varð sífellt skýrari. J* ALLHLÍFAR-hermennirnir og svifflugurnar höfðu aðallega komið í tveim hópum. Annar lenti hjá Maleme-flug- vellinum, 20 km. vestur af Can- ea, en hinn lenti á þrem mis- munandi stöðum umhverfis Canea — á höfðanum, sem áður getur, í olivutrjálundunum í suðvestur af sjúkrahúsinu og á strandveginum milli Maleme og Canea. Hjá Maleme var liarðast bar- izt. Herliðið umhverfis völlinn lá í ldukkustund í gröfum þeim, sem voru til að skýla fyr- ir loftárásum, meðan sprengju- unum rigndi yfir þá og látlaus kúlnahríð dundi á þeim — og þá sá það allt í eitiu, að himin- inn var fullur af mönnum og birgðum, sem svifu til jarðar í fallhlífum. Þeir þurftu ekki annað en að lvfta byssunum, miða og skjóta. „Af þeim fyrstu komst eng- inn lifandi til jarðar í gegnum kúlnahríðina, sem myndaði eins og tjald yfir flugvellinum,“ sagði foringi í vélbyssudeild. „Ógrynni hergagna og ým- isra hirgða var látið svífa til jarðar. Það fyrsta, sem eg sá, var tveggja punda fallbyssa á gúmmíhjólum og hékk hún neðan í þrem fallhlífum. Yið náðum henni, en maður átti auðsjáanlega að taka hjólin undan henni, því að þegar skot- ið reið af, var afturkippurinn svo mikill, að hún rann hálfa leið upp hæðina og var næst- um búin að drepa okkur alla.“ Flugvellinum stafaði engin hætta af þessum fyrstu flokk- um. En vestar var árfarvegur, þar sem fallhlífarhermennirn- ir gátu strax komizt i skjól og fylkt liði. í þessa lægð dembdu Þjóð- verjar nú mönnum sínum. Fleiri en 20 svifflugur lentu þarna og nokkrum lierflutn-

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.