Rökkur - 01.11.1942, Síða 5

Rökkur - 01.11.1942, Síða 5
HOKKUR 245 umbus féllst að Iokum á tilboð haus, því að hann vildi komast af stað sem fyrst, því að hann var orðinn gramur og leiður yfir drættinum. Önnur snekkjan, sem valin var, nefndist Pinta. Var það 150 smálesta skip og átti Martin Pinzon að hafa stjórn á hendi á lienni. Sjálfur valdi Kolumbus sér allstórt flutningaskip, Santa Maria, og réð á skip þetta, sem átti að verða forystuskip hans eða flagg- skip, eiganda þess fyrir skipstjóra, og hans menn. Loks var valið 100 smálesta skip, Nina, en eins hraðskreitt og hin. Skipstjóri á Ninu var Vincent Pinzon. Kolumbus hafði sjálfur á hendi umsjón með öllum vopnabirgð- um og vistum. Einnig dró hann að sér miklar birgðir af glysvarn- ingi, hálsfestum, armböndum, éyrnarhringum, höttum, skraut- bindum og böndum, og notuðum einkennisbúningum, þvi að hann vissi, að þetta mundi mjög ganga í augun á hinum fruinstæðu íbúum hinna ókunnu landa. En það reyndist erfiðleikum bundið að manna skipin. Margir voru vantrúaðir á það, að þeim mundi verða ríkulega launað, þótt þeim væri lofað „gulli óg grænum skógum“, og sumir þeirra, sem íoks réðust á skipin voru afbrotamenn, sem vildu nota tækifærið til þess að losna við hegningu, sem þeir höfðu margfaldlega til unnið. En enn skorti nokkra menn. Var þá gefin út tilskipun, og nokkrir menn, sem sátu í fangelsi, voru náðaðir, og fékkst þannig loks nægur mannafli. Var því allmargt æfintýramanna, ungra og roskinna, á skipunum. Sumum varð það til nokkurrar hughreyst- ingar, að Kristóbal Kolon ætlaði að taka son sinn Diego með. — Það voru 150 menn, sem loks tókst að safna saman til fararinnar, og þ. 2. ágúst fengu allir fyrirskipun um að hlýða messu í kirkj- unni i La Rabida. Juan Perez ábóti flutti svo hjartnæma ræðu, að margir vikn- uðu. Nóttina áður en af stað var lagt liafði fæstum orðið svefn- samt. Fyrirskipun liafði verið gefin um kvöldið, að menn ættu að vera komnir niður að höfn í dögun. Á hafnargarðinum heyrðist grátur og kveinstafir, því að mæður, eiginkonur og unnustur reyndu enn að koma í veg fyrir, að menn legðu út í óvissuna. Og ekki bætti það úr skák, að lagt var af stað á föstudegi. Menn formæltu Kolumbusi og sögðu, að það væri svo sem eftir öðru, að þessi ítali þyrfti að velja föstudag fyrir brottfarardag.

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.