Rökkur - 01.11.1942, Qupperneq 10
250
KOKKUE
settir á flot og róið til lands. Valið lið’var sent á land og báru menn
sin beztu klæði og ekki gleymdist að liafa glysvarning meðferðis.
Kolumbus hafði klæðst fötum gerðum úr dýrindis flaueli og bar
hann konungsfánann. Hann steig fyrstur á land og þar næst hinir
tveir skiplierrarnir. Þegar Kolumbus bafði stigið fótum á hið
nýja land kraup hann á kné og þakkaði guði skjálfandi röddu leið-
sögn hans. Allir aðrir krupu á kné góða stund á mannlausri strönd-
inni, því að binn nakti lýður liafði lagt á flótta og faldi sig meðal
nmnanna skammt frá fjörunni. Landgöngusveitin gekk þá með
Kolumbus i farabroddi upp á smáliæð og þar lýsti Kolumbus því
hátíðlega yfir, að landið væri lagt undir konung og drottningu
Spánar.
Samkvæmt samkomulaginu var hann nú titlaður Don Kolum-
bus og yfirflotaforingi á Atlantshafi.
Eyjarskeggjar liertu nú upp hugann og færðu sig nær, því að
aðkomumennirnir brostu til þeirra, og bugðu eyjarskeggjar þvi,
að þeir þyrftu ekkert að óttast. Kolumbus benti sumum þeirra að
koma nær og þeir þyrptust kringum hann og skoðuðu skartklæðn-
að hans af mikilli forvitni. Sjálfur segir hann svo frá:
„Eg gaf þeim rauðar húfur, festar úr lituðum glerjum, og aðra
verðlitla en skartlega hluti. Þeir settu festarnar þegar um báls
sér og þeir voru af hjarta þakklátir. Þeir virtust snauðir, en það
lítið sem þeir höfðu stóð okkur til boða. Allir, konur sém karlar,
voru alls naktir. Eg sá engan, hvorki karl eða konu, sem virtist
eldri en þrjátíu ára. Allir voru vel byggðir, hraustlegir og alúðlegir
á svip. Eivginn bar vopn, en karlmennirnir skoðuðu daggarð minn
og handléku af nokkurri forvitni, og vöruðu sig ekki á því, að
eggin var beitt“.
Frá þessu segir Kolumbus ílarlega í minnisbókum sínum, frá
þessu og öðru, sem gerðist hinn sögulega dag, 12. október 1492,
er menn hins gamla heims í fvrsta sinni komust í kynni við íbúa
hins nýja heims — Yesturálfu.
Örlagadísirnar krýndu Kristófer Kolumbus tvívegis, 'í annað
skiptið settu þær lárviðarsveig á böfuð hans, í hitt skiptið þyrni-
kórónu.