Rökkur - 01.11.1942, Qupperneq 15

Rökkur - 01.11.1942, Qupperneq 15
ROKKUR 255 lijá honum og hvorki kvartar eða kveinar, heldur hjálpar lionum til þess að lifa þangað til þú kemur. Þau elska hvort annað takmarkalaust og hún er viljasterk ekki síður en hann. Og ef hann færi að gugna mundi hún beita öllum mætti sinnar ódauðlegu sálar til þess að lialda í honunr lífinu, en hann hefir ekki gugnað. Þú get- ur stokkað spilin þín upp á það. Eg skal stokka upp á það. Eg skal veðja þremur únzum gulls undir eins um það, að hann verður á lífi, þegar við komum. Eg skyldi eftir liunda- lióp og sleða niðri á bökkum. Þú ættir að geta fallist á að leggja af stað innan tíu mínútna og vð ættum ekki að þurfa að vera nema þrjá daga á leiðinni. Eg fer að líta eftir hundunum og eftir tíu mínútur kem eg of sæki þig.“ Tom Daw setti loðhúfuna á liöfuð sér, dró niður evrna- nseplana og fór út. „Fari liann grábölvaður," öskraði Linday, er Tom lokaði hurðinni á eftir sér. Læknirinn horfði í áttina til dyranna undr- andi og reiður. II. Sama kvöld, er dimmt var orðið fyrir góðri stundu, höfðu þeir Tom Daw og Lindey farið um tuttugu og fimm mílur. Þá hjuggust þeir til livíldar, þótt ekki væir um góð skilyrði að ræða til þess að láta fara vel um sig. Þeir tíndu tágar og tendruðu bál á snjónum. Öðru megin við bálið lögðu þeir furubúta og þar ofan á loðfeldi sína. Milli svefnstaðar- ins og bálsins þöndu þeir út tjaldvoð, svo reyk legði ekki á þá. Tom gaf .hundunum kjöt- skammt þeirra, hjó við og ís og þýddi. Þótt Lindav sæti við eldinn, er hann hallaði sér fram meðan hann mataðist, beit frostið kinnar hans. Þeir átu eins og hestar og kveiktu svo í pípum sínum og reyktu, meðan skinnsokkar þeirra þornuðu við eldinn. Og svo fóru þeir „í háttinn“, dauð- þreyttir. Og svfninn gæddi þá nýju þreki. Er morgnaði liafði dregið úr frostinu. Þessi óvenjulegi frost- kafli var á enda. Lindsay gizk- aði á, að ekki væri nema 15 stiga frost. Tom var farinn að ókyrrast. Hann sagði, að dla kvnni að fara, ef vor og þíð- viðri kæmi allt í einu. Lcið jieirra lá um stórgil (canyon) sem verða mundi elfar farvegur á fáeinum klukkustundum, ef brvgði til þíðviðris. Veggir gilsins voru hundrað til þúsund feta háir. Það var

x

Rökkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.